Tim Cahill seldur til NY Red Bulls

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í kvöld sölu á Tim Cahill til MLS liðsins New York Red Bulls. Tim lék 278 leiki fyrir Everton frá því hann var keyptur frá Millwall árið 2004 og skoraði 68 mörk fyrir Everton (sem er mark í u.þ.b. fjórða hverjum leik), mörg þeirra með skalla — þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu. Cahill er talinn vera ein bestu kaup Moyes frá upphafi en Moyes fann þennan gimstein hjá Millwall og borgaði aðeins 1.5M punda fyrir hann á sínum tíma, sem þótti lítið á þeim tíma (eins og nú). Það er mjög mikil eftirsjá af honum enda hefur hann verið ákveðinn holdgervingur baráttuandans í Everton liðinu í gegnum árin og hefur verið mjög vinsæll meðal stuðningsmanna, jafnvel þó hann hafi farið í gegnum ákveðið þurrkatímabil á síðustu önn með Everton hvað mörk varðar. Hann er svo sannarlega búinn að vera í uppáhaldi hjá mér og mínum vinum um nokkurn tíma enda efaðist enginn um hliðhollustu hans gagnvart félaginu. Við þökkum Tim kærlega fyrir mjög góðar minningar og óskum honum velfarnaðar með New York liðinu í framtíðinni. Kaupverðið var ekki gefið upp en er talið vera líklega um milljón punda, eða rétt undir því verði sem greitt var fyrir hann á sínum tíma.

19 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    „Corner flag celebrations coming soon to a theater near you, NYRB fans“. 🙂

  2. Gunnþór skrifar:

    mikil eftirsjá í þessum magnaða leikmanni spurning hvort hann hafi verið kominn á ákveðin endapungt hjá everton.

  3. Finnur skrifar:

    Það var það, vissulega — en samt mikil eftirsjá í honum. Held að Sunderland aðdáendur andi _sérstaklega_ léttar núna. 🙂

  4. Finnur skrifar:

    Skemmtilegt yfirlit yfir nokkur af minnistæðari mörkunum frá meistara Cahill. https://www.youtube.com/watch?v=uDhn5vlmHI4

  5. Finnur skrifar:

    Að ekki sé minnst á…
    https://www.youtube.com/watch?v=GAfAplM9zDQ

  6. Elvar Örn skrifar:

    Gríðarlega mikil eftirsjá af Mr. Everton. Það finnst varla meiri Everton maður jafvnel að Duncan Ferguson meðtöldum. Cahill hefur verið minn uppáhaldsleikmaður lengi og nú þarf maður að finna nýjan uppáhalds. Verður það Jelavic, Fallaini eða Barkley (sem ég hef ofurtrú á)? Nú langar mig að fá Donovan til liðs við okkur, þá væri ég sáttur (Pienaar dæmið er svo til frágengið).

  7. Elvar Örn skrifar:

    Tja, hver veit:
    http://bleacherreport.com/articles/1269949-la-galaxy-is-the-club-close-to-losing-two-of-its-best-players?
    Kannski þetta sé bara að gerast áður en langt um líður.

  8. Finnur skrifar:

    Já, það væri magnað að fá Donovan líka.

  9. Elvar Örn skrifar:

    Ég var að fá póst frá Everton FC í dag (vegna áskriftar á Everton TV) að Everton hefði dregið sig úr keppninni um helgina (Java cup í Indónesíu) sem og Galatasaray. Everton verður í UK við æfingar þess í staðinn. Sorglegt ef Everton nær ekki amk einum æfingaleik í stað þessara leikja. Einnig leiðinlegt að það verði aðeins sýndir 4 pre-season leikir að þessu sinni í beinni. Mér finnst að Everton þurfi að leggja meira á sig að taka þátt í stærri undirbúningsleikjum til að koma betur undirbúnir til leiks í byrjun leiktíðar.

  10. Elvar Örn skrifar:

    Var einnig að lesa að Heitinga eigi bara 12 mánuði eftir á samningi (er það rétt?) og að Fenerbache séu búnir að bjóða 5 millur í hann. Hva, ætlum við bara að selja og selja og sleppa æfingaleikjum í sumar, hvaða rugl er í gangi?

  11. Elvar Örn skrifar:

    Já og svona að lokum skv. Sky miðlinum þá hefur hlaupið snuðra á þráðinn í samningum Everton og Tottenham um kaup á Pienaar og QPR og Sunderland séu að bjóða nú í kappann. Eru bara slæmar fréttir í dag?

  12. Finnur skrifar:

    Rólegur Elvar, ekki láta fréttamiðlana drepa móralinn. 🙂 Sjáum hvað setur á morgun.

    Veit ekki með Heitinga. Sé hann ekki fara, hvað þá til Fenerbache.

    Varðandi Java Cup þá er ég viss um að það „kemur leikur í leiks stað“. Það getur verið að svona löng ferðalög séu góð „bissnesslega“ séð, en ég held það sé ekkert verra að vera nær heimahögunum, kannski taka meginland Evrópu í staðinn?

    Datt inn á grein frá Executioner’s Bong en þeir sjá 5 jákvæða hluti í brottför Tim Cahill…
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2012/07/24/5-positives-from-tim-cahills-departure/

  13. Elvar Örn skrifar:

    Það sorglega er að það eru nú liðnir tveir dagar og ekkert hefur breyst svo spurning hvort maður sé frekar raunsær heldur en svarsýnn?

  14. Finnur skrifar:

    Það verður bara að koma í ljós. Þar sem nú er búið að semja við Fenerbache um verð (að sögn) er líklega verið að ganga á eftir þeim með að mæta loksins í bankann til að millifæra. Þeir eiga örugglega eftir að þykjast hafa gleymt skilríkjunum heima og síðan halda fram að þeir hafi óvart lagt upphæðina inn á bundinn reikning til þriggja ára. Held að þetta eigi eftir að vera farsi í svolítinn tíma í viðbót… 🙂

  15. Finnur skrifar:

    Svo sagðist Cahill vera spenntur fyrir því að koma aftur til Everton, sem lánsmaður milli tímabila hjá NY Red Bulls… (ef allt gengur upp).
    http://www1.skysports.com/football/news/11671/7952090/

  16. Elvar Örn skrifar:

    Það hljómar nú mjög vel finnst mér.

  17. Finnur skrifar:

    Cahill er strax farinn að láta til sín taka hjá NYRB:
    http://mbl.is/sport/fotbolti/2012/08/11/cahill_byrjar_vel_med_new_york/

  18. Finnur skrifar:

    Til gamans má geta þess að hægt er að sjá highlights úr leiknum hér:
    http://www.newyorkredbulls.com/blog/post/2012/08/10/match-highlights-ny-2-hou-0
    Cahill átti stóran þátt í báðum mörkunum og var næstum búinn að skora sjálfur allavega tvisvar.