Vefsíða Everton.is (og opinn þráður)

Það hefur ekki gefist tóm til að kynna fyrir ykkur almennilega þessa nýju og glæsilegu vefsíðu Everton.is, sem Þórarinn Jóhannsson — gallharður Everton maður — hannaði fyrir okkur í frítíma sínum. Þórarinn gerði eiginlega gott betur og skipti út vefumsjónarkerfinu öllu í leiðinni, en gamla kerfið var bæði óþjált í meðförum, hægvirkt og farið að láta á sjá.

Nýja kerfið færir Everton síðuna okkar til nútímans og ég held við getum öll verið stolt af. Vefsíðan nýja fylgir í mörgu hönnuninni á gamla kerfinu, eins og það að efst er hægt að nálgast leikjalista Everton (https://everton.is/leikir) sem og úrslitin í leikjum tímabilsins (leiktímar yfirfærðir yfir á íslenskan tíma, að teknu tilliti til daylight saving). Einnig er í haus vefsins að finna ýmsan fróðleik um aðdáendaklúbbinn og sögu Everton félagsins.

Uppi í hægra horni má sjá lista yfir nýjustu kommentin frá ykkur lesendum sem og handhægan lista yfir 5 nýjustu fréttirnar (sjá mynd).

Aðeins neðar í hægri dálkinum (til hægri við þessa setningu) má sjá svokallað stikkorðaský en það er samansafn af stikkorðum sem fylgja fréttunum á síðunni, þar sem tíðni stikkorðs ræður leturstærð. Ef smellt er á stikkorð birtist listi af öllum fréttum á everton.is síðunni sem innihalda stikkorðið sem valið var. Til dæmis er hægt að sjá yfirlit yfir öll kaup Everton á tímabilinu. Eða skoða allar leikskýrslur, upphitunarfærslur fyrir leik (stikkorð: leikur) og allt það helsta um Chuck Hibbert-Norris, svo fátt eitt sé nefnt. Hvet ykkur til að prófa það og láta í ykkur heyra ef við gleymum að stikkorðs-merkja fréttir.

Hér að neðan má sjá kommentakerfi undir fréttinni en ekki þarf að stofna sérstaka notendur (eins og í gamla kerfinu) til að fá að leggja inn komment. Það eina sem þarf er að gefa upp nafn og tölvupóstfang (tölvupóstfangið verður ekki birt á síðunni) og þá er hægt að skrifa komment í reitinn fyrir neðan fréttina.

Hafa ber í huga (varðandi kommentakerfið) að ekki allir stuðningsmenn Everton hafa Fésbókar- eða Google+ reikning og því eiga komment sem þið leggið inn í kommentakerfið hér (á everton.is) að getað náð til mun fleiri stuðningsmanna en ef komment er sett á færsluna á Facebook/Google+. Endilega látið sem mest í ykkur heyra; þetta verður miklu skemmtilegra ef fólk les ekki bara heldur tekur virkan þátt í umræðunum hér á everton.is líka.

En látum þetta nægja af vefsíðunni í bili. Við hjá everton.is vonum bara að þið njótið nýja vefsins og fréttanna sem þar birtast. Vil einnig nota tækifærið og þakka Þórarni Jóhanns kærlega fyrir frábært starf í þágu everton.is vefsins á undanförnum árum. Hann á miklar þakkir skildar.

Orðið er annars laust í kommentakerfinu fyrir það sem ykkur liggur á hjarta. Everton hefur verið orðað við nokkra leikmenn undanfarið og svo er deildarbikarinn á miðvikudag. Er eitthvað sem þið viljið ræða?

14 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Everton hefur á dögunum verið orðað við þrjá sóknarmenn: Kevin Doyle hjá Úlfunum, Johnny Russell hjá Dundee United og svo náttúrulega þrálátur orðrómur um að Everton sé að fara að kaupa ungstirnið M’Baye Niang. Einhver sem ykkur líst betur á en annan? Ég get ekki sagt að ég viti neitt um þá (frekar en flesta aðra á markaðnum). 🙂

 2. Þórarinn skrifar:

  eins og vid thorsarar segjum : „deyja fyrir klubbinn“ 😀

  • Þórarinn skrifar:

   en verd ad segja ad thad er bolvadur „McFadden thefur“ af thessum Johnny Russel…

 3. Elvar Örn skrifar:

  Ég vil Niang svo við verðum teknískari og fjölbreyttari. Ekkert svakalega spenntur fyrir Kevin Doyle heldur, en er ekki að segja hann slakann leikmann.
  Já og frábær síða og frábær fréttamennska.

 4. Ari skrifar:

  Niang……ef þetta er kosning:)

 5. Finnur skrifar:

  Já, ég varð smá spenntur þegar ég heyrði af Niang. Klárlega leikmaður fyrir framtíðina. Var smá hissa þegar nefndar voru tölur upp á 5M punda, en svo var því síðar breytt í 2,3 ca. sem hljómar sennilegra. Hefði komið mér á óvart ef Moyes hefði lagt út 5M í 17 ára gutta, en hvað veit ég. 🙂

 6. Halli skrifar:

  Bresku pressunni leiðist heldur ekki að likna Owen á okkur nú segja þeir að hann verði kominn fyrir helgi

 7. Haraldur Anton skrifar:

  Áfram Þór og Everton 🙂

 8. Finnur skrifar:

  Sky Sports segir nú að Niang sé á leið til Milan.
  http://www1.skysports.com/football/news/11671/8027638/
  Mig grunaði að það myndi gerast þegar við sömdum við Mirallas — að Moyes væri með Niang sem backup ef Mirallas kaupin gengju ekki eftir. Ég hef reyndar sjálfur litla trú á að Moyes sé á höttunum eftir Owen, Russell eða Doyle, held það séu allt bara sögusagnir.

 9. Orri skrifar:

  Sé ekki betur en að Niang sé genginn okkur úr greipum.

 10. Ari skrifar:

  Var að lesa að AC Milan hefði boðið umboðsmanni Niang (sem er líka pabbi hans) góða summu. En það er enn bara AC Milan sem heldur því fram að hann sé á leið til þeirra. Ég er enn ekki búinn að gefast upp á guttanum franska.

  • Ari skrifar:

   Var of fljótur á mér, hann er víst farinn til AC Milan…djö….

 11. Haraldur Anton skrifar:

  Niang farinn til Milan. Moyes að nota peninginn í annað.

 12. Gunnþór skrifar:

  ekkert að eyiða meiri tíma í þennan dreng fá einhvern svaðalegan leikmann á betri aldri í staðinn.ÁFRAM EVERTON ÁFRAM ÞÓR