Gluggavaktin

Mynd: Everton FC.

Klukkan 23:00 í dag verður lokað fyrir félagaskipti enskra liða fram til loka tímabils og er ætlunin að fylgjast hér með helstu fréttum af leikmannamálum Everton.

Þegar hafa nokkur félagaskipti gengið í gegn. Til dæmis kaup á varnarmanninum Matthew Foulds frá Bury sem og sóknarmanninum Shani Tarashaj frá Grasshopper Club Zurich. Einnig salan á Steven Naismith til Norwich og lánssamningar hjá Liam Walsh (til Yeovil) og Jonjoe Kenny (til Oxford).

13:20 Fyrstu staðfestu fréttirnar í dag: McGeady er farinn að láni til Sheffield Wednesday sem leika í ensku B-deildinni.
13:23 Phil Kirkby hjá Liverpool Echo tísti áðan að Oumar Niasse frá Lokomotiv Moskva sé í læknisskoðun á Finch Farm þessa stundina. Kaupverðið sagt vera 13.5M punda en hann skoraði 13 mörk í 23 leikjum með Lokomotiv á tímabilinu. Hann ku vera frá Senegal.
13:27 NSNO greindi frá því að Gibson fari eftir allt saman ekki að láni frá Everton í janúar þrátt fyrir áhuga nokkurra klúbba. Það mun vera tilkomið vegna meiðsla Besic á dögunum.
13:33 Þau hjá ToffeeWeb vilja meina að Everton sé að skoða Salvatore Sirigu, sem er markvörður frá PSG. Flokkum það undir enn einn orðróminn.
13:38 Var að sjá myndband á Sky Sport af Oumar Niasse að keyra inn á æfingasvæði Everton. Það virðist því vera fótur fyrir þeim sögusögnum.
13:59 Klúbburinn var að tilkynna að Nathan Broadhead hefði verið að skrifa undir. Hér er þó ekki um eiginleg kaup að ræða heldur 17 ára gutta úr akademíunni að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning.
18:41 Smá uppfærsla bara til að staðfesta að við sofnuðum ekki á vaktinni; Það hefur bara ekkert gerst síðan um tvö leytið — allavega ekki á þeim síðum sem við höfum fylgst með. Það eru þó rétt rúmir fjórir tímar eftir af glugganum. Enn getur ýmislegt gerst.
18:54 Á meðan við bíðum enn fregna er rétt að drepa tímann örlítið og minnast á að John Stones er í XI janúarliði BBC (yfir bestu janúarkaupin hingað til).
19:18 Liverpool Echo segja að Bryan Oviedo sé á radarnum hjá West Brom og Newcastle. Enn aðeins orðrómur.
20:47 Rétt rúmir tveir tímar eftir af félagaskiptaglugganum…
21:00 STAÐFEST! Kaupin á Oumar Niasse eru gengin í gegn!
21:04 Nánari upplýsingar um Oumar Niasse eru hér.
21:06 Klúbburinn staðfesti að verðið er 13.5M punda sem gerir hann að þriðja dýrasta leikmanni Everton frá upphafi.
21:25 Sóknarmaðurinn ungi, Conor McAleny, fór að láni til Wigan til loka tímabils.
21:30 Einn og hálfur tími eftir af glugganum. Værum við til í að loka honum strax? Hvað finnst ykkur?
23:00 Glugginn lokaður. Lítur út fyrir að þetta sé því klappað og klárt.

Við munum uppfæra þessa frétt þegar eitthvað meira er vitað. Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu ef þið sjáið eitthvað sem við misstum af.

Við hvetjum ykkur líka öll til að taka afstöðu til könnunar um mætingu á árshátíð — líka þau ykkar sem ekki ætla að mæta.

4 Athugasemdir

 1. Eiríkur skrifar:

  Það væri örugglega ekki slæmt að fá Salvatore Sirigu, enn finnst það hæpið. Er hann ekki aðalmarkvörður PSG?

  • Finnur skrifar:

   Þekki ekki nógu vel til PSG en ef marka má uppstillingu í síðustu þremur Champions League leikjum þeirra þá er Salvatore Sirigu varamarkmaður hjá þeim (Kevin Trapp á milli stanganna).

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Er eitthvað varið í hann? Ég veit að hann er í ítalska landsliðinu en ekki meira en það.

 2. Orri skrifar:

  Við bíðum bara spennt síðasta klukkutímann.

%d bloggers like this: