Sunderland – Everton 3-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Robles, Baines, Funes Mori, Pennington, Stones, Barry, McCarthy, Cleverley, Barkley, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Howard, Oviedo, Besic, Gibson, Osman, Lennon, Niasse.

Fínt tempó í leiknum frá byrjun, Everton mun meira með boltann (allt að 70%) en greddan mun meiri í leikmönnum Sunderland. Ekki mikið um færi í fyrri hálfleik en eina færi Everton í fyrri hálfleik kom á 9. mínútu þegar Baines sendi fyrir af vinstri kanti og Pennington átti flottan skalla sem var ekki langt frá því að hitta á markið.

Ekki mikið um færi hinum megin fyrsta hálftímann eða svo en Sunderland áttu þó skot á 24. mínútu, að því er virtist upp úr engu, sem fór rétt framhjá stöng.

En svo skoruðu Sunderland á 39. mínútu. Fengu aukaspyrnu nokkuð utan teigs sem Jamie Carragher vildi reyndar meina að hefði ekki átt að vera aukaspyrna því Funes Mori fór í boltann fyrst. En Aarnholt hjá Sunderland tók skot á mark beint úr aukaspyrnunni og Robles var í einhverju rugli á línunni. Hreyfði sig til vinstri á rangri stundu og var eins og hann treysti ekki veggnum. Fékk boltann þeim megin marks sem hann var að fjarlægjast. Óskaplega dapurlegt mark. 1-0 Sunderland.

Sunderland menn gengu á lagið og voru mun hættulegri eftir markið. Defoe átti flottan skalla á mark á 41. mínútu en varið en Robles kom svo engum vörnum við örfáum augnablikum síðar. Baines skallaði þá bolta út úr teig og leikmaður Sunderland skallaði beint inn í teig aftur sem skapaði dauðafæri alveg upp við mark fyrir Kone hjá Sunderland og hann þrumaði inn í fyrstu snertingu. Staðan 2-0 og þannig var það í hálfleik og satt best að segja ekki mikið líf í leikmönnum Everton í fyrri hálfleik.

Lennon kom inn fyrir Barkley í hálfleik en leikur Everton batnaði ekki mikið við það, þó fleiri færi litu reyndar dagsins ljós Everton megin — enda varla annað hægt.

Sunderland byrjuðu þó leikinn af krafti og strax í upphafi bjargaði Pennington á línu með því að sparka boltanum í horn rétt áður en hann lak yfir línuna eftir að Defoe (held ég) náði að vippa yfir Robles. En úr horninu skoruðu Sunderland menn og aftur átti Robles þátt í því marki þegar hann sló boltann niður og til hægri og aftan hælana á McCarthy. Boltinn barst þaðan aftur beint fyrir framan markið og Kone skoraði sitt annað mark í leiknum. 3-0 Sunderland.

Everton liðið lítið að ógna marki fyrir utan aukaspyrnur og horn, sem um langan tíma virtist vera eini möguleikinn fyrir þá að skora. Mori átti flottan skalla eftir aukaspyrnu, sem var varinn í horn og Barry átti skalla eftir annað horn sem Mannone varði glæsilega. Cleverley fór svo út af fyrir Osman á 84. mínútu.

Það lifnaði smá yfir leik Everton undir lokin, fyrst þegar Mirallas átti tvö færi. Annað skot sem var blokkerað, hitt varið í horn. Lukaku átti svo skot í slá úr dauðafæri upp við mark og út aftur. Ekki okkar dagur. Mirallas vippaði glæsilega yfir Mannone í úthlaupi á lokamínútunum en boltinn rétt framhjá stöng. Óheppinn þar en Everton hefði getað leikið í þrjá daga í viðbót með þessu áframhaldi og ekki skorað mark. Dapurlegt 3-0 tap staðreynd.

Sunderland þar með búnir að tryggja veru sína í Úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabili og sendu Norwich og erkifjendur sína í Newcastle niður í Championship deildina með þessum sigri.

Einkunnir Sky Sports: Robles (5), Baines (6), Funes Mori (5), Stones (5), Pennington (6), McCarthy (6), Barry (6), Mirallas (5), Barkley (5), Cleverley (7), Lukaku (5). Varamenn: Lennon (5), Osman (5).

18 Athugasemdir

 1. Gestur skrifar:

  Vona að Everton tapi stórt til að það sé öruggt að Martinez fari

  • Diddi skrifar:

   held að þetta sé það jafna lélegasta komment sem ég hef lesið á þessari síðu 🙁

 2. Gestur skrifar:

  Þau þurfa ekki öll að vera góð , ég held að Martinez sé að takast það

 3. Gunnþór skrifar:

  Veit einhver um gamla góða everton liðið sem var til.

 4. Gestur skrifar:

  Hver vill hafa þetta svona næsta tímabil?

 5. Gunnþór skrifar:

  Þeir eru þónokkrir.

 6. matti skrifar:

  Eru þið að sja þetta? Maður er farinn að hlægja af þessu pliis farðu heim til spanar þu ert að skemma everton fyrsta skipti siðan eg byrjaði að halda með að eg skammast min fyrir everton!!! Sagði við krakkan að halda með oðru liði aður enn það verður um seinann ojjjjj hvað þeir eru ogeðslega leleigir

 7. matti skrifar:

  4 sigrar siðan um aramot. Er virkilega til martinez fan ennþa

 8. Diddi skrifar:

  ég var í Portúgal um daginn í golfi og labbaði niður á æfingasvæðið íklæddur Evertonbol og með Evertonhúfu á höfðinu. Tjalli sem var þar sagði við mig að þetta væri nú ekki rétta húfan til að bera akkúrat núna og ég gat ekki borið á móti því, svo spurði hann: „hvað gerðuð þið við Barkley?? er hann óléttur ????“

 9. Gunnþór skrifar:

  Diddi en og aftur þetta er stjórinn fyrst og fremst, osman koma og bjarga málunum, hvort á maður að hlæja eða gráta?

