Leroy Fer kemur ekki; féll á læknisskoðun

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti við Sky fréttastöðina (og á vefsíðu sinni) að Leroy Fer sé ekki á leiðinni til Everton eftir að hafa fallið á læknisskoðun í gær. Everton var samt tilbúið að standa við samninginn ef tengja mætti greiðslurnar við fjölda leikja (ef hann skyldi meiðast og ekki ná tilætluðum fjölda leikja vegna meiðsla). Twente var hins vegar ekki tilbúið að slá af sínum kröfum og Moyes þarf því einfaldlega að leita á önnur mið. Leiðinlegt að svona skyldi fara en líklega það eina rétta í stöðunni. Það eru fleiri fiskar í sjónum.

Forsagan á bak við þetta mál allt saman er hér á everton.is.

10 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Hárrétt ákvörðun hjá Everton. Nú taka við spennandi dagar þangað til að glugginn lokast. Vonandi er Moyes með einhvern í erminni til þess að gleðja okkur.

 2. Elvar Örn skrifar:

  Á seinustu viðtölum við Moyse má greinilega heyra að hann muni ná c.a. tveimur nýjum mönnum inn.
  Ég er bjartsýnn að þetta gangi allt saman.
  Vinnum bara leikinn í kvöld til að byrja með.

 3. Tóti skrifar:

  féll ekki Demba Ba á lækniskoðun hér og þar… það sé engin eftir þeim kaupum….enþá!

  biturleiki 🙂

  • Finnur skrifar:

   Demba Ba var á pay as you play hjá West Ham af því að hann féll á medical og fékk sig lausan á free transfer þar sem þeir féllu. Þá skrifaði hann undir hjá Newcastle. Hvorugt liðanna hefði borgað 8M punda fyrir hann.

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Og hvar í þessari yfirlýsingu frá Everton er það staðfest að hann hafi fallið á læknisskoðun?????

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Elvar skoðaðu yfirlýsinguna frá official síðunni aftur þar er hvergi minnst á læknisskoðun. Og í þessari frétt frá Sky er það ekki Moyes sem segir að hann hafi fallið á læknisskoðun, það er bara eitthvað sem fréttamenn hafa haldið fram en enginn hjá Everton eða FC Twente hafa staðfest. Svo sorry ég er ekki að kaupa þetta. Vonandi hef ég fangt fyrir mér og við krækjum í 1 eða 2 nýja menn á morgun en ég yrði mjög hissa ef það gerðist.

   • Elvar Örn skrifar:

    Auðvitað kemur ekki fram á official heimasíðu Everton að leikmaður annars liðs hafi fallið á læknisskoðun, það væri einstaklega ófagmannlegt.

    Í þessu viðtali Moyse á sky þá nefnir Moyse læknisskoðunina eins og ég tók fram.
    Orðrétt var setningin svona.

    „It’s just the circumstances didn’t work and it happens in these deals at times. It’s all part of the situation – the contract, the medical, everything about the thing has to be right before it can be completed.

    • Elvar Örn skrifar:

     Þetta á að vera Moyes en ekki Moyse, auto correction alveg á flippi.

    • Finnur skrifar:

     CEO Robert Elstone útskýrði þetta snyrtilega í viðtali: að „spurningar hefðu vaknað í læknisskoðun“ sem hefði gert það að verkum að „áhættan hafi verið of mikil fyrir Everton“. Ég held það sé ekki hægt að túlka það á annan hátt en að Leroy hafi fallið á læknisskoðun þó Robert hafi ekki viljað segja það berum orðum.
     http://www.evertonfc.com/evertontv/home/8239

     Vonandi þarf ekki að ræða það meira.