Af ýmsu að taka

Mynd: Everton FC.

Áður en lengra er haldið er rétt að minnast á tvennt sem auglýst hefur verið hér á síðunni. Annars vegar Bjórskólann, en frestur til að skrá sig rennur út næstkomandi mánudag. Skráningarformið er hér fyrir þau ykkar sem vilja upplifa þetta með okkur en þetta verður örugglega frábær skemmtun í góðum félagsskap. Það er enn laust pláss og við viljum endilega heyra frá ykkur.

Árshátíð Everton, sem áður var auglýst 6. apríl hefur verið færð aftur um viku þar sem leikurinn við Tottenham (sem átti að fara fram þá) var færður til. Ný dagsetning árshátíðar er því 13. apríl, þegar Everton á heimaleik við QPR — takið endilega daginn frá en skráningarform og nánari dagskrá verður auglýst síðar.

En þá að málefnum vikunnar. Það var frábært að fara inn í landsleikjahlé með verðskulduðum sigri á Englandsmeisturunum, Manchester City, og það þó Everton léki í hálftíma manni færri. Einhver benti á að aðeins tvö lið hafi náð að sigra bæði Manchester liðin á tímabilinu. Annað þeirra er Everton og hitt liðið er Real Madrid. Ekki ónýtt það.

Margir af leikmönnum Everton eru með landsliðum sínum, þar með talið Baines og Osman (með enska landsliðinu — Jagielka er meiddur, eins og vitað er), Mirallas og Fellaini (með Belgíu), Jelavic (með Króatíu), Naismith (Skotlandi), Coleman (Írlandi), Oviedo (Kosta Ríka), Duffy (Írland U21), Francisco Junior (Portúgal U21), Tyias Browning, Hallam Hope og Matthew Pennington (allir með Englandi U19 — en John Stones og John Lundstram þurftu að draga sig í hlé vegna meiðsla), Matthew Kennedy (Skotland U19), George Green (England U17), Harry Charsley (Írland U17), Jonjoe Kenny og Ryan Ledson (England U16). Hægt er að sjá leikjaplanið hér. Landsleikur aðalliðs Englands yrði fyrsti leikur Osman (ef hann verður fyrir valinu) sem ekki er vináttuleikur og yrði hann vel að því kominn. Moyes hafði ekkert nema gott um hann að segja í viðtali og ekki skemmdi fyrir að vídeóið sýnir nokkur skemmtileg mörk Osman á ferli hans.

Leikurinn við Stoke er næstur (daginn fyrir páskadag) og nú reynir á breiddina því bæði Pienaar og Fellaini verða í banni fyrir þann leik sem og leikinn við Tottenham en báðir fengu gult í leiknum við Man City og sá fyrrnefndi rautt — sem Moyes sagði eftir leikinn vera óverðskuldað.

Í öðrum fréttum:

Phil Neville mun taka þátt í að stýra U21 árs liði Englands í Evrópukeppninni og John Lundstram hefur framlengt lánssamning sinn við Doncaster fram að lokum tímabils.

U18 ára liðið sigraði Chelsea U18 með sömu markatölu og U21 árs liðið sigraði jafnaldra sína í Chelsea (1-0) með marki frá George Waring. Einnig gerði U21 árs lið Everton 2-2 jafntefli við Aston Villa U21 og er þetta 10. leikurinn í röð þar sem þeir eru ósigraðir og hafa þeir enn ekki tapað leik á árinu. Þeir hefðu þó getað gert betur en jafntefli þar sem þeir komust í 2-0 með mörkum frá Conor McAleny og Hallam Hope en Villa menn náðu að jafna.

Og í lokin. Minni aftur á bjórskólann. Síðasti séns til að skrá sig er á mánudag.

4 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Goal.com stating the obvious:
    http://www.goal.com/en-gb/news/4979/world-cup-qualification-2014/2013/03/23/3847206/three-lions-must-attack-montenegro-five-things-we-learned
    … að Baines á að vera fyrsti valkostur Englands í vinstri bakvörðinn.

  2. Halli skrifar:

    Helv…. Landsleikjahlé

  3. Elvar Örn skrifar:

    Ég og Georg komumst ekki á árshátiðina 13 apríl en við mætum tveimur vikum síðar á stóru árshátíðina sem við höldum á Goodison 🙂

  4. þorri skrifar:

    sællir félagar það eru stók næst eru menn ekkná því að við vinnum þennan leik