  • matti skrifar:

   Nkl gunnþor eg hlo og feldi sma tar og fullvissaði mig i hundraðasta skipti að martinez er mjog.lelegur.stjori

 10. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég held að þegar stuðningsmenn Newcastle og Norwich áttuðu sig á því að Sunderland ætti að spila við Everton í leik sem gæti ráðið úrslitum í fallbaráttunni þá hafi þeir áttað sig á því að þetta væri búið spil.
  Everton var aldrei að fara að gera neitt annað í kvöld en að tapa.

 11. Ari G skrifar:

  Heppinn var ég missti af leiknum. Héld að Martinez hætti sjálfur til að bjarga andlitinu sínu. Núna er nóg komið vonandi bjargar nýji eigandinn þessu og byggi upp nýtt Evertonlið með kannski svona 10 af núverandi leikmönnum og hinir hætti eða verði seldir mín skoðun.

 12. Finnur skrifar:

  Frank de Boer var að segja starfi sínu lausu hjá Ajax…
  http://m.bbc.com/sport/football/36273607

  Just throwing it out there… 🙂

 13. Georg skrifar:

  Ég held að allir séu sammála um það að það séu komnir tímar á breytingar hjá liðinu. Þvílíkt og annaðeins andleysi hjá liðinu í gær, liðið er algjörlega búið að missa allt sjáflstraust og er að klikka oft á einföldum sendingum.

  Mitt mat er að Joel er enganvegin sá maður sem er að fara vera í markinu á næstu leiktíð. Við þurfum alvöru markmann, hann er ennþá í mínum augum bara varmarkmaður.

  Það þarf að gera eitthvað í varnarleiknum. Það er alveg ótrúlega einfalt að brjóta liðið niður. Held að við þurfum að fjárfesta í alvöru miðverði. Svo þurfum við klárlega annan hægri bakvörð, það hefur margsannast að þegar Coleman er meiddur þá erum við alltaf vængbrotinir í þeirri stöðu. Mér fannst reyndar Pennington í gær vera okkar besti leikmaður og hefur komið best út af þeim sem hafa leyst þessa stöðu af síðustu vikurnar.

  Við þurfum að frjárfesta í öðrum miðjumanni, Barry er að detta á aldur og þurfum við annan þar. Svo væri ég til í að sjá hreinræktaðan vinstri kantmann. Martínez elskar að spila Cleverley á vinstri kanti sem mér finnst í raun fáranlegt, þar sem hann spilar aldrei eins og kantmaður, frekar hefði Martínez átt að spila kantmönnunum okkar þar (Mirallas Lennon eða Deulofeu).

  Svo er stórt spurningarmerki með hvort að Niasse sé sá leikmaður sem er að fara halda samkeppni við Lukaku þarna frammi. Ef við ætlum okkur stóra hluti þá þurfum við að hafa fleiri farmherja. Kaupa annan gæða sóknarmann til að berjast við Lukaku og svo erum við með Niasse sem væri þá líka að berjast um stöðuna. Hjá stórliðum þá ertu með fleiri en 1-2 framherja.

  Svo þarf að rýma vel til í sumar: Howard er að fara, Hibbert er held ég búinn, Gibson líklega líka, McGeady, Kone, Osman, Pienaar. Þetta eru allt leikmenn sem ég tel að þurfi að víkja. Svo munu eflaust einhverjir af yngri leikmönnum líka fara.

 14. Eiríkur skrifar:

  Tek undir með andleysi og áhugaleysi leikmanna. Hvaða leikmenn sem eru í og við landsliðshópa sinna landa og eru að fara á EM í sumar hafa verið að spila vel undanfarnar vikur?
  Get ekki séð að við séum að fara að halda Lukaku, Barkley og Stones fara væntanlega líka.
  Hvers vegna ættu þessir leikmenn að vera áfram hjá Everton?
  Ef að það hefði ekki komið þessi nýji eigandi inn í félagið þá væri maður verulega svartsýnn á næsta tímabil, enn maður vonar að eitthvað gerist. Svo má benda á að Moyes er á lausu 🙂

 15. Ingvar Bæringsson skrifar:

  http://www.skysports.com/football/news/11671/10279064/roberto-martinez-sacked-by-everton-sky-sources
  Þetta segir Sky en ég ætla að bíða með að fagna þangað til að klúbburinn staðfestir þetta.

  Í rauninni er það skammarlegt hvernig stjórn Everton hefur komið fram við bæði stuðningsmenn félagsins og Martinez. Þetta er eitthvað sem hefði átt að gerast í desember eða janúar, reyndar miklu fyrr að mínu mati.

 16. Finnur skrifar:

  Jamm, komið hér:
  http://everton.is/2016/05/12/martinez-rekinn/
  Klúbburinn ekki staðfest þetta enn (þegar þetta er skrifað) en þetta er smám saman að birtast á helstu fjölmiðlunum núna.

%d bloggers like this: