Sunderland – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Ég ætla að hafa þetta stutt enda ekki gaman að skrifa um svona frammistöðu — og lítið betra að lesa um hana.

Liðsuppstillingin var: Howard, Baines, Distin, Heitinga, Coleman, Pienaar, Gibson, Osman, Mirallas, Fellaini, Anichebe. Barkley út fyrir Osman, Heitinga inn á fyrir Jagielka sem var ekki einu sinni á bekknum.

Alltof margir slakir í dag, vantaði baráttu og merki um ákveðna þreytu í mönnum og almennt andleysi yfir liðinu. Þetta var þriðji leikur Everton á sjö dögum og menn eins og Pienaar langt frá sínu besta. Sóknir ekki kláraðar eða fjöruðu út allt of snemma og lítið að gera hjá Mignolet í markinu. Glæpsamlega lítið, sagði einhver. Sunderland menn banhungraðir í stig og með nýja-stjóra-effect-ið sem er að redda þeim frá falli. Ég gleðst yfir hverju stigi sem Sunderland fær því ég vil alls ekki sjá þá falla (því við vinnum nánast alla leiki gegn þeim) en maður hefði kosið að þeir næðu í stigin annars staðar frá en gegn okkar mönnum.

Besti séns Everton til að jafna var þegar há sending frá varnarmanni Sunderland var næstum farinn yfir markvörð Sunderland en hann slengir hendi í boltann til að koma í veg fyrir mark (og fær þar með óbeina aukaspyrnu á sig). Nú þekki ég ekki reglurnar nógu vel — ef hann hefði ekki brotið af sér hefði boltinn farið í markið. Á þá ekki að gefa aðeins meira en gult spjald? Hvað um það — jafntefli hefði verið ósanngjarnt gagnvart Sunderland, held ég.

Howard var góður, sem og Distin. Baines var fínn en Coleman ekki alveg jafn skilvirkur í sókninni og oft áður. Heitinga var í einu orði sagt skelfilegur. Osman slakur; gaf markið (að mínu mati) þegar hann hleypur til að hjálpa Baines, bendir fram fyrir sig (til að segja hvar hann vill boltann) en um leið og Baines gefur hann þangað þá stoppar Osman, sem þýðir að Sunderland menn ná boltanum, bruna í skyndisókn og skora. Fellaini var góður og Gibson fínn en hlutirnir ekki að ganga upp hjá Mirallas.

Ég minntist á það fyrir leikinn að Everton ætti að stefna á 5. sætið og þetta var bara frekari staðfesting á því enda harla ólíklegt að vinna alla leikina sem eftir voru fyrir leikinn (og meira að segja það hefði ekki tryggt Everton 4. sætið). Það er enn möguleiki á UEFA sæti — tveir heimaleikir á fortress Goodison eftir en einnig tveir mjög erfiðir útileikir, þannig að það getur brugðið til beggja vona. Ég er samt smeykur við að svona lítinn hópur ráði við leikjaálagið sem fylgir Europa League sæti — ljóst að bæta þarf við leikmönnum ef það næst.

Vonum það besta.

Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 6, Distin 7, Heitinga 6, Coleman 7, Pienaar 6, Gibson 6, Osman 5, Mirallas 6, Fellaini 6, Anichebe 6. Varamenn: Jelavic 7, Naismith 6, Barkley 6. Sunderland: Ein nía, tvær áttur, fjórar sjöur og fjórir með 6.

23 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Djöfulsins hörmung að horfa upp á þetta.

    Engin barátta, engin hlaup án bolta og hreinlega ekkert vit í einu eða neinu sem menn voru að gera í þessum leik.
    Howard okkar besti maður í dag, flestir aðrir ömurlegir og restin enn verri en það.
    Draumurinn um Evrópusæti, sérstaklega CL sæti, endanlega úti.

  2. Ari S skrifar:

    Takk fyrir skrifin Finnur:) Þetta var virkilega slakur dagur hjá okkar mönnum í dag. Fer ekki nánar út í það nema kannski …. þetta:

    Ég vil kenna Baines um slaka sendingu í dag frekar en að Osman hafi ekki verið nógu duglegur að mæta boltanum. Hann hefði vel getað gefið boltann yfir til vinstri á mjög svo opið svæði þar sem að annað hvort Howard eða Distin hefðu mætt boltanum. Það ver engin pressa á honum, alls engin.

    Baines er búinn að kosta okkur mikið í síðustu leikjum eins og hann er nú góður kallinn. Fyrst hræðileg varnarmistök í leiknum gegn Tottenham í jöfnunarmarki þeirra, leikur sem var alger lykilleikur á tímabilinu og svo mjög svo slök sending í dag.

