SC Paderborn vs. Everton (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Everton mætir þýska liðinu SC Paderborn kl. 14:00 í dag í leik sem auglýstur var sá síðasti á undirbúningstímabilinu. Allar líkur eru þó á því að Everton leiki einn leik í viðbót fyrir luktum dyrum þar sem Belgarnir okkar, Lukaku og Mirallas, eru nýkomnir til liðs við hópinn eftir sumarfrí og munu því ekki leika í dag þó þeir séu með hópnum. Sá leikur verður væntanlega á enskri grundu og ekki sýndur beint líkt og leikurinn í dag og þeir leikmenn sem lítið hafa fengið að spila á undirbúningstímabilinu fá örugglega mínútur.

En í leiknum í dag mun Martinez  að öllum líkindum spila sem næst því sem hann kemst upphafsliðinu sem mætir Leicester í fyrsta leik Everton á tímabilinu sem byrjar á laugardaginn… eftir viku! Tímabilið er um það bil að hefjast!

Í öðrum fréttum er það helst að Matthew Kennedy var lánaður til Hibernian fram til byrjun janúar en þar mun hann hjálpa skoska liðinu, undir stjórn Everton-mannsins Alan Stubbs, að komast aftur upp í Úrvalsdeildina skosku.

Og í lokin er rétt að benda á þessa grein í Liverpool Echo þar sem Leighton Baines sagði að metnaðurinn hjá Roberto og klúbbnum hefði verið það sem sannfærði hann um að framlengja samning sinn.

“What the club has done lately is retain its best players,” he says. “Everyone here who has been linked with someone has stayed and committed to the club. The younger lads; Ross, Stonesy, Seamus have all been linked with clubs and they’ve all got their best football ahead of them, but they’re all happy to do it here. That’s as big as anything for me. The manager was telling me that’s what he wanted to do when I signed my contract.“

5 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Frábært að spila nokkra undirbúningsleiki núna. Þótt úrslitin séu ekki góð það skiptir ekki öllu máli aðalatriðið er að ná árangri í ensku. Ætla að vera bjartsýnn að spá Everton nái 4 sætinu í vor ef liðið lendir ekki í miklum meiðslum. Frábært að gera langtímasamninga við alla bestu leikmennina. Núna hef ég mestar áhyggjur af að Martinez verði boðið risasamningur til annars liðs t.d. næsta sumar annars er framtíð björt núna hjá Everton.

  2. Ari S skrifar:

    Þessi frábæra endurnýjunarsamningarholskefla byrjaði með því þegar Leighton Baines skrifaði undir og endurnýjaði samning sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Ég held að hann hafi hafi mikil áhrif á Coleman og Barkley til dæmis. Og nú er talað um að McCarthy sé að fara að endurnýja samning sinn mjög fljótlega. Sofandi risinn er að vakna.

  3. Ari S skrifar:

    Byrjunarliðið er svona: (ég skrifa það eins og það kemur fram á leikskýrslunni) ps. hún var birt á twitter rétt í þessu 🙂

    2 Tony Hibbert
    3 Leighton Baines
    6 Phil Jagielka
    7 Aiden McGeady
    17 Muhamed Besic
    18 Gareth Barry
    20 Ross Barkley
    22 Steven Pienaar
    24 Tim Howard
    30 Antolin Alcaras
    41 Chris Long

    Varamenn eru

    Robles, Naismith, Distin, McCarthy, Stones og Garbutt.

  4. Ari S skrifar:

    og Osman er að sjálfsögðu með líka… byrjar á bekknum biðst afsökunar á því að hafa gleymt honum 🙂

  5. Finnur skrifar:

    Takk fyrir það, Ari. Vísir að leikskýrslu nú kominn upp. Endilega látið í ykkur heyra þar. http://everton.is/?p=7634