John Stones keyptur – staðfest

Mynd: Sky Sports.

Everton tilkynnti það rétt í þessu að hafa keypt 18 ára enskan landsliðsmann að nafni John Stones frá Barnsley fyrir ótilgreinda upphæð. Stones er hægri bakvörður, 188 cm á hæð og er nýlega farinn að spila með enska U19 ára landsliðinu og fer væntanlega beint í akademíuna enda leikmaður fyrir framtíðina. Wigan reyndu að fá hann til sín, skv. Sky Sports, en hann valdi að fara til Everton í staðinn. Hann samdi við Everton til 5 og hálfs árs.

Velkominn John Stones.

9 Athugasemdir

  1. Haraldur Anton skrifar:

    KLAAAASSI

  2. Elvar Örn skrifar:

    Næsti, vantar enn tvo menn til.

  3. Gunnþór skrifar:

    vonandi góð kaup fyrir framtíðinna höfum ekki verið heppnir með unga efnilega hingað til,hefði viljað sjá leikmann sem kemur til með að styrkja okkur núna í baráttunni um meistaradeildarsætið.

  4. Haraldur Anton skrifar:

    Okkur vantar miðjumann jaxl og framherja í hærri gæðaflokki.

  5. Haraldur Anton skrifar:

    Negredo skoraði fyrir Sevilla í kveld.

  6. Haraldur Anton skrifar:

    Ætli Moyes sé vakandi 😉

  7. Finnur skrifar:

    Moyes sefur aldrei.

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Champions league here we come!!!!! 😉