Baxter laus allra mála hjá Everton

Mynd: Everton FC.

Jose Baxter, sem eitt sinn var talinn „næsti Rooney“ er nú laus allra mála hjá Everton. Baxter náði einungis 7 leikjum með aðaliði klúbbsins auk þess að fara sem lánsmaður til Tranmere. Baxter hefur klárlega hæfileika enda var hann ansi liðtækur í markaskorun með unglingaliðum og varaliðum Everton en náði sér aldrei á strik. Baxter hefur verið hálfgerður vandræðagemsi og var þar á meðal handtekin 2009 fyrir vörslu kannabisefna og grun um að hafa undir höndum falsaða peninga.

Sögusagnir herma að hann sé að ganga til liðs við Crystal Palace, en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

6 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Þar sem ekkert spjallsvæði er komið hingað, þá set ég þetta hér.
    Gaman að sjá neðangreinda grein, hmmmm.

    http://www.footballfancast.com/2012/07/football-blogs/the-top-ten-candidates-for-this-seasons-golden-boot/attachment/nikica-jelavic_2164437c

    Langt síðan maður hefur séð þetta í spám.

  2. Tóti skrifar:

    síðan er líka gott að nota bara facebook fyrir spjallið, en mér sýnist þú hafa nú þegar gert það 😉

  3. Finnur skrifar:

    Ég kann eiginlega betur vid thá hugmynd ad hafa ‘opna thraedi’, setja kannski inn faerslu med smá frétt eda smá hugleidingum (eda sleppa thví alveg) og segja ad ordid sé laust í kommentakerfinu og fólk megi spjalla um thad sem thad vill.

    Ég er ekkert svakalega hrifinn af thví ad nota Facebook sem spjallsvaedi thví thad er lokad kerfi og ekki allir sem eru med (né vilja) Facebook reikning og missa thví af umraedunum.

  4. Finnur skrifar:

    Setti inn færslu með opnum þræði. Elvar, endilega settu inn linkinn sem hér að ofan þar inn. http://everton.is/?p=1379

  5. Finnur skrifar:

    Baxter er enn að leita sér að félagi, greyið kallinn. Tranmere ætlaði að bjóða honum samning en þegar til kom þá blokkeraði stjórn Tranmere samninginn, ef ég skil þetta rétt. Þeir hjá Crystal Palace virðast svo ekki hafa boðið honum samning eftir trial-ið…
    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/19522021?

    Baxter er ágætis dæmi um það að lítið verður stundum úr leikmönnum þegar þeir komast á aldur þó þeir hafi verið bráðefnilegir með unglingaliðunum.

    Alan Stubbs reddaði annars Baxter trial hjá Oldham. Sjáum hvað setur.

  6. Finnur skrifar:

    Baxter kominn á samning hjá Oldham.
    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/19602191