Motherwell – Everton 1-1

Það var lífleg byrjun á vináttuleiknum hjá Everton gegn Motherwell á heimavelli þeirrra síðarnefndu. Leikurinn reyndist mun fjörugri en leikurinn við Dundee og hefðu þó nokkur mörk geta litið dagsins ljós.

Uppstillingin: Tim Howard, Phil Neville (hægri bakvörður), Tony Hibbert (vinstri), Sylvain Distin og Shane Duffy miðverðir. Osman á vinstri kanti, Coleman á hægri. Cahill og Fellaini á miðjunni. Apostolos Vellios og Victor Anichebe frammi.

Hjá Motherwell var James McFadden, fyrrum leikmaður okkar, á bekknum. Stuart McCall, einnig fyrrum leikmaður Everton, er stjóri Motherwell. Leikurinn var testimonial leikur fyrir Stevie Hammell, sem leikur fyrir Motherwell.

Coleman skapaði usla á fyrstu mínútunum og Anichebe átti skot.

7 mín: Pressa frá Motherwell, sending fyrir markið en Howard greip boltann.

9 mín: Motherwell sóknarmennirnir létu boltann ganga vel fyrir utan teig og einn þeirra skaut síðan fyrir utan teig en auðveldlega varið.

11 mín: Flott sókn hjá Everton upp hægri kantinn, Vellios gaf fyrir á Fellaini af hægri kanti en Fellaini náði ekki skoti. Hætta við mark Motherwell en Fellaini sendi á Coleman sem sendi til vinstri á Anichebe sem skaut framhjá.

12 mín: Motherwell svaraði strax og fengu besta færi leiksins (þangað til) en sóknarmaður Motherwell skaut frá miðju vítateigs og boltinn yfir. Mínútu seinna áttu þeir aftur skot á markið en Howard varði.

19 mín: Flott sókn hjá Motherwell upp vinstri kantinn. Föst sending fyrir markið frá vinstri en Howard varði með andlitinu. Stuttu síðar fengu Motherwell horn en ekkert kom úr því.

22 mín: Pressa frá Everton, leikið manna á milli fyrir utan vítateig. Seamus sendi svo hættulega sendingu fyrir markið af hægri kanti beint á Vellios sem átti skot sem fór í varnarmann Motherwell. Hefði verið gaman að sjá hvar sá bolti hefði endað.

25 mín: Sóknarmaður Motherwell komst framhjá Distin eftir flott samspil en Distin bjargaði vel þegar skotið kom og náði að koma fæti fyrir. Horn sem ekkert varð úr hjá Motherwell.

28 mín: McFadden að hita upp fyrir Motherwell.

30 mín: Flott skot frá Cahill, rétt utan við teig vinstra megin en hann skaut niðri hægra megin. Markvörðurinn þurfti að hafa sig allan við að verja í horn. Cahill átti skalla upp úr horninu en yfir markið.

31 mín: Skot af mjög löngu færi frá Fellaini en framhjá hægra megin niðri. Jelavic og Junior að teygja í rólegheitum fyrir utan völlinn.

32 mín: Flott samspil hjá Anichebe og Cahill, Cahill komst á sprettinn upp vinstri kant. Vann horn. Upp úr horninu berst boltinn á Anichebe sem sendir fyrir þar sem Shane Duffy stekkur manna hæst og skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Everton. Anichebe með flottan bolta af vinstri kanti fyrir markið, beint á hausinn á Duffy sem skallar í stöng og inn. 0-1 Everton.

35 mín: Fellaini sendi Hibbo á sprettinn upp vinstri kantinn en Hibbo rangstæður. Man ekki hvenær það gerðist síðast. 🙂

36 mín: Innkast uppi við hægri kantinn framarlega. Coleman tók það, sendi á Fellaini sem átti flotta sendingu til baka. Þrumuskot frá Coleman á fjærstöngina vinstra megin en í varnarmann Motherwell. Horn. Upp úr því barst boltinn til Coleman utan við teig hægra megin sem átti þrumuskot langt utan af velli sem markvörður Motherwell varði. Naismith að hita upp.

39 mín: Aukaspyrna langt utan við teig fyrir miðju (örlítið til hægri). Anichebe reyndi að taka Beckham á þetta en hátt yfir.

40 mín: Pressa hjá Everton en vörn Motherwell þétt fyrir. Anichebe komst upp í vítateig vinstra megin eftir flotta sendingu Fellaini en enginn náði fyrirgjöfinni.

41 mín: Fellaini og Anichebe náðu vel saman í sendingum og Fellaini var næstum búinn að koma Hibbo í gegnum vörnina. „Hvaðan kom hann!?“ spurði þulurinn. 🙂

42 mín: Skot frá sóknarmanni Motherwell en yfir markið. Lítil hætta.

43 mín: Skot frá Motherwell. Distin náði að koma fæti fyrir skotið. Þessi maður er alls staðar! Síðan skot á mark Everton en framhjá vinstra megin.

45 mín: Hálfleikur.

Leikur hafinn aftur. Gibson, Jelavic, Junior og Rodwell inn á fyrir Cahill, Osman, Vellios og Anichebe.

46 mín: Flott sókn hjá Everton. Coleman átti þrumuskot á markið en varið. Gibson hafði þá rétt á undan komið Rodwell upp kantinn vinstra megin með langri og fallegri sendingu fyrir aftan miðju þvert yfir völlinn. Hann hefur gott auga fyrir þessu, hann Gibson.

49 mín: Horn hjá Motherwell en Distin, enn og aftur, náði að blokkera skotið. Stuttu síðar náði sóknarmaður Motherwell skoti við teiglínu fyrir miðju en Howard varði vel.

52 mín: Jelavic náði að koma Fellaini í færi upp við mark en varið.

54 mín: Motherwell náðu að jafna með þrumuskoti utan af teig. Sóknarmaður þeirra smellhitti boltann sem endaði upp í hægra horni hjá Howard. Staðan 1-1.

56 mín: Skot í stöng hjá Motherwell. Sendingin af hægri kanti og Higdon skaut í utanverða stöngina. Útspark.

57 mín: Jelavic með varnarmann á hælunum kominn einn á móti markverði en skotið arfaslakt. Alls ekki líkt Jelavic.

59 mín: Fellaini sendir Junior einn inn fyrir vörnina með flottri sendingu. Junior gaf fyrir á Rodwell, dauðafæri, en Rodwell skaut beint í varnarmanninn á línunni. Hefði átt að gera betur þar, markvörðurinn nokkuð undan.

62 mín: McFadden inn á fyrir Motherwell og var vel fagnað. Fellaini sendi á Coleman upp hægri kantinn sem átti flotta fyrirgjöf en vantaði einhvern á endann á þeirri sendingu.

66 mín: Horn hjá Motherwell en ekkert varð úr því.

68 mín. Skot frá Gibson langt utan af velli en hátt yfir. Heitinga kom inn á fyrir Distin, Naismith inn á fyrir Fellaini. Púað á Naismith, Skotarnir ekki sáttir við hann.

70 mín: Horn frá Motherwell en aftur varð ekkert úr því.

73 mín: Flott skot frá Motherwell rétt framhjá vinstra megin niðri.

75 mín: Naismith sendi Coleman inn fyrir hægra megin en sóknin rann út í sandinn í kjölfarið. Junior átti svo skot utan teigs en hátt yfir.

77 mín: Coleman sendi á Naismith inni í vítateig og hann var óvaldaður og nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir Everton en vel varið. Boltinn barst til Coleman sem reyndi að leika á varnarmenn Motherwell en þeir voru of margir í kringum hann.

80 mín: Naismith næstum búinn að koma Jelavic í færi en boltinn aðeins of langur fyrir Jelavic og markvörðurinn náði honum.

85 mín: Skot frá Motherwell úr aukaspyrnu, stefnir í hægra hornið en Howard varði vel. Stuttu síðar átti sóknarmaður Motherwell skalla (eftir að Neville náði ekki að hreinsa) en skallinn fór rétt framhjá hægra megin.

86 mín: Rodwell tók við boltanum fyrir utan vítateig og sótti að marki vinstra megin. Skotið hitti ekki markið.

87 mín: Jelavic kominn einn inn fyrir en dæmdur rangstæður.

89 mín: Slök sending frá Junior á Hibbert leiddi til skyndisóknar hjá Motherwell en Howard varði skotið. Fjörugar lokamínútur.

90 mín: Motherwell átti síðasta færið í leiknum en Howard varði. Niðurstaðan: 1-1.

Gaman að sjá Coleman aftur sprækan og Naismith kom skemmtilega á óvart í þær mínútur sem hann fékk. Junior var svolítið mistækur í leiknum og dalaði svolítið frá leiknum við Dundee. Vörnin komst vel frá sínu, Hibbert oft líflegur frammi. Osman góður og Cahill fínn. Fellaini náði oft góðu samspili við nálæga menn, til dæmis Anichebe. Jelavic fannst mér bitlaus í leiknum. Vellios líflegur framan af. Howard átti nokkrar góðar markvörslur í leiknum. Everton var betra liðið í fyrri hálfleik en leikurinn riðlaðist nokkuð við skiptingarnar fjórar og Motherwell betri aðilinn í seinni hálfleik. 1-1 voru svo sem sanngjörn úrslit og leikurinn góð æfing fyrir alla.

3 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    frábær umföllun,flott síða í alla staði klúbbnum til mikils sóma.frábært framtak ÁFRAM EVERTON.

  2. Finnur skrifar:

    Takk fyrir það. 🙂

  3. Elvar Örn skrifar:

    Sammála Gunnþóri, þetta er alveg mögnuð síða og flottur fréttaflutningur.