Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
„Ozzie for England!“ - Everton.is

„Ozzie for England!“

Mynd: Everton FC.

„Ozzie for England!“ heyrist oft á pöllunum á Goodison Park en það hefur verið langþráður draumur Osmans að vera valinn í landslið Englendinga. Þessi draumur er við það að verða að veruleika en hann var valinn í 23ja manna hóp Englendinga sem mætir Svíum á miðvikudag, ásamt fastamönnum á borð við Baines og Jagielka. Osman hefur leikið fyrir U21 árs lið Englendinga en aldrei verið kallaður upp í aðalliðið, þrátt fyrir að hafa oft staðið sig fantavel á miðjunni. Við óskum Osman til hamingju með viðurkenninguna. Það er greinilegt að þessi frasi svínvirkar. Næstur: „Hibbo for England!!“ 🙂

 

7 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Hann á þetta svo mikið skilið búinn að spila vel í frábæru liði Everton
    sem hefur spilað hvað mestan sóknarleik allra liða í deildinni.
    OZZIE for England

  2. Haraldur Anton skrifar:

    Frábærar fréttir smá gæsahúð þegar ég sá þetta. Nú er það Hibbo 🙂

  3. Ari skrifar:

    Geggjað, ég var að sjá þetta núna rétt áðan…

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Frábært fyrir hann. Hann á þetta fyllilega skilið og það þó fyrr hefði verið.

  5. Finnur skrifar:

    Moyes er sammála síðasta ræðumanni.
    http://www.mbl.is/sport/enski/2012/11/09/moyes_verdskuldad_hja_osman/ 🙂

    • Halli skrifar:

      Það er alltaf gott að hafa menn í sínu liði sem að maður veit að leggja sig 100% fram

  6. Baddi skrifar:

    Hann á þetta sannarlega skilið strákurinn, búinn að standa sig mjög vel.