Staðfest: Tom Cleverley skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti rétt í þessu fréttir um að Tom Cleverley hefði skrifað undir 5 ára samning við Everton en hann mun verða samningsbundinn félaginu frá og með 1. júlí þegar núverandi samningur hans við Manchester United rennur út, þar sem hann hefur verið á mála frá 12 ára aldri.

Cleverley er 25 ára miðjumaður sem leikur með enska landsliðinu og kemur til Everton á frjálsri sölu en hann var fastamaður í liði United sem vann ensku deildina á síðasta tímabili Alex Ferguson.

Hann fékk fá tækifæri undir LVG hjá United og fór því til Aston Villa að láni eftir að bæði Aston Villa og Everton höfðu reynt að kaupa hann. Flestir hefðu væntanlega gert ráð fyrir því að hann myndi halda áfram hjá Villa þar sem hann var fastamaður í því liði en hann ákvað að fara frekar til Everton.

Martinez sagði við þetta tækifæri: „I can think of many reasons why fans will enjoy Tom representing our club. The most important one is that he is a perfect fit for what we are trying to build here as he has so much experience of playing in the Premier League and he still has his best years just ahead of him.“

Hér má sjá tvö vídeó af kappanum (þar sem hann leikur í treyju númer 23):

Velkominn Tom Cleverley!

13 Athugasemdir

 1. Orri skrifar:

  Nú held ég að vinur minn Diddi sé ekki mjög sáttur.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  VÁ!!!! Tom Cleverly!!! Þetta er sko heldur betur metnaður hjá klúbbnum…….

  NOT!!!!!

  Sú staðreynd að við fáum enskan landsliðsmann á frjálsri sölu segir allt sem segja þarf um leikmanninn.

  Það segir reyndar líka heilmikið um enska landsliðið en það er önnur saga.

 3. Finnur skrifar:

  Veit ekki hvað þú lest úr því en það segir mér bara að hann hafi látið samning sinn renna út svo hann gæti valið úr liðum án þess að United sé með fingurna þar í. Sé ekki alveg beina tengingu þar við getu leikmannsins og þaðan af síður hvað það á að segja mér um getu enska landsliðsins, en það er kannski bara ég.

 4. Ari G skrifar:

  Gott að fá meiri breidd í hópinn. Ég vill núna losna við Barry. Gibson er góður en mikið meiddur má fara líka. Þá þá höfum við 3 varnarsinnaða miðju leikmenn það ætti að duga. Besic er miklu betri en Barry mín skoðun. MaCarthy er snillingur veit ekki um Cleverly hann er bara 25 hlýtur að vera betri en Barry og yngri en Gibson. Yrði frábært að fá unga Spánverjann frá Barcelona aftur helst kaupa hann. Vill alls ekki Alfreð en Everton þarf að finna góðan sóknarmann með Lukaku og Naismith.

 5. Ari S skrifar:

  Mér finnst þetta frábær kostur. Og að fá hann frítt er bara bónus. Ingvar skoaðu aðeins þetta dæmi betur í rólegheitum. Ég held þú sjáir að þetta ER góður kostur. Þetta er enskur landsliðsmaður og þetta er einn leikmaður og hann er frítt. Hvað getur það verið betra? OG ÞAÐ ER 6. JÚNÍ, þetta er rétt að byrja.

  Welcome to the big time Tom Cleverley!

 6. Elvar Örn skrifar:

  Fann áhugaverða grein um stöðu Everton m.t.t. verðmats þá á heimsvísu þar sem skoðuð er vöxtur klúbbsins frá 2014 til 2015

  http://toffeeweb.com/season/14-15/news/30085.html

 7. Finnur skrifar:

  Everton er einn af fimm klúbbum sem teljast hástökkvarar ársins á þessum lista. Gott mál.

 8. Elvar Örn skrifar:

  Heitasta slúðrið í dag er að umboðsmaður Deulofeu hafi mætt á Finch Farm í dag til að semja við Everton. Talað er um í nokkrum miðlum að tilkynning þess efnis að kappinn kæmi til Everton gæti komið á föstudag, hver veit. Ekki leiðinlegt ef þetta reynist rétt.

  Einnig er talað um að McCarthy vilji yfirgefa Everton en það kemur reyndar bara frá Goal.com svo ég er alveg rólegur, enn um sinn.

 9. Elvar Örn skrifar:

  [Innskot ritstjóra: Þetta komment var tekið út og gert að sér færslu (og aðeins bætt við)]

  http://everton.is/?p=9454

 10. Elvar Örn skrifar:

  Þetta er að gerast: GERRARD DEULOFEU
  Þá eigum við eina alvöru Gerrard-inn á merseyside

  http://www1.skysports.com/football/news/11671/9886116

%d bloggers like this: