Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Garbutt framlengir — og púlsinn tekinn á leikmannamálum - Everton.is

Garbutt framlengir — og púlsinn tekinn á leikmannamálum

Mynd: Everton FC.

Stóru fréttir dagsins eru þær að klúbburinn staðfesti nú áðan að Luke Garbutt var að framlengja samning sinn við Everton. Hann skrifaði undir 5 ára samning sem nær til loka 2019/20 tímabilsins sem eru miklar gleðifréttir. Garbutt er, eins og við þekkjum vel, 20 ára vinstri bakvörður, upphaflega frá Leeds en fór í gegnum akademíu Everton og hefur verið efnilegasti leikmaðurinn þaðan undanfarin ár, að Barkley undanskildum. Hann hefur leikið með landsliðum Englands, allt frá U16 til U21 og er litið á hann sem arftaka Leighton Baines, þegar hann hættir.

Garbutt sagði við þetta tilefni: „It’s an honour to commit my long-term future to Everton. I’ve been made to feel very welcome at the Club since I signed my scholarship six years ago. Under the manager, the future looks bright and positive and I want to be a part of that. It is a great Club to be a part of and the staff and supporters have been great with me from day one.“

En þá að öðru, því Elvar Örn tók saman nokkrar hugleiðingar um fréttir af leikmannamálum. Gefum honum orðið…

Everton virðist vera að skoða Sam Byram, hægri bakvörð, sem spilar með Leeds. Margir miðlar segja þetta vera leikmanninn sem muni komi í stað Coleman sem sé þá á leiðinni til United en ég tel það bara alls ekkert víst (þ.e. að Coleman muni fara). Það er jú alger nauðsyn að Everton hafi annan leikmann í hægri bakvörð þar sem t.d. Hibbert er að komast á leiðarenda (að mínu mati) og Stones er bókaður í aðra stöðu í dag (miðvörðinn).

Annars er mikið talað um að United vilji fá Coleman á 15-25m punda og að Chelsea og jafnvel United vilji ólm frá Stones til sín á um 20-25m punda. Aðeins talað um að lið séu að sækjast eftir Mirallas (t.d. Monaco) og Lukaku (Roma) en þær fréttir hafa dvínað verulega undanfarna daga eins og sögusagnir um áhuga liða á McCarthy. McGeady til Celtics hefur einnig verið nefnt. Það er því mjög mikilvægt núna að halda í þessa menn og styrkja liðið frekar.

Ég er mjög sáttur að fá Cleverly og super sáttur að fá Deulofeu en okkur vantar líklega miðvörð og sóknarmann ennþá og ekki mikið meira en það nema að einhver fari, nema jú líklega hægri bakvörð.

Það eru ekki nema 13 dagar í fyrsta pre-season leikinn og gaman að sjá hvort EvertonTV sýni alla leikina en undanfarin ár hafa þeir sýnt flesta leikina á hverju pre-season.

Að öðru þá er verið að bendla Everton við ýmsa kappa og fyrir mig er ég spenntastur fyrir Xherdan Shaqiri sem spilar nú með Inter Milan. Mjög ólíklegt að af því verði en var það ekki skoðun margra á að Deulofeu væri á leiðinni til okkar? Síðan kemur hann til okkar og það ekki á láni heldur bara keyptur, svo hver veit?

Enn og aftur koma fréttir að Everton sé enn á höttunum eftir Adnan Januzai (að láni) og Jonny Evans (kaup) en ekkert meira en sögusagnir, enn sem komið er — að mínu mati. Önnur nöfn nefnd eru Sulley Muntari (laus á samning frá Milan að ég held), Moses Odubajo (Brentford) og Moussa Dembele svo einhverjir séu nefndir.

Sjáum hvað setur.

7 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Gríarlega sterkt að Garbutt vilji vera áfram þrátt fyrir sögusagnir um annað. Þetta er eins og að fá nýjan leikmann þar sem hann er kominn á þann aldur og með þá getu að hann fer að skipta máli fyrir klúbbinn.

  2. Orri skrifar:

    Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur og okkar góða klúbb.

  3. Finnur skrifar:

    Bráðefnilegur enskur unglingalandsliðsmaður sem hefur litið afar vel út í þeim leikjum sem hann hefur fengið tækifæri í — við það að losna undan samningi og fara á free transfer. Örugglega þó nokkur Úrvalsdeildarlið sem fylgdust grannt með þróuninni á hans samningamálum og hafa haft samband við hann. Það segir ákveðna sögu um trú hans á klúbbnum og núverandi stjórn að hann valdi að skrifa frekar undir fimm ára samning. Ekkert nema gott um það að segja.

  4. þorri skrifar:

    Sælir og góðan daginn félagar. Þarna eru tveir flottir komnir til okkar. Ég er sérstaklega ánægður að sjá Gerard Deulofeu aftur til okkar. Mig langar aðeins að tala um marksmansmálin hjá okkur. Er ekki tími á að fá okkur framtíðarmarkmann til okkar. Er Howard ekki að hætta. Það mætti að skoða það nánar.

  5. Finnur skrifar:

    Við vorum ósátt við að Robles missti stöðu sína í markinu þegar Howard kom aftur úr meiðslum enda hafði Robles staðið sig mjög vel í fjarveru þess síðarnefnda. Væri gaman að sjá Robles fá tækifæri en það þarf náttúrulega markmann inn þegar Howard hættir, hvort sem sá fari beint í liðið eða á bekkinn og fær að reyna að slá Robles út.

    Mig dauðlangar að sjá Lennon inn líka, vona bara að kaupin á Deulofeu séu ekki búin að loka á það. Kannski skapast þá færi til að prófa líka Mirallas framar á vellinum, eins og hann hefur verið að segjast vilja. Þetta er væntanlega síðasti séns hjá Kone að sanna sig að hann geti haldið sér heilum og skorað mörk.

    Svo vantar örvfættan miðvörð sem backup þar sem Distin og Alcaraz eru farnir. Osman og Pienaar eiga kannski smá inni en það þarf að fara að huga að eftirmönnum fyrir þá líka.

  6. Ari G skrifar:

    Frábært að Garbutt sé áfram vildi frekar missa Baines en Garbutt en best að þeir séu báðir áfram. Vona að Stones verði aldrei seldur nema fyrir minnst 35 millur stórkostlegur leikmaður. Mér er sama þótt Coleman sé seldur ef það fæst gott verð fyrir hann 25 millur lágmark þá er alltaf hægt að kaupa aðra í staðinn.