Gerard Deulofeu skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti nú áðan að Gerard Deulofeu skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Everton en þessi tuttugu og eins árs sprettharði spænski kantmaður ætti að vera okkur að góðu kunnugur þar sem hann var hjá Everton að láni tímabilið 2013/14. Hann lék 29 leiki á því tímabili, skoraði mark í sínum fyrsta leik (í deildarbikarnum) og bætti við þremur mörkum í Úrvalsdeildinni, þar af mjög svo eftirminnilegt jöfnunarmark gegn Arsenal á útivelli.

Deulofeu kemur frá akademíu Barcelona og hefur fengið að spila handfylli af leikjum fyrir þá en hefur ekki náð að tryggja sér sæti í geysiöflugu liði Barcelona, enda kannski skiljanlegt miðað við þá sóknarþenkjandi leikmenn sem þeir hafa yfir að ráða. Barcelona eru með buy-back klausu til tveggja ára í samningnum ef hann skyldi slá í gegn með Everton og hafa forkaupsrétt á honum ef Everton selur. Kaupverðið var gefið upp: 4,3 milljónir punda.

Þau hjá NSNO sögðu af þessu tilefni: „Despite having a number of clubs available to him, Deulofeu made it abundantly clear that the only club he wanted to sign for was Everton and is thought to have turned down more lucrative personal terms elsewhere.“

Deulofeu er, eins og kunnugt er, annar leikmaðurinn sem Everton hefur fest kaup á í sumar en hinn var Tom Cleverly.

Velkominn aftur, Deulofeu!

15 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Já þetta er ég ánægður með

 2. halli skrifar:

  Snilld

 3. Halldór S Sig skrifar:

  SUPER!

 4. Elvar Örn skrifar:

  Magnaður andskoti, djöfulli er ég sáttur við þessi kaup.
  Líka sáttur að Everton sé búið að kaupa tvo leikmenn á þessum tíma og vonandi koma tveir í viðbót áður en tímabilið hefst.
  Ekki má gleyma því að ég vona að enginn af okkar betri mönnum fari.

 5. Diddi skrifar:

  frábært, alltaf viss um að við myndum klára þetta 🙂 djók

 6. Ari G skrifar:

  Snilldarkaup.

 7. ólafur már skrifar:

  ohh er svo sáttur með þetta þvílík snilld það verður keypt treyja úti í haust ekki spurning

 8. Georg skrifar:

  Frábær kaup, hann á bara eftir að verða betri og betri. Nú er hann bæði búinn að taka heilt tímabil á englandi og á spáni svo ég á von á þroskaðri leikmanni í ár og ekki er slæmt að hann fái fullt preseason eins og Cleverly.

  Nú er bara málið að klára miðvarðarkaupin sem fyrst. Distin og Alcaraz farnir og því þurfum við meiri breidd þar.

  Hópurinn lítur vel út, núna er engin evrópudeild og því má segja að breiddin sé að verða mjög fín.

 9. þorri skrifar:

  sælir félagar Frábær kaup á frábærum manni.Algjör snild. Er búið að selja distin.

 10. Finnur skrifar:

  Hann var gefinn. 🙂

  (samningur hans rann út og var ekki endurnýjaður, enda hann orðinn 37 ára eða eitthvað). 🙂

 11. Elvar Örn skrifar:

  Stoke og Everton munu fyrst enskra liða spila með nýja Nike boltann sem notaður verður í ensku úrvalsdeildinni í vetur:

  http://www.stokesentinel.co.uk/Stoke-City-Potters-launch-Premier-League-ball/story-26804843-detail/story.html?

 12. Elvar Örn skrifar:

  [Innskot ritara: Hér var komment frá Elvari sem gert var að sér færslu, sjá http://everton.is/?p=9508%5D

%d bloggers like this: