Everton vs. Man City

Mynd: Everton FC.

Ríkjandi Englandsmeistarar mæta á Goodison Park á laugardaginn kl. 15:00 til að eigast við okkar menn. Heimaleikjaform Everton í gegnum tíðina á Goodison er mjög gott, aðeins 17 töp í 81 leikjum en á móti kemur að City eru taplausir í síðustu þremur leikjum gegn Everton. Útileikurinn gegn þeim á tímabilinu var naumt 1-0 tap þar sem… hvernig skal orða það… skulum láta nægja að segja að dómarinn hafi spilað ansi stóra rullu.

Hvorki fleiri né færri en 6 leikmenn eru á meiðslalistanum (Howard, Distin, Osman, Pienaar, Gibson og Hibbert) og Baines líklega tæpur að auki eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Alcaraz, hins vegar, er ekki lengur í banni. Líkleg uppstilling: Robles, Oviedo, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, Besic, Mirallas, Barkley, Naismith, Lukaku.

Hjá City eru þeir Aguero, Dzeko og Kompany að vinna sig úr meiðslum og gætu tekið þátt en Yaya Toure er frá vegna þátttöku í Afríkubikarnum.

Af ungliðunum er það að frétta að Ben McLaughlin, hægri bakvörðurinn úr Everton U21 liðinu var lánaður til Telford í einn mánuð. Matthew Pennington (Coventry City) og Connor Hunt (Hyde) eru tveir aðrir ungliðar sem eru í láni.

5 Athugasemdir

 1. Teddi skrifar:

  Spáin sem klikkar alltaf, 0-3.

 2. Diddi skrifar:

  uppstillingin komin, óánægður með að sjá Mirallas á bekknum, en kannski er bara ekkert síðra að nota hann til að koma inná til að tryggja okkur sigurinn heldur en að láta hann spila fyrstu 60 mín. Koma svo, spái 2 -1 fyrir okkur 🙂

 3. Finnur skrifar:

  Mikið rétt, uppstillingin er hér:
  http://everton.is/?p=8644

 4. þorri skrifar:

  hæ kærufélagar er heima veikur en er að horfa á okkar men.fyrrihálfleikur mjög skemtilegur.Stones og Jakieka mjög góðir í vorninni mér fynst hún hafi skánað núna en citi hefur verið meira með boltan.En okkar menn hafa verið að spila ágætlega þennana fyrrihálfleik.

 5. þorri skrifar:

  er mjög sáttur með þennan leik. Eitt stig er betra enn ekkert

%d bloggers like this: