Mynd: Everton FC.
Everton mætir Wigan á útivelli á morgun kl. 14:00 en þessi lið hafa aðeins mætst 15 sinnum samtals frá upphafi. Everton hefur unnið 8 af þeim leikjum, Wigan tvo og 5 sinnum orðið jafntefli — markatalan 24-11, Everton í vil. Moyes hefur aldrei tapað fyrir Wigan liði undir stjórn Martinez en undanfarin tvö tímabil hefur hins vegar verið mjótt á munum í leikjum þessara liða á heimavelli Wigan og báðir leikirnir endað með 1-1 jafntefli, þó hefði mátt halda því fram að Everton hefði átt að vinna þá báða: Arteta klúðraði víti í fyrri leiknum og í seinni leiknum (í fyrra) átti Wigan aðeins eitt skot sem rataði á markið í öllum leiknum fyrir þeirra tilstuðlan en náðu jafntefli út á „freak accident“ sjálfsmarki Neville (þar sem snúningur olli því að boltinn breytti um stefnu og fór í netið). Wigan eru núna í 16. sæti í Úrvalsdeildinni en eina liðið sem þeir hafa unnið í 6 deildarleikjum er lið Southampton. Við aftur á móti, látum okkur sjá…
Hmmm, alls ekki slæmt eftir 6 umferðir og maður þreytist ekkert á að skoða þetta! 🙂 Moyes og Pienaar og fleiri hafa bent á að ekki er hægt að tala um góða byrjun fyrr en að 10 leikjum loknum og þá sjáum við hvert liðin stefna. Get alveg tekið undir það. Með hagstæðum úrslitum á morgun getur Everton þó jafnað stigafjölda Chelsea í efsta sæti (og fræðilega séð komist yfir þá) en Chelsea leikur á heimavelli við Norwich á morgun þannig að ekki er svo sem mikil von á því.
Hjá okkur eru Gibson, Hibbert og Naismith listaðir á sjúkraskrá en þeir tveir síðarnefndu voru sagðir eiga séns í leikinn. Ég á þó ekki von á að þeir kumpánar byrji leikinn þar sem Mirallas og Coleman virðast vera að gera hægri vænginn að sínum. Hjá Wigan er Alcaraz sagður meiddur en eiga séns. Executioner’s Bong greindi leikaðferð Wigan en þeir leika yfirleitt leikaðferðina 3-4-3 með þrjá miðverði inn á í einu.
Líkleg uppstilling er sú sama og lék síðasta leik: Howard, Baines, Jagielka, Heitinga, Coleman. Pienaar og Mirallas á köntunum. Osman og Neville á miðjunni. Fellaini fyrir aftan Jelavic frammi.
Biðin eftir næsta leik reynist alltaf erfiðari og erfiðari með hverjum leiknum sem líður enda hefur liðið okkar verið að spila flottan sóknarbolta og oft á tíðum yfirspilað andstæðingana og vaðið í færum. Ég las einhvers staðar að ekkert lið hafi fengið fleiri færi en Everton á tímabilinu né ætti fleiri skot í tréverkið, enda stendur Baines alltaf fyrir sínu í að skapa færin (eins og Georg benti á í kommentakerfinu í fyrradag) auk þess sem Pienaar er kominn með samtals 8 stoðsendingar á árinu en það er að sögn flestar stoðsendingar allra leikmanna í Úrvalsdeildinni (á því tímabili)!
Til stendur að horfa á leikinn á Ölveri. Endilega látið sjá ykkur kl. 14!
Í öðrum fréttum er það helst að Baines og Jagielka hafa verið kallaðir til liðs við landslið Englands sem mætir San Marino (heima 12. okt) og Póllandi (úti 16. okt). Einnig eru Fellaini og Mirallas að fara að mæta Serbíu og Wales með liði Belgíu.
1-1. Jelavic skorar fyrir Everton.
out
0-2 Mirallas og Jelavic, samt skorar Fellaini held ég svo hvað með 0-3 bjartsýni?
1-2 Jagielka og Fellaini
Jelavic með 3 leikurinn endar 0-3
Ég er sammála vini mínum Ara 0-3.
1-2 jelavic og fellaini
1-1 spái ég, held að Mirallas jafni í seinni. Sjáumst á Ölver