Mynd: FBÞ.
Þá eru smáatriðin ljós varðandi næstu skipulögðu hópferð Everton klúbbsins á Íslandi til fyrirheitna landsins að sjá Everton taka hressilega á móti Bournemouth á Goodison Park. Ferðin er í lok apríl og þér gefst færi á að koma með okkur en athugið að takmarkaður fjölda sæta er í boði og fólk hefur töluvert verið að spyrja um næstu ferð. Þau hjá Vita Sport (samstarfsaðila okkar í þessum ferðum) eru byrjuð að auglýsa ferðina og smáatriðin er að finna hér að neðan.
Flug: Um er að ræða beint flug fram og til baka frá Keflavík til Manchester með Icelandair. Flogið verður út með flugi FI440 föstudaginn 29. apríl kl. 8:00 og heim aftur með flugi FI441 þann 2. maí kl. 13:25 (mánudagur).
Gisting: Þrjár nætur á Jury’s Inn hótelinu í Liverpool (sjá á Google Maps), sem við, sem höfum farið í ferðir þangað, þekkjum vel. Gisting og morgunmatur eru innifalin í verði en gera má ráð fyrir að tveir ferðalangar deili saman herbergi. Klúbburinn aðstoðar staka herbergisfélaga að sameinast um herbergi ef þess er óskað en að sjálfsögðu er einnig er hægt vera stakur/stök í herbergi (en þá er greitt aukalega).
Leikdagur: Leikurinn er settur á laugardag þann 30. apríl 2016 kl. 15:00.
Verð: Heildarverð fyrir þennan pakka er 99.500.- kr. og er innifalið í því beint flug til og frá Manchester, gisting í þrjár nætur á hóteli (plús morgunmatur) og miði á Everton leikinn. Ath: Ef óskað er þess að hafa engan herbergisfélaga kostar ferðin 129.500.- kr.
Staðfesting: Ferðaskrifstofan Vita Sport sjá um bókanir í síma 570-4472 eða á tonsport@vita.is. Pöntun telst svo staðfest við greiðslu 40.000.- kr. staðfestingargjalds.
Skráningarfrestur: Skráningu lýkur um leið og sætin klárast en eigi síðar en 23. mars. Athugið að það er takmarkað sætaframboð í þessa ferð þannig að ekki bíða með að panta. Látið okkur vita ef þið eruð að hugsa um að fara en eruð ekki búin að ákveða.
Getum við ekki haft þetta beint flug frá Akureyri? Grín 🙂
Ég er áhugasamur fyrir þessari ferð.
Við sendum þyrlu klúbbsins til að sækja þig. 🙂
Ég fer ekki fram á meira en það 🙂
ef á að mismuna mönnum eitthvað þá er ég hættur í þessum klúbbi 🙂
ekkert annað en að berjast
Diddi minn.Ætlar þú að vera á tveim stöðum á sama tíma.
það er alltaf gaman að fara í þyrlu Orri 🙂
ekkert mál að vera á tveim til þremur stöðum í einu ef maður er sóttur á þyrlu 🙂
er ekkert um að vera hjá okkar mönnum um helgina
Leikur á Villa Park næsta þriðjudag.
Sælir félagar ég var að lesa að það sé umferð í enskabolatnum í dag er það bara ekki vitleysa
það er umferð í enska um þessa helgi en við áttum leik við rauðu nágranna okkar og af því að þeir tapa fyrir mancity í deildarbikarnum á morgun þá erum við í fríi. Næsti leikur okkar er á þriðjudag gegna astonvilla 🙂 Ekki búið að ákveða leik okkar gegn rauðu ógeðunum 🙂
Það lítur út fyrir að það sé búið að selja klúbbinn
http://www.evertonfc.com/news/2016/02/27/club-statement
Jebb. Þráður hér: http://everton.is/?p=10707