Martinez rekinn

Mynd: Everton FC.

Roberto Martinez var í dag rekinn úr stöðu sinni sem stjóri Everton. Enn er þó beðið staðfestingar frá klúbbnum (Uppfært 15:29: Staðfestingin komin) en þar sem þetta er komið á helstu fréttamiðla verður að teljast yfirgnæfandi líkur á að þetta sé rétt.

Liverpool Echo greindi frá því að til stæði að reka Martinez eftir fund stjórnenda klúbbsins í morgun og BBC sömuleiðis (sjá hér) en Sky Sports (sjá hér) gengu skrefinu lengra og sögðu að það væri búið. BBC fylgdu svo í kjölfarið með staðfestingu (sjá hér).

Liverpool Echo hefur verið með umfjöllun um málið hér og birtu einnig lista yfir líklegustu arftakana. Toffeeweb segja að David Unsworth muni stjórna liðinu í síðasta leiknum.

Klúbburinn hefur, eins og minnst var á hér að ofan ekki staðfest þetta enn sem komið er en við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað.

25 Athugasemdir

  1. Steini skrifar:

    Synd. Takk fyrir allar minningarnar ?

    • Diddi skrifar:

      Steini, ef þú kemur hingað inn einhverntíman á næstunni (á ekki von á því) þá langar mig bara að segja þér hve hrikalega leitt mér þótti að þið skylduð tapa í kvöld 🙂 Hélt meira að segja að þegar Joe Allen kom inná, myndi leikurinn snúast ykkur í hag 🙂 ha, ha, ha, ha

  2. albert gunnlaugsson skrifar:

    Alltaf spurning hverju er um að kenna, en einhver verður að taka skellinn! Sé að leikmenn sem voru mjög góðir fyrir 3 árum eru ekkert sérstakir lengur!

  3. Gunni Gunn skrifar:

    Var farinn að óttast óeirðir á leiknum á sun en það verður þá allavega jákvæð stemmning núna og kjellinn að fara á leikinn:)

    • Finnur skrifar:

      Það verður örugglega mjög sérstök stemming á leiknum, meira en venjulega líklega. Við óttuðumst líka einhver þungbrýnda mótmælendur þegar við fórum á Bournemouth leikinn, enda var búið að auglýsa að stæði til að mótmæla. En við urðum svo ekki varir við neitt enda studdu allir áhorfendur liðið fram yfir leik og mótmælin voru bara á pöllunum eftir leik (fólk stóð eftir með mótmælaspjöldin). Við vorum löngu farnir þá þannig að við tókum ekki neitt eftir neinu. Sáum þetta bara í fréttamiðlunum eftir á. 🙂

  4. Gestur skrifar:

    Grill, bjór og júrúvisjon í kvöld. Nú liggur allt uppá við og bjartir tímar framundan hjá Everton.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Besti dagur tímabilsins!!

  6. þorri skrifar:

    Vonandi finnum við rétta stjórann. ég er mjög ánægður með að það skuli vera búið að rekann. ég held að séu bjartir tímar framundan.Ein tóm hamingja

  7. Elvar Örn skrifar:

    Flestir fjölmiðlar tala um að first choice hjá Everton sé Ronald Koeman og síðan komi Frank de Boer og Pellegrini sterklega til greina. Allt áhugaverðir kostir verð ég að segja.
    Morinho er einnig nefndur til sögunnar sem og Benitez en ég tel það nokkuð ólíklegt að öðrum hvorum þeirra verði boðin staðan.
    Low, Howie og Hughes (æi nenni ekki að spell checka) einnig orðaðir en meira svona seinustu vikurnar.
    Hvern viljið þið sjá í brúnni hjá Everton?

    • Ari S skrifar:

      Hann heitir Eddie Howe og hefur staðið sig vel með Bournemouth. Hann er einnig stuðningsmaður Everton eða svo segir sagan að hann hafi verið það á sínum yngri árum.

      Ef Moshiri vill taka glamúrinn á þetta og velja framkvæmdarstjóra sem er með „proven record“ þá væri ég til í að sjá Mourinho. (Giggs er búinn að gefa það út að hann muni hætta ef að Móri fer til ManUnited.) Einnig væri Benítez alls ekki slæmur kostur. Frank DeBoer hefur staðið sig vel hjá Ajax en hefur dalað síðustu tvö árin og þykir mér hann ekki góður kostur. Sennilega ekkert betri en Martinez.

      Svo gætu eigendur Everton allt eins tekið sparsemina og ráðið manninn með Everton hjartað í stjórastöðuna, Eddie Howe…

      En umfram allt mjög spennandi tímar franmundan hjá félaginu okkar.

  8. Finnur skrifar:

    Ég á erfitt með að gera upp við mig hver þeirra þriggja (Koeman, Pellegrini eða de Boer) er minn uppáhaldskostur (allir mjög flottir) en Koeman og Pellegrini eru með reynslu í Úrvalsdeildinni, svo þeir eru kannski aðeins framar en de Boer á listanum hjá mér. De Boer virkar samt líklegastur til að taka við starfinu (laus, hefur áhuga og veðbankar líka með hann á toppnum). Low væri mjög flottur kostur líka.

    Hálf varkár þegar kemur að Mourinho og Benitez. Flottir stjórar — en ekki viss um að þeir séu hentugur valkostur fyrir Everton. Moyesinho held ég að hafi ekki áhuga á starfinu — held hann líti svolítið á þetta eins og hann leit á leikmenn: þegar þeir vilja fara þá vill maður þá ekki aftur — Pienaar undantekningin náttúrulega vegna sambands hans við Baines. Og ég er eiginlega á sama máli hvað stjóra varðar — been there, done that.

    Hef lítinn áhuga á Howie og Hughes, þó þeir séu flottir stjórar. Myndi vilja setja markið hærra og sjá klúbbinn senda smá skilaboð með næstu ráðningu.

    En… spennandi tímar framundan. Nýr stjóri, nýr eigandi, væntanlega myndarleg innspýting í sumar. 🙂

  9. Gunnþór skrifar:

    Annar hvor Hollendingurinn er mjög spennandi kostur, vill alls ekki pellegrine.

  10. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég vil Koeman eða de Boer af þessum þremur sem þykja líklegastir.
    Pellegrini er reyndur og góður stjóri en ég set spurningarmerki við sum af hans leikmannakaupum eins og Mangala, Negredo, og Otamendi svo einhverjir séu nefndir.
    Svo finnst mér að þegar menn hafa nánast ótakmörkuð fjárráð að þá ættu menn nú að geta gert betur en að enda í fjórða eða fimmta sæti eins og stefnir í hjá city.
    Benitez vil ég ekki sjá af augljósum ástæðum.
    Mourinho er hrokagikkur en hann er winner og það myndi senda skýr skilaboð til annarra liða í deildinni að Everton ætlaði sér stóra hluti. Ég held bara ekki að hann hafi áhuga á að taka við liði sem ekki er í topp 4 í deildinni og í meistaradeildinni.

    • Diddi skrifar:

      sammála Ingvar varðandi Pellegrino, talandi um að Everton hafi verið vonbrigggggði, hvað er þá hægt að kalla Mancity með þeirra peninga……. Ég væri til í að gefa De Boer sénsinn, Beneath us kemur ekki til greina af minni hálfu, það væri líka allt í lagi að gefa Moyes séns þar sem við höfum núna peninga að moða úr, kannski sanngjarnt að hann fái að spreyta sig 🙂

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég vona samt að Martinez finni fljótlega nýtt lið til að stjórna.
    Þá getur Everton selt þeim Kone, Robles, McGeady, Cleverly og Niasse ?

    • Ari S skrifar:

      Hvað er langt þangað til Ingvar byrjar að gagnrýna og væla yfir nýja stóranum okkar, hver sem hann verður… (smá jók) hehe?

  12. Finnur skrifar:

    Koeman segist ekki á leiðinni að hætta hjá Southampton.
    http://www.skysports.com/football/news/11671/10280591/southampton-boss-ronald-koeman-says-hes-staying-at-southampton

    Grunaði þetta þegar ég sá fréttir af framlengingu á samningi Fraser Forster, James Ward-Prowse og Virgil van Dijk.

  13. Gunnþór skrifar:

    Eðlilega segir hann það núna, en þetta er fljótt að breytast.

  14. Ari S skrifar:

    Það verður José Mourinho sem tekur við Everton. Við skulum byrja að búa okkur undir það.

  15. Ari G skrifar:

    Eigum bara að velja þá bestu Mourinho eða Simone. Aðrir heilla mig ekki eins mikið. Eyða svona 100 millur í sumar þá kemst Everton á topp 4 eftir 1 árs uppbyggingu.

  16. Ari S skrifar:

    http://www.express.co.uk/sport/football/661770/Everton-Jose-Mourinho-Roberto-Martinez-Manchester-United-Farhad-Moshiri

    Þetta er að detta inn… alveg eins og ég spáði…

    Mourinho til Everton!!!

  17. Finnur skrifar:

    Þetta eru reyndar mánaðar gamlar vangaveltur… 🙂

  18. Finnur skrifar:

    Martinez ráðinn stjóri Belgíu…
    http://www.bbc.com/sport/football/36971352

    Finnst þetta áhugaverð ráðning í ljósi þess að eitt af fyrstu verkum Martinez hjá Everton var að losa sig við Fellaini og Mirallas þreifst alls ekki undir honum…