Árshátíð Everton á Íslandi

Mynd: Everton FC.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í árshátíð Everton klúbbsins á Íslandi sem haldin verður á veitingahúsinu Nítjánda (Turninum Smáratorgi) þann 13. apríl 2013 — eftir um 9 daga, eins og fram hefur komið hér á síðunni.

Dagskráin hefst rétt fyrir kl. 14:00 þegar við hittumst á Ölveri og horfum saman á heimaleik Everton við QPR (sem hefst kl. 14:00) en svo skemmtum við okkur í góðra vina hópi á Nítjánda kvöldverðarstað frá kl. 19:00 og stendur veislan fram eftir kvöldi.

Miðaverðið er 6950 kr á mann en innifalið í því er fordrykkur að hætti Everton og hlaðborð 40 gómsætra rétta (sjá dæmi) þar sem finna má glæsilegt úrval for-, aðal- og eftir-rétta þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Borðvín verður auk þess á tilboði fyrir árshátíðargesti.

Árshátíðin verður í veislusal Nítjánda en um þann stað segir að þar færðu brot af því besta í matargerð fjölmargra landa, frá Singapore, Indlandi, Ítalíu, Frakklandi, Malasíu og Japan svo fátt eitt sé nefnt. Yfir 40 réttir eru á gómsætu hlaðborðinu þar sem meðal annars má finna sushi, heilsteikta nautasteik og ótrúlegt úrval franskra og ítalskra eftirrétta.

Vinsamlegast staðfestið mætingu með því að skrá ykkur hér á þessu skráningarformi.

8 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Nice, frábært framtak 🙂

 2. Halli skrifar:

  Nú er bara að drífa sig að skrá sig það væri gaman að sjá sem flesta

 3. Finnur skrifar:

  Mæti pottþétt. Hvet alla til að mæta og láta Everton vini og kunningja vita.

 4. baddi skrifar:

  Við mætum pottþétt skötuhjúin og hlökkum til kv Baddi og Sigrún.

 5. Eyþór Hjartarson skrifar:

  Mæti með frúnna , búinn að skrá okkur.

 6. Óðinn skrifar:

  búinn að skrá mig

 7. þorri skrifar:

  þetta er gott framtak en við frúin vorum búin að lofa okkur í annað kem kanski að horfa á leikin skemti þið ykkur sem best er visum að það verði gaman

 8. Einar G skrifar:

  Kemst því miður ekki um kvöldið en mun reyna að koma á Ölver og fylgja ykkur úr hlaði á árshátíðina 🙂