Everton vs. QPR

Mynd: Everton FC.

Everton á leik næst á mánudagskvöldinu, kl. 20:00, en þá mætir liðið QPR sem sátu fyrir umferðina í fjórða neðsta sæti, einu stigi frá fallsæti. Það er langt í næsta Evrópuleik og mikilvægt að Everton komist fljótt aftur á beinu brautina í deildinni því tímabilið verður brátt hálfnað og markmiðið hlýtur að vera að vinna upp 9 stiga forskot sem West Ham hafa í fjórða sætinu.

Heimaleikjaform Everton hefur verið afar slakt á tímabilinu (tveir sigrar, þrjú jafntefli og tvö töp) og nauðsynlegt að gera Goodison aftur að því virki sem það hefur verið á nýloknum tímabilum. QPR skapar ágætis tækifæri þar en þeir eru eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum sínum leikjum á útivelli í deildinni. Það jók svo á vandræði þeirra að aðal markaskorari þeirra (Charlie Austin sem hefur skorað 8 af 13 mörkum þeirra) nældi sér í rautt gegn Burnley og er því í banni á móti okkur. Sá sem kemst næstur Austin í markaskorun hjá þeim er Leroy Fer, sem ætti að vera okkur kunnugur, en hann er með tvö mörk á tímabilinu.

Þær góðu fréttir bárust úr meiðsladeildinni að John Stones væri um tveimur til þremur vikum á undan áætlun að jafna sig af sínum meiðslum en hann er farinn að æfa með aðalliðinu aftur. Hann fær séns fyrir leikinn til að sýna að hann sé tilbúinn í leikinn, sem og James McCarthy, Steven Naismith og Darren Gibson. Barry verður ekki með því hann er í banni fyrir leikinn við QPR (sem er ástæða þess að hann lék gegn Krasnodar á fimmtudaginn síðasta).

Lukaku er heitur þessa dagana, búinn að skora þrjú mörk í síðustu fimm leikjum sínum og Mirallas jafnframt með tvö mörk í fjórum leikjum.

Það er bráðnauðsynlegt að vinna þennan leik. Hver er ykkar spá?

16 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    ég held að við töpum 1 – 2 🙂

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    QPR hefur ekki unnið á útivelli í háa herrans tíð. Miðað við gengi okkar í síðustu leikjum þá veit maður alveg hvar og hvenær það breytist hjá þeim.

  3. Ari S skrifar:

    Ohhh þoli ykkur ekki….

    spái 1-1

    😉

  4. Finnur skrifar:

    Skíthræddur við 0-0 jafntefli. Það væri týpískt.

    Ætla samt að spá 1-0 sigri. Hibbert með þrennu í leiknum.

    Já, þið lásuð rétt — tvö mörk ranglega dæmd af honum. Dómaraskandall.

  5. Gunni D skrifar:

    4-0,sagt og staðið. Meira að segja redobblað.

  6. Kiddi skrifar:

    Ég held að Barkley hristi af sér slenið og renni eins og tveim boltum í netið 4-2

  7. Teddi skrifar:

    1-0. Baines með víti.

    Barningur en liðið dettur í gírinn með þessum sigri og leggur svo sitt af mörkum við hátíðahaldið í næstu leikjum.

  8. Orri skrifar:

    Þetta verður sko ekkert strögl,auðveldur 4-0 sigur hjá Everton.Með þessum góða sigri verður lagður grunnur að góðu gengi okkar liðs það sem eftir lifir af þessum vetri.Topp 4 og sigur í Evrópudeildini.Það sem bjargar góðum svefni í nótt eftir brælutúr er tap rauðu skratana í dag.

  9. Diddi skrifar:

    ég treysti því að Gunni Davíðs verði með þetta rétt vegna þess að hann á afmæli í dag. 3 stig pottþétt 🙂

  10. Teddi skrifar:

    Já það verður glatað ef liðið okkar gefur honum ekki sigur í gjöf 🙂

    Congrats. Gunni D.

  11. Halli skrifar:

    Ég ætla að spá 2-0 mörkin koma seint eftir mikið strögl en 3 stig í hús. Þar sem ég kemst ekki á ölver þá takið þið vel á því þar í kvöld.

  12. þorri skrifar:

    ég spái að okkar menn taki sig nú á og vinni 3-0 mér er alveg sama hver skorar.Það verður bara að koma sigur til að eiga moguleika á 4 sætinu. Við erum með lið til þess er það ekki. Skemmti ykkur vel sem fara í ölver kemst ekki er að vinna en ÁFRAM EVETON ekkert múður

  13. Gunnþór skrifar:

    Mér finnst menn full bjartir hér en vona svo sannarlega að við förum að ná jákvæðum úrslitum í deldinni,

    • Finnur skrifar:

      Sé ekki betur en menn hafi verið nokkuð raunsæir. 4-0 hefði verið sanngjörn úrslit. 🙂

  14. Finnur skrifar:

    Uppstillingin:
    http://everton.is/?p=8493