Leicester vs. Everton, í beinni frá Bangkok

Mynd: Everton FC.

Annar leikur Everton á undirbúningstímabilinu er gegn Leicester í Bangkok, Tælandi, rétt fyrir hádegi á morgun (sunnudag) kl 11:49. Leicester eru, eins og áður hefur komið fram, fyrstu andstæðingar Everton á komandi tímabili og því verður þetta kannski forsmekkurinn að því sem koma skal. Reyndar hefur Martinez verið að gefa leikmönnum á jaðrinum tækifæri svo hægt sé að meta hvar þarf að styrkja liðið og hvar er hægt að nýta þá leikmenn sem fyrir eru, þannig að Everton mun ekki stilla upp sínu sterkasta liði (enda ekki allir komnir úr sumarfríum eftir HM).

En það var gaman að sjá liðið á vellinum aftur í síðasta leik og verður örugglega gaman að fylgjast með þeim í þessum leik líka. Auk þess er aldrei að vita nema við getum séð Muhamed Bešić í fyrsta sinn í leik með Everton?

Hægt er að horfa á leikinn í beinni hér og kaupa aðgang að leiknum og upptökum af honum — ef ekki búið.

En á meðan við bíðum þá er hægt er að sjá mörkin í 1-4 útisigri Everton U21 gegn Wrexham U21 í skemmtilegu vídeói hér.

2 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Ég er að horfa á Bosnía v. Argentína sem var um daginn, okkar maður Muhamed Bešić kemur vel út. Nýr Peter Reid… 🙂

    Hlakka til að sjá Leicester v. Everton á morgunn…. 🙂

  2. Gestur skrifar:

    Besic spilar ekki fyrr en það er búið að tilkynna félagsskiptin

%d bloggers like this: