SC Paderborn – Everton 3-1

Mynd: Everton FC.

Everton mætti SC Paderborn í síðasta sjónvarpaða leik undirbúningstímabilsins og leik lyktaði með 3-1 tapi, sem var nokkuð stærra en Everton átti skilið.

Uppstillingin: Howard, Baines, Alcaraz, Jagielka, Hibbert, Besic, Barry, McGeady, Pienaar, Barkley, Long. Varamenn: Joel, Naismith, Distin, McCarthy, Osman, Stones, Garbutt, McAleny, Duffy, Hope.

Leikurinn var rólegri en sá síðasti gegn Celta Vigo. Besic og Barry báðir djúpir miðjumenn með Barkley framar; greinilegt að Martinez vildi prófa hvernig Besic kemur út við hlið Barry. Besic fékk gult strax í upphafi leiks fyrir tæklingu (náði ekki að blokkera boltann og fór í manninn eftir skotið) — sem setti tóninn fyrir restina af hálfleiknum fyrir Besic sem hefði getað látið reka sig út af fyrir fjölda minni brota.

Til að byrja með  var þetta svolítið „stop and go“, eins og Bretarnir segja, vegna aukaspyrna og aðhlynningar vegna meiðsla. Eitt dæmi um slíkt var þegar hlynna þurfti að markverði Paderborn, eftir að hann lenti í samstuði við eigin varnarmann sem varð til þess að Long komst óvænt í dauðafæri en boltinn of langt til hægri svo að færið varð þröngt og skot hans á opið markið fór rétt framhjá nærstöng.

Long bætti þó aldeilis um betur þegar hann fékk sendingu frá Baines inn í teig vinstra megin, stoppaði og dró boltann aftur á bak til að komast í skotfæri (skildi varnarmanninn eftir) og þrumaði boltanum í fjærhornið uppi. Flottur undirbúningur hjá Pienaar og Baines í aðdragandanum og glæsilega afgreitt hjá Long. Gaman að sjá ungliðann skora sitt fyrsta mark með aðalliðinu. 1-0 Everton.

Paderborn jöfnuðu strax úr vítaspyrnu með nokkuð ósanngjörnum hætti — fiskuðu vítaspyrnu með eiginlega smá leikaraskap frá sóknamanni (lét sig detta eftir að Howard hafði tæklað boltann í innkast). Maður hélt strax þegar maður sá atvikið að þetta væri víti en endursýning sýndi að svo var ekki. Paderborn skoruðu úr vítaspyrnunni og staðan 1-1.

Paderborn voru líklegri til að bæta við marki en Everton eftir þetta og öðru hverju var vandræðagangur á vörninni hjá okkar mönnum, nokkuð sem hefur svolítið loðað við þessa undirbúningsleiki og verður að laga fyrir fyrsta leik í deild gegn Leicester eftir viku.

Staðan 1-1 í hálfleik. Einkunnir fyrir hálfleikinn: Howard 7, Baines 7, Alcaraz 7, Jagielka 6, Hibbert 6, Besic 6, Barry 6, McGeady 6, Pienaar 7, Barkley 7, Long 7.

Ein breyting í hálfleik: Osman inn á fyrir Barkley. Uppstilling í seinni því: Howard, Baines, Alcaraz, Jagielka, Hibbert, Barry, Osman, Besic, McGeady, Pienaar, Long.

Liðin skiptust á að pressa en maður sá ágætlega hvers vegna klúbburinn pungaði út 28 milljónum fyrir sóknarmann (Lukaku) því að það vantaði alveg bit í framlínuna í seinni hálfleik og Paderborn gengu á lagið og bættu tveimur við.

Naismith kom reyndar áður inn á fyrir Pienaar á 58. mínútu og Long var þá settur á vinstri kantinn (Naismith í framlínuna). Átta breytingar á liði Paderborn á 62. mínútu sem skelltu inn nær heilu fersku liði! 🙂

Stuttu síðar missti Besic boltann á mjög slæmum stað (rétt fyrir utan vítateig) en Howard varði vel skotið sem kom — horn. Upp úr horninu kom skot frá horni vítateigs vinstra megin sem sóknarmaður hitti mjög illa og boltinn fór í sveig fyrir markið beint á sóknarmann sem náði glæsilegum skalla í slána og inn. 2-1 Paderborn. Nokkur heppnisstimpill á því marki en lítið við því að gera.

Þeir hefðu geta bætt við á 70. en Howard vel á verði og McGeady náði strax hinum megin skoti að marki utan við teig en rétt yfir. Í kjölfarið kom góð pressa frá Everton sem sóttu hart að marki Paderborn — líklega besta færið fékk Jagielka en flott skot hans blokkerað og þá fengu liðsmenn Everton náttúrulega skyndisókn í andlitið, Howard varði fyrsta skotið vel en boltinn barst til sóknarmanns Paderborn, sem þurfti bara að pota inn þar sem Howard var kominn í grasið. 3-1 Paderborn.

McCarthy kom inn fyrir Long á 78. mínútu og Hope inn fyrir McGeady á 86. mínútu en þeir náðu ekki að breyta gangi leiksins sem endaði með 3-1 tapi.

Hefði verið gaman að sjá betri úrslit en eigum við ekki bara að segja að Martinez hafi valið góða mótherja til að vinna á veikleikum liðsins? 🙂

Einkunnir seinni hálfleiks: Howard 7, Baines 7, Alcaraz 6, Jagielka 7, Hibbert 6, Barry 6, Osman 6, Besic 6, McGeady 7, Pienaar 6, Long 6. Varamenn: McCarthy 6 og Hope 6.

Líklega einn æfingaleikur eftir fyrir luktum dyrum og svo bara Leicester í deild á laugardaginn næsta! Tímabilið alveg að hefjast.

17 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Chris Long var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið. 1-0 en Adam var heldur ekki lengi í paradís því að SC Padeborn jafnaði úr víti stuttu síðar. Eftir að Howard hafði farið í skógarhlaup an þess að þurfa þess… fékk á sig dæmt víti sem var tæpt en samt …

    1-1 eftir 20 mínútna leik.

  2. Ari S skrifar:

    … og vinur okkar Bešić kominn með gult á 3. mín… aðeins að stimpla sig inn strákurinn með nokkrar stífar tæklingar… 🙂

  3. Gestur skrifar:

    ekki var þetta gott upphitunartímabil , hefur ekki virið eins lélegt lengi. Og svo gengur ekkert að styrkja liðið , átti að bæta við mönnum en Everton er ekki komið með þann mannskap sem það hafði úr að velja í fyrra, sennilega vantar 1 eða 2 menn til að jafna það.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Lala frammistaða en samt frábært mark hjá Long. Howard klaufi að brjóta á þeirra manni í fyrsta markinu og mér fannst þetta fjara pínu út þegar þeir skipu 8 ferskum mönnum inn þegar um korter var liðið á seinni hálfleik.
    Söknum Mirallas og Lukaku greinilega frammi og svo er alltaf ný uppstilling í vörninni í þessum leikjum sem virðist trufla menn.
    Enginn sigur í Pre season en ef við sigrum Leicester þá er allt í orden. Martinez virðist mikið í mun að hlífa Lukaku, Mirallas og þeim sem tóku meiri þátt á HM.
    Gaman að heyraTwitter kveðju frá mér og svo klúbbnum á Íslandi upplesna í lýsingunni á Everton TV.

  5. Gunnþór skrifar:

    Góður Elvar,ekkert að marka svona æfingaleiki,menn að prófa ýmsa hluti en aldrei gaman að tapa leikjum sama hvort það eru æfinga eða alvöru leikir.

  6. Gestur skrifar:

    flott mark hjá stráknum, Everton veitir ekki að hafa framherja í lagi fyrir fyrstu leikina, Lukaku og Kone ekki leikfærir strax. Mér finnst vanta breidd í hópinn.

  7. Diddi skrifar:

    markaðssetning enska boltans er stórkostleg og haldið áfram að mata menn, nú er inni í vísi.is auglýsing um að veislan haldi áfram og í forgrunni eru fimm menn, þ.e. framkv. stjórar þeirra liða sem enduðu í fjórum efstu sætunum og fremstur er Van Gaal sem er stjóri liðsins sem endaði í 7. sæti, halló, hvar eru þeir sem voru í 5. og 6. sæti, ættu þeir ekki bara að vera þarna frekar en þessi Hollendingur 🙂

  8. Orri skrifar:

    Sæll Diddi.Það er nú ekki sama hvort liðið er rautt eða blátt.

  9. Georg skrifar:

    Everton spiluðu áðan æfingarleik gegn Sheffield Wednesday þar sem Lukaku og Mirallas spiluðu 45 mínútur hvor. Þessi leikur var settur sérstaklega upp svo þeir fengu mínútur fyrir fyrsta leik en Martínez hafði þá einmitt ekki í hóp gegn SC Paderborn þar sem hann vildi frekar hafa þá í ströngu fitness programmi til að koma þeim í form sem fyrst. Við unnum leikinn 4-1 þar sem að Lukaku skoraði 2 mörk. Það mun klárlega muna gríðarlega að hafa Mirallas og Lukaku í liðinu. Svo má ekki gleyma Coleman sem hefur verið frá vegna meiðsla. Þessir þrír leikmenn skipta gríðarlegu máli þegar kemur að sóknarleik liðsins.

  10. Georg skrifar:

    Coleman er byrjaður að æfa með liðinu. Hann tók fullan þátt í æfingunni í dag. Hann á veikan séns a að byrja á laugardag, það munar mikið um að fá Coleman aftur.

  11. Georg skrifar:

    Svo hefur Martínez staðfest að Everton sé búið að komast að samkomulagi við Chelsea um lán á Christian Atsu út leiktíðina, það á eftir að ganga frá atvinnuleyfi og samkomulagi við Atsu. Hann þótti standa sig mjög vel með Ghana á HM í sumar. Hann á að koma í stað Deulofeu. Atsu er örfættur og hans besta staða er hægri kantur en getur einnig spilað á vinstri kant og sem framsækinn miðjumaður. Okkur vantar breidd í þessar stöður svo hann gæti reynst okkur vel

  12. Diddi skrifar:

    Þá hefur Martinez einnig látið hafa eftir sér að lokadagur félagaskiptagluggans verði langt því frá einhver rólegheitadagur hjá okkar mönnum þannig að enn megum við vænta einhverra spennandi frétta hygg ég 🙂

  13. Orri skrifar:

    Sæll Diddi.Það er greinilega spennandi dagar framundan hjá okkur.Ég held eins og þú að það eigi eitthvað skemtilegt eftir að koma í ljós í lok ágúst.

  14. Elvar Örn skrifar:

    Atsu kominn til Everton, STAÐFEST

    http://www.evertonfc.com/evertontv/home/10548

  15. Elvar Örn skrifar:

    Og Martinez ætlar að næla í fleiri leikmenn fyrir lok gluggans skv honum.
    Djöfulli er ég ánægður með Martinez og opna leikmannaglugga, jeminn.

    Man vel eftir seinasta degi gluggans í fyrra sem var sá flottasti í fjölmörg ár.

    Mér hefur þótt liðið ekki hafa spilað vel á Pre season og hef áhyggjur af fyrstu leikjunum en hópurinn er orðinn breiður eftir kaup/lán seinustu tvær vikurnar verð ég að segja. Kannski verður það gulls ígildi þegar líður á leiktíðin að Martinez hafi ákveðið að hvíla Lukaku, Mirallas og Coleman (þó hann sé með smá meiðsli) og Jagielka td spilað sáralítið.
    Kone og Oviedo eiga að vera til í september en spurning hvenær þeir taki einhvern þátt í leikjum liðsins en gæti reynst dýrmætt þegar líður á leiktíðin.
    Gibson og Besic eru góð cover fyrir Barry og McCarty en finnst okkur bráðvantar sóknarmann, hvað myndi td gerast ef Lukaku meiðist í fyrsta leik og verður frá í 2 mánuði, notum við þá bara Naismith og ekkert cover fyrir hann nema Mirallas (úr stöðu) eða einhver unglingurinn?

    One looking forward to the start of the focking season

  16. Elvar Örn skrifar:

    Sorry for the spelling, auto correction í símanum alvarlega að messa í mér ☺