Annar Belgi á síðustu stundu

Nú rétt í þessu var Everton að staðfesta 6. og síðustu leikmannakaup sumarsins en þar fer leikmaður að nafni Vadis Odjidja-Ofoe. Hann er 23 ára Belgi sem titlaður hefur verið „næsti Fellaini“ enda stór og stæðilegur miðjumaður. Eitthvað fer þó minna fyrir hárinu á honum en það er greinilegt að belgískt súkkulaði (og bjór) mun flæða um Everton-borg á komandi timabili, enda hálft belgíska landsliðið komið á mála hjá Everton! Vadis er nefnilega einnig belgískur landsliðsmaður, líkt og Fellaini og Mirallas.

Vadis lék áður með Bruges og sagt er að hann sé á árs láni og Everton hafi kaupréttarklásúlu í samningnum að ári loknu en upphæðirnar voru ekki gefnar upp. FIFA þarf að staðfesta kaupin, sem búist er við að gerist í næstu viku. Velkominn í hópinn Vadis!

7 Athugasemdir

  1. Georg skrifar:

    Var einmitt að commenta undir hinn pistilinn frá þér með þessan leikmann. Glæsilegur gluggi hjá okkar mönnum!

  2. Elvar Örn skrifar:

    Hann kemur að láni með möguleika á að kaupa hann eftir 1 ár. Búinn að skrifa undir en beðið eftir samþykki frá FIFA þar sem pappírar bárust eftir á síðustu stundu.

    Er ekki bara bjart framundan hjá Everton?
    En Liverpool?

    http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/09/01/ofoe-deal-agreed

  3. Elvar Örn skrifar:

    Svo er þessi Odidja „annar Belgi“ að koma inn í þessum glugga ásamt Mirallas (sem ég held að verði stórbrotinn fyrir okkur) en fyrir er náttúrulega þriðji Belginn hann Fellaini og ég er sannfærður um að þessi kaup tryggi það enn frekar að hann verði áfram hjá Everton.

    Það er eitthvað stórbrotið í vændum hjá Everton (ég segi það enn og aftur), spurning hvort Gunnþór sé jafn bjartsýnn og ég??

  4. Finnur skrifar:

    Magnaður gluggi. Bjart framundan!

  5. Georg skrifar:

    Vincent Kompany: „Everton fans might not even know it but their club has done an incredible bit of business. Vadis Odjija is a top player, mark my words“.

    Ekki slæm orð frá Kompany um okkar nýja leikmann

  6. Finnur skrifar:

    Set þetta inn hérna líka (var að setja þetta á West Brom leikjaskýrsluna):

    Executioner’s Bong tók nýja manninn aðeins fyrir:
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2012/09/02/everton-scout-report-vadis-odidja-ofoe-analysis/

  7. Gunnþór skrifar:

    Elvar þú veist að það er ekki gott að vera með miklar væntingar,við getum vitnað í hitt liðið í liverpoolborg,en þetta lítur vel út hjá okkur ekki spurning,nú er bara að vona að leikmenn standi undir þessum væntingum sem aðdáendur eru búnir að byggja upp,það verður tíminn að leiða í ljós.