Uppfærsla fyrir mánudagsleikinn

Mynd: Everton FC.

Everton á ekki leik í Úrvalsdeildinni fyrr en á mánudag en rétt að taka aðeins stöðuna þar sem nokkuð er liðið frá síðustu uppfærslu.

Það er lítið að frétta af leikmannaglugganum en maður bjóst svo sem ekki við miklu. Mikið er búið að tala um að hinn og þessi sé á leiðinni inn eða út en svo virðist sem það séu allt saman slúðursögur, eins og við var að búast.

Það eru þó góðar fréttir úr herbúðum Everton manna hvað meiðsli varðar. Mirallas er nefnilega sagður orðinn góður af meiðslum sínum (og farinn að æfa) sem er mjög kærkomið því Everton hefur vantað þennan sprettharða og áræðna kantmann á hægri vængnum. Hann meiddist í leik gegn litla bróður þegar Suarez reyndi að fótbrjóta hann rétt fyrir hálfleik og hann náði ekki að spila seinni hálfleikinn í þeim leik. Hann var svo frá í mánuð eftir meiðsli í leik gegn Sunderland nokkrum dögum síðar (10. nóvember) og var ekki heill fyrr en fyrir leikinn gegn Tottenham 9. des en meiddist strax aftur og hefur nú missti af 11 leikjum á tímabilinu. Hann notaði tímann til að fljúga til Grikklands til að taka á móti verðlaunum sem sá útlendingur sem stóð upp úr í grísku deildinni tímabilið 2011/12 með Olympiakos (liðið Everton keypti hann frá). Hann hefur ekki spilað mjög marga leiki á tímabilinu með Everton en er sá leikmaður á sjúkraskránni sem maður sér einna mest eftir og mikilvægt að ná honum heilum. Hann er einn af mörgum þáttum þess að liðið hefur staðið sig betur á tímabilinu en oft áður, sem hefur skilað sér í stóraukinni miða- og ársmiða-sölu á tímabilinu. Mirallas er byrjaður að æfa aftur en spurningin er hvort hann spilar gegn Southampton eða hvort Moyes og félagar meti það svo að rétt sé að hvíla hann í smá tíma í viðbót.

En víkjum aðeins að öðrum mikilvægum Everton leikmanni. Executioner’s Bong tók Phil Neville fyrir í greiningu sinni á framlagi hans til leikja Everton og þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Margir eru á móti því að sjá Neville á miðjunni en þegar tölfræðin skoðuð sést að þegar Hitzlsperger kemur inn í stað Neville þá fær Everton á sig fleiri mörk, skorar færri og menn eins og Osman njóta sín ekki jafn vel þar sem Hitzlsperger er örvfættur (eins og Osman) og tekur yfirleitt stöðu Osman sem getur því ekki tengst Pienaar og Baines jafn vel á vinstri kantinum. Athyglisverð lesning að vanda. Mæli með henni.

Að lokum má geta þess að John Lundstram var valinn í U19 ára hóp Englendinga sem mæta Danmörku í vináttuleik í næsta mánuði.

7 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Veit einhver hvaða leikmenn Everton fara á Afríkumótið t.d. Pienaar og Anechepe? Vonandi fer Miralles að spila aftur. Hissa ef Everton kaupir engan eða leigir þá hafa eigendur engan metnað og Moyes gæti leitað á önnur mið. Everton á frekar létta leiki heima en mjög erfiða útileikir eftir svo það verður að taka til hendinni og opna budduna til að keppast við að ná 4 sætinu.

  2. Finnur skrifar:

    Pienaar er hættur að spila með landsliðinu og Anichebe er ekki að fara, svo ég viti. Gæti verið að hann hafi ekki náð í hópinn vegna meiðsla á tímabilinu, en man það hreinlega ekki.

    Moyes hefur gefið út að hann eigi síður von á að Everton kaupi leikmann/menn og að hann ætli að skoða lánamarkaðinn og leita eftir 1-2 mönnum, ef hægt er að finna menn sem passa inn í skipulagið, sem er alls ekki gefið. Vil frekar bíða eftir réttum manni en kaupa rangan.

    Ég sé annars ekki leikmannakaup í þessum glugga sem eitthvað sem ráði úrslitum um það hvort Moyes fer eða ekki. Leikmannasala, aftur á móti, gæti gert það.

    Svo er rétt að geta þess að allir leikir í Úrvalsdeildinni eru erfiðir. Næsti heimaleikur er gegn West Brom sem er alls ekki léttur leikur en heimaleikirnir sem eftir eru eru þó að mestu gegn liðum í neðri hlutanum (sem hjálpar ekki endilega). Útileikirnir sem eftir eru eru margir mjög erfiðir en á móti kemur að það hentar Everton betur að spila á móti liðum sem sækja á þá frekar en pakka í vörn.

  3. Gestur skrifar:

    er ekki alltaf erfitt að finna réttu mennina , hvort það er í jan-glugganum eða á sumrin. Það er pirrandi að ef rétti maðurinn er til sölu þá stendur á peningum. Nú er norski varnamaðurinn farinn til Southampton á ekki svo mikinn pening. Everton veitir nú ekki af fleiri mönnum til að sitja á bekknum.

  4. Finnur skrifar:

    > ekki svo mikinn pening

    Mér fannst reyndar 4m sæmilega hátt fyrir varnarmann úr norsku deildinni með enga reynslu af þeirri ensku. En hvað veit ég… 🙂

    Auk þess er miðvörður ekki endilega efst á listanum hjá mér. Höfum bæði Duffy og Heitinga (sem hefur sýnt að er mjög góður þegar hann fær lengri spretti með aðalliðinu en hann hefur fengið undanfarið).

    Skil annars ekki alveg sorgina við Forren. Moyes horfði á hann spila en það þýðir ekki endilega að hann hafi ætlað að bjóða í hann. Auk þess hafði litli bróðir Everton áhuga á honum sem þýðir væntanlega að hann sé ofmetinn.

  5. Ari G skrifar:

    Hvenær á Everton að spila við Bolton í bikaranum? Everton hafa spilað mjög vel í allan vetur eina sem helst hefur skort að okkar vantar 1 stk. Persie mann sem nýtir færin betur. Þurfum samt framtíðarmiðherja með Jakielka gott væri að fá Lescott á leigu til að redda hlutunum í vetur og hann getur líka spilað sem hægri bakvörður og skorar mikið. Sammála því að vanda valið með að kaupa rétta manninn alvöru markaskorara og miðherja sem getur spilað líka sem bakvörður.

  6. Finnur skrifar:

    Bolton er þann 26. — allir leikir Everton eru annars hér: http://everton.is/leikir.

  7. Finnur skrifar:

    Gestur: Það er jú alltaf erfitt að finna réttu mennina en ennþá erfiðara í janúar því samningar leikmanna renna yfirleitt út um sumartímann og því færri leikmenn á lausu og kannski (í janúar) hærra hlutfall leikmanna á sölu sem eru leikmenn sem lið vilja losna við og því ekki endilega leikmenn sem bæta Everton liðið.

    Ari G: Anichebe kom inn á landsliðsmál og Afríkukeppnina í viðtali sem birtist í dag á Everton TV.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/01/21/victor-hoping-for-nigeria-glory