Mynd: Everton FC.
Everton tilkynnti nú rétt í þessu um kaup á Shani Tarashaj (20 ára, 176 cm) framherja frá Grasshopper Club Zurich. Kaupverðið var ekki gefið upp en hann er af albönskum uppruna, er landsliðsmaður Sviss U21 og talinn einn af efnilegustu leikmönnum Sviss. Hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Everton (til júní 2020) og mun vera áfram hjá Grasshopper út tímabilið en hann hefur skorað 8 mörk í 18 leikjum fyrir þá á tímabilinu (og 21 mark í 28 leikjum fyrir svissnesku unglingalandsliðin). Tarashaj er annar leikmaðurinn sem Everton gengur frá kaupum á í þessum glugga en áður hafði félagið keypt ungliðann Mattew Foulds frá Bury.
Martinez sagði við þetta tækifæri: „I’m delighted we have been able to act quickly and secure the deal for Shani which means that, due to his national service commitments, he will be able to be part of our first team squad from next season.“
Tarashaj sagði jafnframt: „It is a dream for me to sign here at Everton. I am proud and so happy to be here.”
Myndband af nokkrum mörkum Tani Tarashaj er hér:
Ánægður með þetta! Verið að byggja upp til framtíðar, þó að á líðandi stundu sé mjög neikvæð gagnrýni á framkvæmdastjórann, stjórn og eiganda félagsins. En segir manni einnig að einhverjar breyting verður í sumar, það segir sig sjálft.
Þarf ekki að að styrkja framherjastöðuna núna, seinni hluta þessa tímabils. Hvað gerist ef Lukaku meiðist, það er engin til að taka við af honum?
Ætli hann eigi ekki að taka við af Lukaku þegar verður búið að selja hann næsta sumar ?
Nauh neikvæði klúbburinn mættur 🙂