Bolton – Everton 1-2 (4. umf. FA bikars)

Engin leikskýrsla þar sem leikurinn var ekki sýndur í beinni né á netinu.

Pienaar með fyrra markið en Bolton menn jöfnuðu. Johnny Heitinga svo með sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Eini gallinn að Mirallas meiddist í leiknum og var skipt út.

Hvað um það, Everton áfram í bikarnum.

Uppfært 27.1:

Uppstillingin í leiknum var Howard, Baines, Distin, Jagielka, Neville, Osman og Fellaini á miðjunni, Pienaar á vinstri, Mirallas á hægri, Anichebe og Jelavic frammi. Varamenn: Mucha, Heitinga, Oviedo, Naismith, Gueye, Vellios, Duffy.

Sýnist af umsögnum og viðtölum sem Everton hafi litið vel út í byrjun og verskuldað markið þó nokkur heppnisstimpill hafi verið á því — en  misstu Mirallas út af og við það hafi leikur Everton riðlaðist nokkuð. Moyes taldi þó ekki að meiðslin væru mjög alvarleg. Bolton fékk sitt fyrsta færi í leiknum á 27. mínútu og skoruðu úr því en hefðu getað komist yfir stuttu seinna en jafnt var þó í hálfleik. Moyes hefur lesið yfir sínum mönnum í hálfleik því seinni hálfleikurinn var mun betri. Bæði liðin hefðu getað skorað. Það var svo þrumuskot réttu undir lokin frá varamanninum Heitinga sem endaði með marki sem reyndist skilja liðin að á Reebok Stadium við leikslok. Endurtekinn leikur á Goodison Park hefði þó ekki verið ósanngjörn niðurstaða fyrir bæði lið þó Everton liðið hafi gert sig líklegra til að vinna. 500. leikur Moyesar við stjórnvölinn endaði því með sigri og Everton komið áfram í bikarnum á kostnað Bolton. Þess má svo geta að þetta var í fyrsta skipti síðan 1907 sem Everton vinnur FA bikarleik á heimavelli Bolton, sem fram að því var eini útisigur Everton á Bolton í keppninni.

2 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Hah! Markið sem Heitinga skoraði var planað!!
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/01/27/nev-luck-played-it-s-part

  2. Finnur skrifar:

    … og það var frekar flott líka, markið hans. Hægt er að sjá 7 mínútna yfirlit hér: http://www.evertonfc.com/evertontv/home/8226

    Frekar fyndið líka að sjá Anichebe nota Pienaar sem batta til að skora! 🙂