Breyting á Íslendingaferðinni

Mynd: Everton FC.

 

Sjá nýjustu upplýsingar um þessa ferð hér.

 

Sky Sports gerðu okkur örlítinn grikk með því að ákveða að sýna beint frá leik Everton og Crystal Palace, sem venjulega væri nokkurt gleðiefni þar sem það færir Everton auknar tekjur vegna sjónvarpssamninga. En þetta er okkur hér heima svolítið óhentugt því þetta er leikurinn sem við stíluðum á að fara á í skipulagðri desemberferð stuðningsmannaklúbbsins. Það er stundum svo að leikjum í beinni er hliðrað um einhverja klukkutíma en í þetta skipti var ákveðið að færa leikinn yfir á mánudagskvöld, þeas. eftir áætlaða brottför okkar, svo miðað sé við upphaflegt plan.

Það gengur náttúrulega ekki og því höfðum við samband við ferðaskrifstofuna til að sjá hvort ekki væri hægt að breyta ferðatilhögun. Þau hjá Vita Sport eru að vinna í því að setja upp nýjan pakka fyrir okkur, þar sem við fljúgum degi seinna (á laugardegi, í stað föstudags) og förum heim degi síðar í gegnum London. Með öðrum orðum, í stað þess að ferðin sé frá föstudegi til mánudags er hún frá laugardegi til þriðjudags (og því sami fjöldi frídaga).

Í þessu leynast þó sóknarfæri líka því hér skapast væntanlega einnig færi á að sjá til dæmis United – West Ham leikinn sem er á laugardeginum.

Við komum til með að uppfæra þessa frétt um leið og við heyrum frá ferðaskrifstofunni (varðandi nýjar tímasetningar, verð og annað). Kíkið hingað aftur síðar til að fylgjast með.

ATH: Ef þessi röskun veldur því að þið komist ekki með en hafið þegar greitt ferðaskrifstofunni, þá endilega hafið samband við Vita varðandi endurgreiðslu.

Við biðjumst velvirðingar á röskuninni sem er, eins og ljóst ætti að vera, af óviðráðanlegum orsökum.

2 Athugasemdir

  1. halli skrifar:

    Það eru menn að skoða það að taka Old Trafford lìka I þessari ferđ þađ verđur væntanlega gaman af því

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Er eitthvað að frétta af þessu??

    [svar ritstjóra: Já, sjá hér: http://everton.is/?p=10057%5D

%d bloggers like this: