Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Púlsinn tekinn á leikmannamálum - Everton.is

Púlsinn tekinn á leikmannamálum

Mynd: Everton FC.

Við Elvar Örn tókum saman stutt yfirlit yfir leikmannamál eins og þau líta út í dag, frá okkar bæjardyrum séð, en fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við Everton að undanförnu og náttúrulega alltaf erfitt að gera sér grein fyrir hvaða fréttir eru aðeins sögusagnir og hverjar ekki. Kíkjum á það helsta.

Orðrómurinn um að Gerard Deulofeu sé á leiðinni er orðinn mjög hávær og það væri nú eitthvað. Hjartað tók svo smá kipp þegar þau hjá Sky Sports birtu rétt áðan frétt um það að Gerard væri á leiðinni til Everton fyrir 2,2 milljónir punda en þessi 20 og eins árs leikmaður er okkur að góðu kunnugur en hann skoraði fjögur mörk fyrir Everton (í 11 byrjunarleikjum) á tímabilinu 2011/12.

Svo er einnig mikið talað um að sóknarmanninum Lukas Podolski hafi verið boðið að koma til Everton en hann hefur verið á láni hjá Inter Milan frá Arsenal, sem virðist lítið sem ekkert getað notað kappann og er hann því að leita sér að nýjum klúbbi. Lukas er þrítugur og gæti átt nokkur fín ár eftir en sumir fréttamiðlarnir greindu frá því að verðmiðinn gæti verið of hár þar sem hann skrifaði undir langtímasamning við Arsenal árið 2012.

Einnig er orðrómur á Twitter um að Everton sé að skoða Ragnar Klavan sem er 29 ára miðvörður sem leikur með Augsburg í Þýskalandi og eistneska landsliðinu.

Kalt mat okkar er að Deulofeu væri mjög góður kostur og við höfum náttúrulega ekkert á móti því að fá Podolski en ljóst að miðvörður er einnig nauðsynlegur. Væri síðan allt í lagi að drullast til að eiga flott undirbúningstímabil eins og fyrir 2 árum síðan.

Ykkar skoðun?

Af öðrum leikmannamálum er það að frétta að samningar Antolin Alcaraz (32ja ára) og Sylvain Distin (37 ára) verða ekki endurnýjaðir, frekar en búist var við, og þeir munu því fara frá félaginu í lok mánaðar — þegar samningar þeirra renna út.

Christian Atsu (Chelsea), Aaron Lennon (Tottenham) og David Henen (Olympiakos) sem hefur spilað með U21 árs liði Everton, hafa allir klárað lánssamninga sína og haldið til síns heima. Atsu kemur ekki aftur (frekar en við áttum von á) — hann er farinn til Bournemouth en ekki er útséð með þá Lennon og Henen, sem báðir gætu látið sjá sig aftur í Everton treyju. Luke Garbutt er einnig að skoða nýtt samningstilboð, en getur brugðið til beggja vona þar.

Ungliðarnir George Green, Curtis Langton, John Lundstram og Ben McLaughlin hafa verið leystir frá sínum samningum, en þeim James Graham, Mateusz Hewelt, Antonee Robinson og Jordan Thorniley (allir úr U18 ára liðinu) hefur verið boðið atvinnumannasamningur. Þeim Arlen Birch, Charley Edge og George Newell, aftur á móti, stóð það ekki til boða.

3 Athugasemdir

  1. halli skrifar:

    Þađ virđist alveg klárt að Deulofeu sè ađ koma til okkar en ađ Barselóna hafi einhverja buyback klàsùlu ì samningnum er ég bara hrikalega staur með þađ. Ég er einnig mjög staur viđ ađ fà Podolski þar er á ferðinni mađur með mikla sigurreynslu bæði með landsliði og fèlagsliđum og það má ekki vanmeta það. Miđvörđinn vantar kannski upp breidd ì hòpinn en èg vil klárlega ganga frà samning við Garbutt og nota þà Barry og Galloway til vara ì miđvörđinn. Það ađ fá Cleverly frìtt er bara hið besta mál.
    Ég vil svo ekki selja neinn ùr ađalliđinu bara losa ùt þà sem eru aukahjòl til að losa laun.

  2. halli skrifar:

    Helv…. autocorrect à ađ vera sàttur en ekki staur ì greininni

  3. Diddi skrifar:

    af fenginni margra ára reynslu þá tel ég bara leikmennina þegar official síðan tilkynnir þá. Það hversu lengi þetta hefur verið í umræðunni gerir mig bara staðfastari í því að okkar frábæri klúbbur komi til með að klúðra enn einu tækifærinu. En bíðum aðeins…..:)