Aston Villa vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton mætir á Villa Park í Birmingham á þriðjudagskvöld kl. 19:45 til að eigast við Aston Villa sem sitja um þessar mundir í neðsta sæti Úrvalsdeildarinnar. Leikmenn Everton fengu góða hvíld um helgina þar sem derby leiknum við Liverpool var frestað vegna úrslitaleiks í deildarbikarnum og nýttu leikmenn Everton hvíldina í slökunarferð til Dubai. Aston Villa menn fengu hins vegar enga hvíld en þeir töpuðu 1-2 gegn Stoke á laugardeginum.

Stóru fréttir vikunnar eru hins vegar yfirvofandi sala á klúbbnum til nýs eiganda, eins og fram hefur komið hér. NSNO veltu fyrir sér í kjölfarið hvaða áhrif nýr eigandi muni hafa á framhaldið, sem er áhugaverð lesning.

Og talandi um áhugarverða lesningu þá tóku vinir okkar á Jury’s Inn hótelinu saman skemmtilega tölfræði sem sýnir meðal annars að Goodison Park er með besta hlutfall marka á hvert pund sem eytt er í að sækja leikinn en áhorfendur þar þurfa aðeins að borga 9 pund fyrir hvert mark skorað. Aðeins Manchester City og Leicester eru fyrir ofan Everton í þeirri töflu en á botninum eru Aston Villa (16 pund per mark), Liverpool (18 pund) og Arsenal (19 pund).

Af ungliðunum er það að frétta að Francisco Junior var á dögunum seldur til Strømsgodset í Noregi en hann kom til Everton á frjálsri sölu frá Manchester City árið 2012 og náði aðeins einu sinni að spila fyrir aðalliðið — í deildarbikarnum gegn Leeds sama ár.

Einnig má geta þess að U18 ára liðið er enn í harðri baráttu við Manchester City U18 um efsta sætið í norður-riðli ensku U18 Úrvalsdeildarinnar en liðið vann á dögunum Derby 3-0 með þrennu frá Nathan Broadhead. Sá er 17 ára gutti sem hefur haldið með Everton frá því hann var lítill polli og var uppgötvaður af útsendara Everton þegar hann var aðeins 10 ára gamall og kom upp úr akademíunni. Hægt er að lesa aðeins nánar um hann hér.

Í lokin er svo rétt að minna á Íslendingaferðina að sjá Everton mæta Bournemouth í lok apríl en allar nánari upplýsingar er að finna hér. Athugið að um takmarkaðan sætafjölda er að ræða.

11 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta er leikur sem við verðum og eigum að vinna. Þess vegna væri það alveg dæmigert fyrir Everton að tapa honum eða gera jafntefli.
  Vonum það besta samt.

 2. Ari S skrifar:

  neikvæður.is

 3. þorri skrifar:

  Sælir félagar það er mikið til í þessu hjá honum Íngvari.Ég hef oft tekið eftir þessu hjá okkar mönnum.Ég vona það besta.Með réttu þá eigum að vinna Astonvilla.VIÐ SEIGJUM ÁFRAM EVERTON

 4. Diddi skrifar:

  Besic búinn að skrifa yndir framlengingu á samningi, snilldarfréttir 🙂

 5. Orri skrifar:

  Sælir félagar.Ég held að við vinnum þetta stórt í kvöld.Ég skit á 0-4 fyrir okkur.

 6. Gestur skrifar:

  Væri til í að sjá Baines aftur og líka Stones. Einnig mætti taka Cleverly út og setja Mirallas inná. Í seinni hálfleik setja Deulofeu inn fyrir Lennon hefur verið að dala, reyna að keyra Deulofeu í gang aftur fyrir Lukaku sem skoraði mest þegar fyrirgjafirnar voru að koma.

  • Orri skrifar:

   Sæll Gestur.Það væri nú gaman að sjá nýja manni í kvöld.

   • Gestur skrifar:

    jájá, auðvitað er hann svo eftir að láta ljós sitt skína en var hann keyptur til að vera varaskífa fyrir Lukaku? Hann kom allavega inná fyrir hann í síðasta leik.

 7. Finnur skrifar:

  Uppstillingin komin:
  http://everton.is/?p=10734

%d bloggers like this: