Dregið í 5. umferð FA bikarsins

Mynd: Everton FC.

Dregið var í 5. umferð FA bikarsins nú rétt áðan og Everton mætir Oldham á útivelli, sem gerðu sér lítið fyrir og skelltu litla bróður okkar í 4. umferð.

Man Utd v Reading
Man City v Leeds
Arsenal v Blackburn
Luton v Millwal
Oldham v Everton
MK Dons v Barnsley
Huddersfield/Leicester v Wigan
Middlesbrough v Brentford/Chelsea

Liðin í fimmtu umferðinni eru hér að neðan, raðað eftir sætisnúmeri í deild og stjörnumerkt ef liðið hefur enn ekki spilað leik sinn í 4. umferð.

— Úrvalsdeild —
01 Manchester United
02 Manchester City
03 Chelsea*
05 EVERTON
06 Arsenal
18 Reading
19 Wigan Athletic

— B deildin —
22 Leicester City*
26 Middlesbrough
29 Millwall
31 Leeds United
35 Blackburn Rovers
39 Huddersfield Town*
43 Barnsley

— C deildin —
47 Brentford*
52 Milton Keynes Dons
63 Oldham Athletic

— Utandeild —
98 Luton Town

11 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Ég minntist á það (á öðrum þræði) reyndar að ég væri mjög til í að sjá Everton mæta Oldham (með Jose Baxter, ungliðanum okkar fyrrverandi, og félögum innanborðs) á Goodison Park! 🙂

 2. Gunnþór skrifar:

  nr 1,2,3, og 4 er að fá heimaleik,væri gaman að fá gamla stórveldið luton town alltaf gaman þegar þessi lið fá stóru liðinn í bikarnum.

 3. Halli skrifar:

  Sammála Finni Oldham bara vegna þess við hverja þeir spila í þessari umferð

 4. AriS skrifar:

  Í þessum „töluðu“ orðumer Leeds yfir gegn Tottenham. Það væri ekki slæmt að fá Leeds og hefna ófaranna í hinum bikarnum. Annars sagði ég annars staðar að ekki væri slæmt að fá Oldham næstu umferð.

 5. Finnur skrifar:

  Mér gæti orðið að ósk minni, því Oldham menn unnu Liverpool áðan. Ekki góður dagur fyrir Úrvalsdeildarliðin, því Tottenham tapaði og Chelsea rétt slapp við tap og þarf endurtekinn leik.

 6. Finnur skrifar:

  Við fáum Oldham í 5. umferð. En á útivelli.

 7. Halli skrifar:

  Það er stutt að fara til Manchester til að spila við Oldham nú er bara að spila til sigurs í keppninni

 8. Orri skrifar:

  Oldham er sýnd veiði en ekki gefin.Ég hef einu sinni farið leik með þeim en það eru mörg ár síðan.En nú er ekkert annað stöðuni hjá okkur en að vinna þessa dollu.

 9. Gunnþór skrifar:

  Eigum að fara létt með Oldham,málið er að liverpool voru átakanlega lélegir á móti þeim og því fór sem fór.

 10. Halli skrifar:

  Það er talað um að leikmenn liverpool fái bara Old Ham í morgunmat þessa vikuna

 11. Finnur skrifar:

  Stjóri Oldham sagði upp í dag eftir að þeir töpuðu aftur í deild. Hann var að vonast eftir því að sigurinn á Liverpool myndi færa þeim aukinn kraft í deildina en það gerðist ekki.