„Ozzie for England!“

Mynd: Everton FC.

„Ozzie for England!“ heyrist oft á pöllunum á Goodison Park en það hefur verið langþráður draumur Osmans að vera valinn í landslið Englendinga. Þessi draumur er við það að verða að veruleika en hann var valinn í 23ja manna hóp Englendinga sem mætir Svíum á miðvikudag, ásamt fastamönnum á borð við Baines og Jagielka. Osman hefur leikið fyrir U21 árs lið Englendinga en aldrei verið kallaður upp í aðalliðið, þrátt fyrir að hafa oft staðið sig fantavel á miðjunni. Við óskum Osman til hamingju með viðurkenninguna. Það er greinilegt að þessi frasi svínvirkar. Næstur: „Hibbo for England!!“ 🙂

 

7 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Hann á þetta svo mikið skilið búinn að spila vel í frábæru liði Everton
  sem hefur spilað hvað mestan sóknarleik allra liða í deildinni.
  OZZIE for England

 2. Haraldur Anton skrifar:

  Frábærar fréttir smá gæsahúð þegar ég sá þetta. Nú er það Hibbo 🙂

 3. Ari skrifar:

  Geggjað, ég var að sjá þetta núna rétt áðan…

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Frábært fyrir hann. Hann á þetta fyllilega skilið og það þó fyrr hefði verið.

 5. Finnur skrifar:

  Moyes er sammála síðasta ræðumanni.
  http://www.mbl.is/sport/enski/2012/11/09/moyes_verdskuldad_hja_osman/ 🙂

  • Halli skrifar:

   Það er alltaf gott að hafa menn í sínu liði sem að maður veit að leggja sig 100% fram

 6. Baddi skrifar:

  Hann á þetta sannarlega skilið strákurinn, búinn að standa sig mjög vel.