Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Leandro Rodriguez keyptur - Everton.is

Leandro Rodriguez keyptur

Everton staðfesti núna áðan kaup á Leandro Rodriguez frá River Plate í Úrúgvæ en hann er 22ja ára gamall sóknarmaður frá Úrúgvæ sem Martinez lýsti sem „hard working, can create a goal out of nothing, and has an impressive goalscoring record for such a young man“. Rodriguez skrifaði undir samning til sumars 2019 en kaupupphæðin var ekki gefin upp.

Hann er ekki mjög þekkt stærð (svona á heimsvísu allavega) en eigum við ekki bara að láta myndirnar tala sínu máli?

Velkominn Leandro Rodriguez!

11 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Talað um að verðið sé 500k sem er bara slikk. Tel að hann muni ekki taka þátt með aðalliðinu á þessari leiktíð nema kannski þá í deildarbikar en þó alls óvíst að taki nokkurn þátt.

  2. Georg skrifar:

    Til að leiðrétta eitt þá er River Plate Montivideo í Úrúgvæ en ekki Argentínu

    https://en.m.wikipedia.org/wiki/Club_Atl%C3%A9tico_River_Plate_(Montevideo)

    „Club Atlético River Plate is an Uruguayan football club based in Montevideo. The club currently plays in the Primera División, the top level of the Uruguayan football league system“

    Hinsvegar spilar

    • Finnur skrifar:

      Takk Goggi, rétt skal vera rétt. Búinn að lagfæra.

    • Georg skrifar:

      Ýtti óvart á Submit Comment 🙂

      Hinsvegar spilar Ramiro Funes Mori með River Plate í Argentínu.

      Annars varðandi þessi kaup á Leandro Rodriguez þá veit maður lítið sem ekkert um þennan leikmann nema að hann sé kominn með ágætis reynslu í efstu deild í Úrúgvæ. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann banki eitthvað á dyrnar á liðinu í vetur en reikna með að hann verði fyrst um sinn að fá leiki með U-21 og hugsanlega eitthvað á bekknum.

      Núna þarf bara að klára kaupin á Funes Mori sem mér lýst mjög vel á.

      Martinez er að tala um 1-2 í viðbót, reikna með þeim á síðustu metrum gluggans.

      • Diddi skrifar:

        einhvers staðar sá ég haft eftir Martinez að þessi drengur þyrfti ekki að spila með u21 liði okkar vegna þeirrar reynslu sem hann hefur í efstu deild í Urugvæ og myndi vera aðalliðs maður 🙂

        • Finnur skrifar:

          Já, mikið rétt. En þetta er jú lagskipt:
          Þú ferð frá U21 árs liðinu yfir í það að vera á jaðrinum á að komast í aðalliðið (lesist: á bekkinn í mesta lagi), síðan í það að byrja leiki og svo í það að vera fastamaður. Mér þætti ólíklegt að Leandro myndi svo mikið sem taka þátt á morgun, þó svo að hann verði orðinn löglegur (sem er einnig ólíklegt).

  3. Ari G skrifar:

    Vonandi reynist hann vel. Flott mörkin hjá honum hef trú á honum. Vonandi fær hann góðan varnarmann ef Stones fer sem er sennilega best fyrst hann vill fara vill ekki hafa mann sem vill ekki spila fyrir Everton.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hvað er málið með Móra?? Þetta hlýtur að vera svakalegt atvinnuleyfi sem hann þarf.

    Ég ætla ekkert að segja um Rodriguez annað en að það líta allir vel út á YouTube og þegar ég las um að þessi kaup væru orðin að veruleika gat ég ekki einu sinni orðið pínu spenntur heldur bara yppti öxlum.
    En vonandi stendur hann sig.

    • Finnur skrifar:

      Rodriguez er með ítalskt vegabréf og hans samningur var því aldrei tengdur veitingu atvinnuleyfis þannig að eðlilega gengur það hraðar fyrir sig en hjá einhverjum sem þarf að sækja um atvinnuleyfi. Sé ekki alveg tenginguna þarna á milli.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Mori verður tilkynntur sem Everton leikmaður í dag, er alveg sannfærður um það.

  6. Ari S skrifar:

    Rodriguez kominn með annað mark. Tvö mörk í tveimur leikjum, ekki slæmt það.