Young Boys vs. Everton

Upphitun: Ari S. Mynd: Young Boys FC.

Europa League, 32ja liða úrslit.
Stade du Suiss, Berne, Sviss.
Kl. 18:00, 19 febrúar 2015.

Aiden McGeady og Leighton Baines eru leikfærir eftir hlé og Christian Atsu kemur til baka eftir góðan árangur í Afríkukeppninni en þar var hann valinn leikmaður mótsins þegar lið hans, Ghana, fékk silfurverðlaun.

Tony Hibbert, Steven Pienaar og Leon Osman eru allir frá en þeir tveir síðastnefndu eru þó byrjaður að æfa á ný og léku með U21 árs liði Everton á dögunum. Stjóri Young Boys segist hafa fullskipað lið eftir frí svissnesku deildarinnar en þar sitja þeir í öðru sæti.

Í síðustu 6 leikjum sínum hafa þeir unnið 5 og gert eitt jafntefli og það er ljóst að þeir eru á fullu skriði og hafa að auki ekki tapað í síðustu sex leikjum á heimavelli í Evrópudeildini þannig að þetta verður mjög erfiður leikur hjá okkar mönnum.

Everton liðið var óheppið gegn Chelsea í síðasta leik sínum en hefur ekki tapað leik í Evrópudeildinni hingað til (ef Krasnodar heimaleikurinn er undanskilinn þar sem varalið Everton spilaði). Jafnframt hefur Everton sýnt frábæra frammistöðu með til dæmis flottum sigri á útivelli gegn Wolfsburg og toppuðu H-riðilinn glæsilega. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tvö lið, Everton og Young Boys, mætast og þar að auki í fyrsta sinn sem Everton mætir liði frá Sviss.

Einn þeirra sterkasti leikmaður er Guillaume Horau, franskur sóknarmaður sem hefur skorað 11 mörk í 21 leik á þessu tímabili, þar af 5 í Evrópukeppni. Kevin Mirallas hefur verið á skotskónum í Evrópukeppni fyrir okkar menn undanfarið en hann hefur skorað tvö mörk í sínum tveimur leikjum hingað til.

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Oviedo/Garbutt (uppfært þegar í ljós kom að Baines flaug ekki með hópnum) Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Barkley (mögulega Besic), Naismith, Mirallas, Lukaku. Aaron Lennon er ekki gjaldgengur með Everton í þessa keppni.

Við þökkum Ara S kærlega fyrir þessa upphitun hér að ofan en þau ykkar sem vilja kynna sér leikmenn FC Young Boys til hlítar er bent á greiningu Executioner’s Bong á þeim.

Í öðrum fréttum er það helst að Jagielka var á dögunum valinn leikmaður febrúarmánaðar eftir að hafa hjálpað til við að halda hreinu gegn West Brom og Crystal Palace og ná stigi gegn Englandsmeisturum Man City. Þetta er í annað skipti á tímabilinu sem hann verður fyrir valinu en hann hlaut þennan titil einnig í nóvember.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 unnu Southampton U21 auðveldlega í deild, 3-1 (sjá vídeó), með mörkum frá David Henen, Jonjoe Kenny og Brendan Galloway. Þeir töpuðu svo fyrir Villareal 1-2 (sjá vídeó) í Premier League International Cup og verða að vinna Sunderland U21 til að eiga séns á að komast í átta liða úrslit. Mark Everton skoraði David Henen og það var ekki af verri endanum. Everton U21 liðið spilaði svo leik við Man United U21 sem endaði markalaus. Þess má geta að Pienaar og Osman spiluðu sinn fyrsta leiki í nokkuð langan tíma (eins og kom fram hér að ofan) — og Kone lék í 80 mínútur.

Everton U18 liðið lék við Man United U18 og töpuðu 3-2 á útivelli. Mörk Everton skoruðu Nathan Broadhead og miðjumaðurinn Liam Walsh.

Landsliðsþjálfarinn enski, Roy Hodgson, sagðist sáttur við þann vana Everton að leyfa ungum og efnilegum strákum að spreyta sig í aðalliðinu, sbr. Barkley og Stones en fyrir utan þá hefur Martinez leyft Tyias Browning, Luke Garbutt og Ryan Ledson að öðlast reynslu með þeim hætti líka.

Og í lokin er rétt að minna á árshátíðina Everton á Íslandi sem nálgast óðfluga! Endilega skráið ykkur — allar nánari upplýsingar hér.

15 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Liðið er lagt af stað til Sviss:
    http://www.evertonfc.com/news/2015/02/18/blues-head-for-bern

    Hópurinn sem flaug:
    Howard, Robles, Griffiths, Garbutt, Oviedo, Jagielka, Stones, Coleman, Alcaraz, Browning, McCarthy, Besic, Barry, Barkley, Gibson, Naismith, Mirallas, Atsu, Lukaku, C.Duffus.

    Hmm… enginn Baines. :/

  2. Gestur skrifar:

    Og heldur ekki Distin og Kone, Oviedo er alveg að skila þessu flott.

  3. Teddi skrifar:

    Virkilega spenntur fyrir leiknum, vonandi 0-1 fyrir Everton.

  4. Diddi skrifar:

    ég vil leyfa McCarthy og Besic að spila saman í þessum leik til prufu vegna þess að SlowBarry verður í banni á móti leicester. Líklegra samt að hann láti þann hæga spila. En svo vil ég hafa Atsu hægra megin og Mirallas vinstra megin og Barkley í holu aftan við Naismith, já þig lásuð rétt Naismith. Spái 0-4 fyrir okkur ef við stillum svona upp 🙂

  5. Elvar Örn skrifar:

    Ég er forvitinn um hvernig Everton kemur til með að ganga að spila á gervigrasi. Það gæti truflað þá verulega en kannski náum við bara upp betra spili, hver veit.
    Aðal málið er að tapa ekki þessum leik og auðvitað best að ná að skora mark á útivelli, eru ekki annars sömu reglur þarna og í meistaradeildinni?

  6. Steini skrifar:

    Ég vona bara fyrir hönd Lukaku að hann fari að spila vel aftur og skori nokkur mörk, svona til að auka líkur hans á að komast aftur í stóran klúbb eins og hann orðaði það.

    • Diddi skrifar:

      það var víst slitið úr samhengi í því viðtali Steini minn eins og oft er gert, en mig minnir að Karim Benzema hafi sagt um þinn klúbb að hann vildi ekki fara í smáklúbb og að það hafi verið haft orðrétt eftir honum 🙂

    • Finnur skrifar:

      Takk fyrir þetta innlegg, Steini. Lukaku var greinilega að hlusta.

  7. Gestur skrifar:

    Barry inn Besic á bekk

  8. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=8893