    En Baines er sam enn besti vinstri bakvörðurinn í Englandi í dag, þó viðar væri leitað. kannski bara orðinn þreyttur eins og Osman sem einnig hefur verið slakur í síðustu leikjum.

    Ég er enn ekki búinn að gefa alla von um evrópusæti, hvort sem við erum að tala um Champions leagu eða ekki. Ég veit samt jafn vel og þið flest að líkurnar minnkuðu allverulega í dag en þó ekki alveg 🙂

    kær kveðja,

    Ari

  3. Halli skrifar:

    Svakalega er erfitt að horfa á liðið svona kraftlaust framá við. Anichebe hefur verið góður í vetur en tvö leiki í röð slakur Pienaar úti að skíta í dag Osman slakur og leit ekki út sem fyrirliði ég nenni ekki að ræða Heitinga Fellaini, Mirallas og Howard góðir aðrir undir meðallagi. En ef við hefðum þurft að tapa öðrum af þessum eða næsta leik þá hefði ég alltaf valið þennan við viljum sigur

  4. Ari G skrifar:

    Þessi leikur var ekki góður. Af hverju var Barkley hent úr liðinu eftir frábæran leik á móti Arsenal. Hlusta ekki á að nota þreytu sem afsökun. Fullt af mönnum sem hægt er að nota meira t.d. Barkley, Puerto manninn.

  5. Finnur skrifar:

    Einu ljósu punktarnir sem ég sé við þennan leik:
    1) Sunderland eru að bjarga sér frá falli. Gott mál — elska að spila við Sunderland, nema í dag.
    2) Everton menn koma grimmir til leiks gegn Fulham — sem ég og 21 aðrir Íslendingar horfum á með eigin eyrum á staðnum. 😉

  6. Hallur j skrifar:

    Sælir veit einhver vort það sé hægt að fá sér tryggingar fyrir manætum þar sem það er ein á ferli í liverpool

  7. Finnur skrifar:

    Hahahaha! Akkúrat! 🙂
    http://www.101greatgoals.com/gvideos/gif-2-angles-on-luis-suarez-biting-branislav-ivanovics-arm/

    Og ekki í fyrsta sinn heldur:
    http://www.101greatgoals.com/gvideos/hes-done-it-before-luis-suarez-bite-otman-bakkal-2010/

    He’s a dirty dirty player…

    Hmmm, kannski var hann að reyna að bíta Heitinga í bakið á sínum tíma…
    http://www.youtube.com/watch?v=YHjLbW4VO8A

  8. Finnur skrifar:

    Hann fékk 7 leikja bann fyrir að bíta Bakkal og ekki nema 2 leikir í að við spilum við litla bróður. Ákveðið poetic justice ef hann myndi vera í banni þá — hann hefði getað fengið þrjú spjöld á móti okkur í síðasta leik.

  9. Elvar Örn skrifar:

    Maðurinn fær varla færri leiki í bann en 5 myndi ég halda, 7 væri nokkuð eðlilegt. Mjög líklegt að hann verði í banni gegn Everton en þó gæti dómurinn dregist og ekki tekið gildi fyrr en eftir þann leik, hver veit.
    Ágætt amk að Liverpool náði ekki sigri í dag, það virðist ljóst að Everton kemst ekki ofar í deildinni þennan veturinn og markmiðið er bara að missa ekki litla liðið í Evertonborg uppfyrir sig en derby leikurinn mun spila þar stóra rullu.
    Það er því nauðsynlegt að vinna næsta leik.
    Jæja, best að fara að pakka í töskurnar og skella sér á völlinn.

  10. Finnur skrifar:

    Bíddu… Ekki þarftu marga daga til að pakka í handfarangur? Eða ertu að fara að taka koffortið á þetta – eins og einn sem við þekkjum? 🙂

  11. Elvar Örn skrifar:

    Nei ég tek ekki Badda á þetta, hehe.
    Við Georg náðum í töskur í dag sem fitta í handfarangur þar sem wow air býður frítt að taka ákveðna stærð af flugfreyjutösku um borð.
    Svo keyptum við fjórir félagarnir undir tvær stórar töskur til sem við notum bara saman, þetta eru nú bara nokkrir dagar.
    Kaupir maður ekki bara Everton föt í öllum litum á alla fjölskylduna já og bjór (sem maður tekur ekki með sér heim, hehe) ?
    Svo erum við að leggja af stað suður á miðvikudagsmorgun svo það er ekki langt í að ferð hefjist skilurðu.
    Er ekki málið að taka Fulham svona 3-0?

  12. Finnur skrifar:

    Music to my ears. 🙂

    Ég stóðst annars ekki mátið og póstaði þetta um Suarez á plúsnum…
    https://plus.google.com/104317586100499660731/posts/ZU3scrjmFRi

  13. Georg skrifar:

    Þetta var mjög slakur leikur okkar manna og virtist liðið vera mjög þreytt eftir Arsenal leikinn. Það var alls ekki sami krafturinn í liðinu. Ég tel að það hafi verið misstök hjá Moyes að hafa Barkley ekki áfram inná, hann átti góðan leik síðast og er ferskur. Baines hefur sýnt mikil þreytumerki upp á síðkastið og held ég að hann hefði alveg mátt prufa að byrja Oviedo inn á vinsti bakverðinum til að fá ferskar lappir eða jafnvel fyrir Pienaar. Það var mjög slæmt að Jagielka hafi meiðst því að Heitinga hefur ekki verið upp á sitt besta í vetur og hefði ég frekar sett Duffy í miðvörðin í þessum leik, sem hefur ávalt spilað vel þegar hann fær sénsinn. Jelavic hefði mátt byrja í stað Anichebe þar sem Anichebe var ekkert sérstakur á móti Arsenal. Þetta er kannski munurinn á okkur og liðinum fyrir ofan okkur, þau eiga mannskap til að rótera á milli leikja þegar það koma nokkrir leikir í röð.

    Núna er bara að horfa fram á vegin og reyna að enda mótið vel. Við ætlum ekki að missa litla liðið í evertonborg fram úr okkur. Djöfulli verður gaman hjá okkur eftir nokkra daga, get hreinlega ekki beiðið. Fara á völlinn í góðra vina hóp. Ég samþykkti tillögu Elvars á 3-0 sigri.

    • Gestur skrifar:

      Moyes þorir nánast aldrei að breyta hópnum og gæti því ekki verið með stóran hóp.

  14. Gunni D skrifar:

    Sælir félagar.Varðandi nagdýrið hjá litla bróður,það fékk 10. gula spjaldið í gær,eru það ekki 2 leikir í bann. Góðar stundir.

  15. Finnur skrifar:

    Einhver sagði reyndar að card amnesty hefði tekið gildi um síðustu viku… Veit ekki.

  16. þorri skrifar:

    ég sá ekki leikin var hann svona ömurlegurleikur .Ég er nokkuð viss um það að þið eigið eftir að skemta ykkur í Bítlaborginni og að skoða völlin hjá okkar mönnum.Og svo kaupið fult everton tót. Og eitthvað sætt handa konum ykkar.Hepnaðist árshátíðin vel og var ekki mikið fjör.Aðsjlfsögðu tökum við fullam í bakaríð. Þanig að þið komið brosandi heim eftir vel heppna ferð.Á að gera eitthvað meira en að fara á völlin. Og fá sér einn ef ekki tvö kalda. Kveðja Þorri EVERTON MAÐUR

  17. Finnur skrifar:

    Árshátíðin var vel heppnuð. Góður matur, góður félagsskapur, mikið hlegið og eftirpartí á eftir.

    England: Þetta er heilmikið prógram, rúta og alles. Á föstudeginum verður farið í Stadium Tour um Goodison, Everton One búðin tæmd, Bítlasafnið skoðað og hópurinn saman út að borða á föstudeginum.

    Laugardagurinn er náttúrulega leikdagur og það sem starfsfólkið náði að bera inn í búðina kvöldið fyrir leik verður væntanlega rifið út úr búðinni strax fyrir og eftir leik. 🙂 Bjórnum örugglega gerð góð skil líka. 🙂

  18. þorri skrifar:

    Þetta hljómar vel. Þetta verður æðislegferð og Bitlasfnið er mjög skemmtilegt. Svo punturin yfir iið verður Stadium tour á Goodison.Því lofa ég. Og stend við það.Ég öfunda ykkur svakalega.Því þetta er æðislegt og gaman. kveðja Þorri

  19. baddi skrifar:

    Hlakka til að sjá alla á flugvellinum og sérstaklega krúttin frá Akureyri kv Baddi 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

      Ánægður með þig Baddi, þetta verður fagnaðarfundur á Panorama bar eins og fjölskylda sem hefur verið aðskilin í heilt ár 🙂
      Við félagarnir erum að leggja í hann í fyrramálið til Reykjavíkur og verðum í bandi á morgun.
      Fiðringur.is