Mynd: Everton FC.
Everton lék í kvöld fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu — vináttuleik við Tranmere — sem lyktaði með 2-2 jafntefli. Tim Howard er enn í fríi eftir hetjulega baráttu í heimsmeistarakeppninni og því var Robles í markinu allan tímann. Hákarlar á borð við Baines og Jagielka hvergi sjáanlegir heldur. Allir útispilararnir fengu aðeins að spreyta sig í um 45 mínútur hver því gerðar voru 10 skiptingar í hálfleik svo sem flestir fengju spilatíma.
Uppstillingin í fyrri hálfleik: Robles, Garbutt (vinstri bakvörður), Distin (fyrirliði) og Duffy miðverðir, Browning í hægri bakverði. Barry og Lundstram á miðjunni, Pienaar á vinstri kanti, Kennedy á hægri kanti, Naismith og McAleny frammi.
Everton fengu góðan stuðning frá stuðningsmönnum sem fjölmenntu á þennan gríðarlega mikilvæga leik sem Martinez nýtti til að prófa saman blöndu af reyndum og óreyndum leikmönnum. Leikmenn virkuðu almennt nokkuð ryðgaðir og svolítið um lélegar sendingar. Everton meira með boltann en áttu erfitt með að finna glufur í þéttri vörn Tranmere. Tranmere voru búnir með tvo æfingaleiki og því aðeins með meira match sharpness og tvisvar komust þeir aftur fyrir vörnina í hættuleg færi en lélegir að klára. Everton refsaði þeim með eitraðri fyrirgjöf frá Garbutt sem Naismith skallaði inn af harðfylgni. 1-0 Everton. Lítið annars um almennileg færi í fyrri hálfleik.
Robles hafði lítið að gera, gef honum 6 í einkunn fyrir fyrri hálfleik. Miðverðirnir (Distin og Duffy) litu ágætlega út, ekki of mikið að gera hjá þeim heldur. Gef þeim 6 báðum. Bakverðirnir Browning og Garbutt duglegir að fara fram en minna að gera á hægri kanti en þeim vinstri, en Garbutt líklega besti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik og átti eitraða fyrirgjöf sem gaf mark. Browning fær því 6 en Garbutt 8 enda flottur bæði í vörn og sókn. Barry virkaði ryðgaður til að byrja með en vann á er leið á. 6 í einkunn. Lundstram virkaði ekki effektívur til að byrja með en átti tvö ágæt langskot, þar af eitt hættulegt. 6 í einkunn þar. Pienaar líflegur á kantinum og alltaf tricky, eins og við þekkjum hann — 7 í einkunn þar. Kennedy allt í lagi, en hefði viljað sjá hægri kantinn virkari. 6 í einkunn þar. McAleny virkaði líflegur í byrjun en fjaraði út, 6 þar sömuleiðis og Naismith… virkaði eins og hann ætlaði að eiga skelfilegan leik — en svo skorar hann flott mark. Gef honum 6.
Öllu liðinu skipt út í hálfleik, nema Robles, eins og áður sagði. Uppstillingin í seinni hálfleik því: Robles, Hibbert (vinstri bakverði), Alcaraz, Stones (miðverðir), Coleman (hægri bakvörður), Gibson, McCarthy á miðjunni, McGeady, Osman (fyrirliði), Long og Hope frammi.
Pressan jókst hjá Everton í seinni hálfleik og skipti þar nokkru að Osman, McGeady og Gibson voru að virka ágætlega á miðjunni og Gibson sérstaklega með margar flottar sendingar fram á við og McGeady með eitraðar sendingar af hægri. Það voru þó Tranmere sem jöfnuðu eftir skelfileg mistök hjá Stones í sendingu aftur á Robles, beint á sóknarmann einn á móti Robles. Auðvelt: 1-1. Robles gat lítið gert í markinu en átti flotta markvörslu stuttu síðar.
Everton komst yfir aftur eftir hornspyrnu frá McGeady, Osman kom óvaldaður inn í teig og skoraði auðveldlega. 2-1. Coleman virtist meiðast stuttu áður og fór út af rétt eftir markið og Garbutt kom aftur inn á, en meiðslin litu ekki út fyrir að vera alvarlegt (engir sénsar teknir). Hibbert þar með færður í hægri bakvörð og Garbutt í vinstri.
Osman átti flott skot, sem var glæsilega varið í horn. Nokkru síðar reyndi hann vippu yfir markvörð af löngu en rétt yfir. Gibson átti skot úr aukaspyrnu, vel varið.
En Tranmere jöfnuðu á lokamínútunum eftir að hafa legið í vörn nokkuð lengi. Alcaraz náði að brjóta niður sókn Tranmere með flottri tæklingu en boltinn barst til Tranmere leikmanns, sem kom honum á hægri kant og sending svo fyrir. Þar tók sóknarmaður skot í fyrstu snertingu og í fjærstöngina og hirti sjálfur frákastið við nærstöng og skoraði auðveldlega. Alcaraz ekki náð nógu fljótt til baka en Stones hefði átt að dekka fyrir hann. Það tókst ekki og Tranmere jöfnuðu. 2-2 og þannig enduðu leikar.
Robles með 6, Hibbert 6, Alcaraz 6, Stones 5 (tvö mistök, tvö mörk), Coleman 7, Gibson 8 (maður seinni hálfleiks), McCarthy 6, Osman 7 (skeinuhættur), McGeady 7 (unun að fylgjast með honum stundum), Long 6, Hope 6 (hvorugur að heilla mig í leiknum).
Jafntefli í fyrsta leik undirbúningstímabils staðreynd í sæmilega fjörugum leik.
Ágætis leikur hjá okkar mönnum miðað við fyrsta leik.
Áhugaverð frétt tengt leikmannamálum en Muhamed Besic sást í Liverpool borg og er því líklega nálægt því að semja við Everton.
http://www.nsno.co.uk/everton-news/2014/07/besic-on-merseyside-for-talks-with-everton/
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/muhamed-besics-everton-transfer-moves-3903194
það er alveg ferlega rólegt hjá Everton á leikmannamarkaðnum
Þetta hefur allt sinn gang…
http://m.bbc.com/sport/football/28473169
Já en Muhamed Besic kaupin eru staðfest.
http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/07/24/besic-latest
Martinez sagði fyrir skemmstu að um 3-4 kæmu til liðsins á næstu dögum.
Held að hann sé að tala um 4m miðjumanninn Besic (sem er staðfest), David Henen sem er 18 ára Belgískur framherji á 1.5m sem kemur frá Anderlecht, Lukaku frá Chelsea fyrir um 18m og nokkuð óljóst hverjir fleiri eru í skoðun en þó eru fréttir um að 21 ára Nígeríski miðjumaðurinn Ogenyi Onazi frá Lazio sé í sigtinu.
Það liggur þó alveg ljóst fyrir að Martinez vill fá lánsmenn einnig svo ég er sannfærður um að það á eftir að bætast í hópinn eftir þessi kaup á Besic, en klárlega vantar okkur amk 2 framherja núna.