Af íslendingaferðum og árshátíð

Mynd: FBÞ.

Stjórn Everton á Íslandi hittist eftir leik í gær til að planleggja starfsemi klúbbsins hér heima á nýju tímabili og skipuleggja ferðir á Goodison Park sem og árshátíð klúbbsins.

Meiningin er að halda árshátíðina á höfuðborgarsvæðinu þann 13. febrúar, sem er dagurinn sem Everton tekur á móti West Brom í deildinni (ekki að það sé aðalatriðið hvað árshátíðina varðar en skemmtilegra að hafa leik með). Nánari upplýsingar verða auglýstar síðar en munið að merkja daginn á dagatalinu: 13. febrúar.

Hvað ferðir á Goodison Park varðar er meiningin að standa fyrir tveimur á tímabilinu, einni í haust og einni í vor, og voru ýmsir möguleikar ræddir í því sambandi. Meðal annars derby leikurinn við Liverpool en það var metið svo að of stutt væri í þann leik til að auglýsa og smala saman í hóp því forsala miða byrjar strax eftir helgi. Ljóst er því að hann selst upp mjög fljótt og því ekki hægt að tryggja miða fyrir hópinn. Klúbburinn getur þó aðstoðað einstaka áhugasama Everton klúbbmeðlimi um miða (ef haft er samband fyrir lok helgar) en ljóst að ekki verður farin formleg ferð á vegum klúbbsins á derby leikinn í ár.

Ákveðið var að skoða í staðinn heimaleikinn við Aston Villa þann 22. nóvember (haustferðin og jólainnkaupin) sem og Bournemouth leikinn þann 30. apríl (vorferðin) og mun stjórnin leita tilboða í þá pakka. Þau ykkar sem hafa áhuga, skoðið endilega dagatalið og hafið samband varðandi áhuga á þeim ferðum.

6 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Mori og Rodriguez eru Everton leikmenn, eða 99% líkur amk. Komið á official Everton síðuna.
    http://www.evertonfc.com/news/2015/08/28/mori-update

  2. Elvar Örn skrifar:

    Einnig er talað um (ekki á official siðunni) að Everton hafi náð samkomulagi um kaup á Yarmolenko en að það sé á hold eftir áhuga frá Barcelona sem nú er talið ólíklegt að þróist eitthvað. Því talað um nú að líkur á að hann komi til Everton séu að aukast.

    Já og við Georg viljum fara út núna á árinu. Vorum að huga að Liverpool leiknum en viljum klárlega fara með hópnum. Hvernig er áhugi manna annars? Hverjir ætla núna í nóvember?

  3. Finnur skrifar:

    Halli ætlaði að spjalla við Vita Sport og sjá hvernig pakka þeir myndu bjóða. Svo myndum við bara auglýsa og þá vitum við hvernig mætingin verður. Mér heyrðist menn vera heitir en við settum ekki saman mætingalista — það var nóg annað að ræða. 🙂

  4. Georg skrifar:

    Þá er staðfest að við erum búnir að kaupa Leandro Rodriguez frá River Plate Montevideo fyrir óuppgefna upphæð. 4 ára samningur. 22 ára gamall framherji. Alltaf gaman að fá nýja leikmenn og verður gaman að sjá hvort hann fái að spreyta sig fljótlega.

    http://www.evertonfc.com/news/2015/08/28/blues-complete-rodriguez-signing

    Kæmi ekki á óvart ef við staðfestum Mori seinna í dag eða morgun.

  5. Robert E skrifar:

    Verður ekki örugglega farið á McDonalds í þessu ferðum, því ef svo er þá kem ég með.