Everton – Arsenal 3-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Howard, Baines, Distin, Stones, Coleman, McCarthy, Barry, Osman (fyrirliði), Mirallas, Naismith, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Hibbert, McGeady, Deulofeu, Barkley, Garbutt, Alcaraz. Jagielka frá enn eina vikuna og því Stones í miðverðinum áfram. Barkley á bekknum, en hann stoppaði stutt við þar.

Everton byrjaði leikinn fjörlega og átti Osman skot að marki strax á fyrstu mínútunum sem sleikti fjærstöngina. Arsenal svaraði með samskonar skoti úr aðeins verra færi hinum megin og aðeins lengra framhjá.

Osman fór svo alblóðugur út af á 7. mínútu þegar hann stoppaði sókn Arsenal með skriðtæklingu en fékk í leiðinni takka í andlitið (og gult í þokkabót — líklega réttilega). Barkley skipt inn á fyrir hann.

Flamini átti skot af löngu á 10. mínútu en beint á Howard. Auðvelt.

Stones var næstum búinn að gefa Arsenal færi á silfurfati með slæmri sendingu aftur á Howard á 13. mínútu en Howard bjargaði á síðustu stundu með vel tímasettu hlaupi og hreinsun yfir á Baines. Baines tók bara boltann og brunaði í sókn upp vinstri kantinn, tók sjö snertingar á leið upp völlinn óvaldaður og sendi svo stungu gegnum klofið á Arsenal manninum á Lukaku sem var inn í teig. Sá náði skoti á mark sem var glæsilega varið en Naismith þar mættur til að klára sóknina. Setti hann niðri í hægra hornið. 1-0 fyrir Everton! Allt brjálað á Goodison Park!

Og Everton menn voru ekki hættir — náðu þungri sókn á Arsenal á 20. mínútu; fyrst var flott fyrirgjöf frá vinstri hreinsuð frá og svo skot upp úr frákastinu blokkerað.

Hinum megin skapaðist svo hætta þegar Gioroud var ekki langt frá því að stýra boltanum á fjærstöng í fínu færi hægra megin en boltinn rétt framhjá. Arsenal mönnum að ganga erfiðlega að koma boltanum á rammann.

Barkley komst inn í teig vinstra megin á 29. mínútu og átti tvö hættuleg skot, fyrsta varið af markverði en Barkley náði sjálfur frákastinu sem og öðru skoti en það var blokkerað í horn af varnarmanni. Upp úr horni náði Mirallas, sem staddur var rétt innan teigs vinstra megin, skoti niðri í vinstra hornið alveg niðri við jörð en markvörður Arsenal mátti hafa sig allan við til að verja glæsilega.

Everton búið að ná 5 skotum á markið eftir hálftíma leik á móti aðeins einu frá Arsenal (og það skot var beint á Howard af löngu).

En á 33. mínútu var Everton búið að setja annað mark á Arsenal og það var ekkert minna en þeir áttu skilið. Markið kom eftir að Mirallas sendi frábæra stungusendingu á Lukaku upp hægri kantinn. Lukaku brunaði inn í teig og steig til vinstri tvisvar til að losa sig við varnarmenn og lagði hann í netið. 2-0 fyrir Everton!

Podolski átti besta færi Arsenal í fyrri hálfleik þegar hann hitti boltann illa í skoti innan teigs, boltinn í jörðina og tók sveig sem var næstum farinn yfir Howard en hann reddaði í horn. Eina almennilega færi Arsenal í fyrri hálfleik. 2-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur ekki jafn mikið fyrir augað og sá fyrri, svona allavega til að byrja með. Arsenal náði tvisvar að setja pressu á varnarmenn Everton og vinna af þeim boltann en ekkert kom úr því.

Lítið annað að gerast fyrr en á 60. mínútu þegar Mirallas vann boltann af Sagna, að mig minnir, við miðju, brunaði í skyndisókn og sendi stungusendingu á Naismith sem náði skoti á mark sem var varið. Mirallas þá mættur inn í teig að taka frákastið en vildi svo til að hann sparkaði aftan í löppina á Arteta sem varð þess valdandi að Arteta sparkaði boltanum inn í eigið mark. Líklega sóknarbrot en þetta fer víst í sögubækurnar sem sjálfsmark. 3-0 fyrir Everton.

Barkley var svo næstum búinn að bæta við fjórða markinu með skoti innan teigs; skotið fast en beint á markvörð.

Ramsey og Oxlade-Chamberlain var skipt inn á á 65. mínútu fyrir Flamini og einhvern og Sanogo fór inn á fyrir Giroud örfáum mínútum síðar.

Þær skiptingar hleyptu smá lífi í sóknarleik Arsenal. Cazorla átti til dæmis skot af sæmilega löngu færi á 68. mínútu en beint á Howard.

Everton svaraði með því að skipta Naismith út af fyrir McGeady og Deulofeu inn fyrir Lukaku stuttu síðar. Áhorfendur á Goodison stóðu upp til að hylla Naismith, sem var með frammistöðu sinni valinn maður leiksins annan leikinn í röð!

Oxlade-Chamberlain átti skot fyrir Arsenal á 85. mínútu af löngu, upp úr engu, sem Howard varði glæsilega í slána og út. Hann átti stuttu síðar flott skot sem var blokkerað af varnarmanni Everton sem skriðtæklaði í veg fyrir skotið.

En í netið vildi boltinn ekki fyrir þá fyrr en nokkrar sekúndur voru eftir af leiknumn en markaskorarinn Sanogo var dæmdur rangstæður. Líklega rangur dómur, skv. endursýningu og leikurinn fór því 3-0.

Þrjú fyllilega verðskulduð stig enda Everton liðið mun betra í léknum, börðust um alla bolta, opnuðu vörn Arsenal oft upp á gátt og voru mjög hungraðir í að klára leikinn. Everton að njóta fótboltans allir sem einn og Coleman kannski sérstaklega. Frammistaða Arsenal líklega með þeim daprari sem maður hefur séð á Goodison á tímabilinu og þeir jafnframt aðeins unnið einn af síðustu 6 deildarleikjum sínum, gert tvö jafntefli og tapað þremur. Everton að vinna sinn sjötta deildarleik í röð. Meira svona!

Einkunnir Sky Sport: Howard 7, Baines 6, Distin 8, Stones 7, Coleman 7, Mirallas 8, McCarthy 7, Barry 7, Osman 5 (út af eftir 10 mín), Naismith 9, Lukaku 8. Varamenn: Barkley 7, Deulofeu 6, McGeady 6. Byrjunarlið Arsenal með 6 á línuna, nema Vermaelen og Podolski með 7 og Monreal og Cazorla með 5. Oxlade-Chamberlain þeirra besti maður með 8 þó hann hafi bara leikið um hálftíma.

Uppfært: Það gæti jafnvel ráðist í blálokin hvort Everton verður fjórða liðið í Champions League í ár. Ég hafði samband við Vita Sport og það er enn smá séns ef einhver vill upplifa það með eigin augum og fara með hópnum á Everton-City leikinn. Og það sem meira er, ef einhver er stakur er enn laust pláss í herbergi með öðrum stökum ferðalanga (og spara sér 30þ krónur þar). ATH: Til þess að svo verði þarf þó að hafa samband við Vita um leið og opnar í fyrramálið (mán) því að á morgun þurfa þau að skila þeim sætum til Flugleiða sem ekki seljast.

37 Athugasemdir

 1. Teddi skrifar:

  Sáttur við þetta byrjunarlið. Vill sjá Barca guttann fá a.m.k. hálftíma ef hann er stilltur á „gefa boltann mode“ 🙂 Jagielka hlýtur að vera með flensu…

 2. Halli skrifar:

  Hvar er Jagielka. Vonandi tekur Naismith sjálfstraustið úr Fulham leiknum með sér inn í þennan leik

 3. Diddi skrifar:

  stór mistök að hafa naismith inn á í byrjun að mínu mati, hefði frekar verið með the Barca kid eða mcGeady, en spái 2-1 sigri. Þori ekki að nefna annan markaskorarann því ég vil að hann skori en hinn er Lukaku 🙂 KOMA SVO

 4. Diddi skrifar:

  frábær ákvörðun að hafa Naismith inná í byrjun algjör masterstroke 🙂

 5. Diddi skrifar:

  fagnaðarlætin hjá Lukaku vegna marksins segir manni bara eitt, Hér líður honum vel 🙂

 6. Teddi skrifar:

  Mun sterkari í fyrri hálfleik. Nú er bara að standa af sér góða kaflann hjá Arsenal, alltof gott lið til að gera uppá bak í 90 mín.!

 7. Ari G skrifar:

  Hef alltaf sagt að Everton eigi að spila með 2 framherja mín skoðun. Frábær fyrri hálfleikur hjá Everton. Gott að fá unga Spánverjann inná í seinni hálfleik og kannski Gready síðustu 10 min.

 8. Gunnþór skrifar:

  Flottur fyrri hálfleikur,halda áfram svona,Diddi þurfum við að fara endurskoða Naismith eitthvað eða hvað.?

 9. Ari G skrifar:

  Naismith er heldur betur að rísa upp frábær leikur hjá honum. Leikur Everton var til fyrirmyndar í dag. Átti ekki von á að Everton mundi keppa um 4 sætið fyrir mánuði þetta er fljótt að breytast. Everton á erfiðri leiki en Arsenal svo þetta verður erfitt en það er alltaf von og hún er mikill eftir leikinn í dag.

 10. Diddi skrifar:

  Gunni D, það er frábært að jinxa naismith og tala í hringi og ég ét glaður ofan í mig það sem ég segi svo lengi sem Everton vinnur andstæðinga sína. Gunnþór, við verðum að viðurkenna það að Naismith er búinn að standa sig vel og ég verð að minna á að hann er sá leikmaður sem ég sagði að myndi koma mest á óvart á þessu tímabili ef ég man rétt 😉

 11. Gunni D skrifar:

  Nú vantar okkur sennilega 11 stig.

 12. Finnur skrifar:

  Glæsilegur sigur í dag. Everton þurfti minna að hafa fyrir þessu en maður átti von á. Eiginlega miklu minna. En við kvörtum ekki yfir því.

  Skýrslan komin.

 13. Halli skrifar:

  Glæsilegur sigur í dag Goodison að verða óvinnandi vígi 9 heimasigrar í röð í öllum keppnum og 6 deildarsigrar í röð með markatöluna 15-4 og búnir að skora 3 mörk í leik 4 leiki í röð þetta er magnað dæmi. Hvað er svo að frétta með Naismith hver sendi honum lýsi

 14. Georg skrifar:

  Frábær leikur hjá okkar mönnum og kom þessi 3-0 sigur sér heldur betur vel í baráttunni um 4. sætið. Frá því að vera 4 stigum og 1 marki lakara í markatölu gagnvart Arsenal yfir í að vera 1. stigi frá og 5 mörkum betur er ekki slæmt og ekki má gleyma að við eigum inni leik. Það er engin spurning að við eigum erfiðari leiki eftir en Arsenal. En við eigum bæði Man Utd og Man City á Goodison Park. 6 sigurleikir í röð í deildinni og hefur það ekki gerst í 12 ár. Okkar run vs Arsenal í síðustu 6 leikjum, 18 stig vs. 5 stig.

  Ef við höldum áfram þessari spilamennsku þá getum við alveg náð þessu 4. sæti. Nú erum við komnir með sama stigafjöld og í fyrra og bara 2 stigum frá stigametinu okkar í úrvalsdeildinni þegar 6 umferðir eru eftir. Nú verður gaman að sjá hversu mikið við bætum stigametið á fyrsta tímabili Martínez.

  Áfram Everton!

 15. Halli skrifar:

  Það er búið að færa Man C leikinn yfir á laugardagskvöld 17.30 fyrir þá sem eru að fara út á leikinn

 16. Gunnþór skrifar:

  Takk fyrir það Halli,en nú er þetta í okkar höndum og það er alltaf þægilegra að hafa það svoleiðis í baráttu um eitthvað í þessu tilfelli baráttan um meistaradeildarsæti.

 17. Finnur skrifar:

  Fyrirsögn sem fyrir leik ég átti ekki von á að sjá frá Mogganum:
  „Everton rúllaði yfir Arsenal“: http://www.mbl.is/sport/enski/2014/04/06/everton_rulladi_yfir_arsenal/

  Gott mál. 🙂

 18. Orri skrifar:

  Sæll Finnur.Þessi fyrirsögn kemur mér ekki á óvart.

 19. Diddi skrifar:

  ég get upplýst það hér að Orri hringdi í mig sl. mánudagsmorgun og sagðist hafa hringt í mbl.is vegna skrifa þeirra um hverjir ættu séns á meistaratitli og meistaradeildarsæti, þar var ekki minnst á EVERTON og Orri las þeim pistilinn vegna þess og hótaði meðal annars að segja upp mogganum sem hann hefur keypt í áraraðir. Það er skemmst frá því að segja að fréttinni var breytt og bætt við neðanmáls hve möguleikar Everton væru miklir og að við ættum leik inni á Arsenal og innbyrðisviðureign að auki, þannig að þeir á mbl.is þora framvegis ekki að birta greinar um enska boltann öðruvísi en að hafa sambandi við okkar mann Orra fyrst. Þess vegna kemur þessi fyrirsögn okkur Orra ekki neitt á óvart 🙂

 20. Finnur skrifar:

  Hahaha! Góður! 🙂

 21. Sigurbjörn skrifar:

  Þeir gerarst ekki mikið glæsilegri sigrarnir. Ég er á því að Lukaku hafi átt einn sinn besta leik fyrir Everton í dag og var maður leiksins að mínu mati. Þó erfitt að taka einn út þar sem allir áttu góðan dag og hvergi veikan blett að finna á liðinu.
  Vonandi heldur þetta góða gengi áfram en það verður að segjast eins og er að prógrammið framundan er nokkuð strembið. Maður er því hóflega bjartsýnn á CL sætið en frábært að við skulum þó ennþá vera í baráttunni þegar svona lítið er eftir af tímabilinu. Það má jafnvel segja að við séum ennþá í titilbaráttunni þó það sé nú heldur langsótt 😉
  Nú er algert lykilatriði að vinna næstu tvo leiki og öll stig eftir það eru bónus.

 22. Ari S skrifar:

  Flottur dagur hjá okkur. Arsenal á ekkert endilega auðvelda leiki eftir. Í síðustu tveimur leikjum þeirra eiga þeir að keppa við lið sem eru í fallbaráttunni og munu án efa berjast fyrir lífi sínu. En mín vegna mega þeir halda að þessir leikir séu auðveldir.

 23. Ari S skrifar:

  Orri minn, þú átt þessa fyrirsögn algerlega skuldlaust! Takk fyrir símasamtalið á mánudagsmorguninn 🙂

  Barkley var með 91 % sendigar sem rötuðu á samherja. Segir allt szem segja þarf. Mér finnst æðislsegt hversu vel Naismith er að blómstra og hreint út sagt magnað að sjá hann og til dæmis Howard blómstra. ég sem hélt að Howard gæti ekki orðið betri en hann er……. SAMT er hann að bæta sig og sýna meiri getu og færni en hann hefur áður gert. Algerlega magnað!

  Lukaku var flottur í dago og það mikið væri gaman ef að Everton myndi versla hann í sumar. Mér liggur við að senda félaginu pening í púkkið … 😉

 24. Gunnþór skrifar:

  Þessir blessaðir íþróttafréttamenn á íslandi eru því miður ekki með þennan blessaða fótbolta alltaf á hreinu,eins hér á landi á sumrin emmin hjá mogganum td.

 25. Finnur skrifar:

  Það voru ansi mörg góð móment í þessum leik, þegar ég hugsa til baka, fyrir utan mörkin og verðskuldaðan sigur í mikilvægum leik:

  1) Þegar áhorfendur stóðu upp og klöppuðu fyrir Naismith þegar hann fór út af, eftir að hafa átt frábæran leik. Gaman að sjá að fólk er farið að taka hann í sátt eftir erfiða byrjun þar sem hann var notaður sem kantmaður (ekki hans besta staða). Tvö mörk í síðustu tveimur leikjum (maður leiks í báðum) og nú kominn með 8 mörk á tímabilinu. Alls ekki slæmt fyrir mann sem kom á free transfer.

  2) Fagnið hjá Lukaku eftir markið…
  http://www.101greatgoals.com/blog/wtf-the-arsenal-bench-enjoyed-romelu-lukakus-celebration-with-everton-boss-roberto-martinez-picture/

  3) Og einnig skemmtilegir taktar hjá Coleman.
  http://www.101greatgoals.com/blog/evertons-seamus-coleman-pulled-off-two-wonderful-pieces-of-skill-v-arsenal-vines/

 26. Finnur skrifar:

  Og að lokum, eins og ég bætti aftan við greinina hér að ofan:

  Það gæti jafnvel ráðist í blálokin hvort Everton verður fjórða liðið í Champions League í ár. Ég hafði samband við Vita Sport og það er enn smá séns ef einhver vill upplifa það með eigin augum og fara með hópnum á Everton-City leikinn. Og það sem meira er, ef einhver er stakur er enn laust pláss í herbergi með öðrum stökum ferðalanga (og spara sér 30þ krónur þar). ATH: Til þess að svo verði þarf þó að hafa samband við Vita um leið og opnar í fyrramálið (mán) því að á morgun þurfa þau að skila þeim sætum til Flugleiða sem ekki seljast.

 27. Holmar skrifar:

  Þetta var magnaður sigur, allt liðið að spila vel. Howard átti nokkrar magnaðar vörslur í þau fáu skipti sem Arsenal ógnaði markinu að ráði. Hann er búinn að vera ákaflega traustur á tímabilinu. Jagielka gæti svo átt í erfiðleikum með að komast í liðið aftur, svo öruggur virðist Stones vera og ná vel saman við Distin.
  Barry og McCarthy sáu um skítverkin aftast á miðjuni og Coleman bauð uppá sirkustilþrif. Lukakaku, Naismith og Mirallas sáu svo um þetta frammi.
  Það er hins vegar erfitt prógramm fram undan og City leikurinn gæti orðið alveg magnaður. Aðeins stressandi að sú staða gæti verið uppi að ef að City tapar þeim leik þá verði Liverpool meistarar. Væru nú frekar leiðinlegar aukaverkanir af því að vinna City. Verður þó að viðurkennast að litli bróðir væri verðskuldaður sigurvegari. Ekki margir sem reiknuðu með því að þeir yrðu í þessari stöðu. Kannski þetta „næsta tímabil“ sem Liverpool menn eru búnir að tala um í rúm 20 ár sé loksins komið.

 28. Sigurbjörn skrifar:

  Sammála með Howard, hann er búinn að vera frábær á tímabilinu.
  Varla hægt að segja að hann hafi stigið feilspor allt tímabilið (eina sem ég man eftir var úthlaupið á móti Sturridge í martröðinni á Anfield).
  Ég smellti mínu atkvæði á hann sem leikmann ársins á Everton síðunni.

 29. Finnur skrifar:

  Stones valinn í lið vikunnar að mati BBC:
  http://www.bbc.com/sport/0/football/26911599

 30. Tryggvi Már skrifar:

  Magnað: „Did you know? Everton have a 75% win rate in the 16 games Stones has played in this season and just 38% in the 16 he has not.“

 31. Finnur skrifar:

  Yndislega skemmtileg lesning hér á ferðinni hjá BBC:
  http://www.bbc.com/sport/0/football/26914577

 32. Georg skrifar:

  Samkvæmt mirror voru Stones, Naismith og Lukaku í liði vikunnar. Enda áttu þeir allir frábæra leiki.

  Stones átti reyndar tvö vafasöm moment í leiknum sem hefðu getað farið verr en fyrir utan það hefur hann verið framúrskarandi í vörninni hjá okkur í fjarveru Jagielka. Ótrúlegt hvað hann hefur vaxið á þessari leiktíð og gaman að sjá hvað hann er góður á boltann og finnur nánast alltaf leikmann í lappir. Efast um að Moyes kallinn hefði leyft honum að spila svona mikið, hefði eflast haft Heitinga í hans stað. Martínez hefur þvílíkt breytt hugsuninni hjá okkar varnarmönnum, frá því að hreinsa oft boltann fram þá er alltaf leitað á næsta mann og helst á miðjuna og byggjum við alltaf upp spilið frá aftasta manni.

  Barkley datt aðeins niður eftir að hann kom til baka úr meiðslunum, en hann hefur vaxið gríðarlega mikið í síðustu leikjum og sér maður hvað hann er að þroskast mikið varðandi hvernig hann er að gefa frá sér boltann og 91% sendingar heppnaðar gegn Arsenal rökstyðja það vel. Hann var mun villtari í byjun leiktíðar. Þessir ungu leikmenn munu aldrei bæta sig nema að fá að spila á stóra sviðinu og Martínez hefur sýnt það gegn hvaða liði sem er að hann er ekkert hræddur við að mæta með 2-4 leikmenn sem eru 21. árs eða yngri.

  Fyrir mína parta þá er forgangsatriði fyrir okkur að reyna að kaupa Lukaku í sumar. Liðið spilar á öðru leveli þegar hann er inn á vellinum. Það sem hann gerir er ekki bara að skora og leggja upp mörk heldur líka er að draga alltaf varnarmenn til sín sem býr þannig til pláss fyrir aðra. Hann hefur líka verið að bæta sig mikið í að taka á móti bolta og koma honum frá sér, eitthvað sem hann var mjög slakur í í byrjun leiktíðar. Maður gleymir oft að hann er bara 20 ára (21. árs 13 maí) og á hann því bara eftir að verða betri. Ég hef fundið það á mér í viðtölum við Mourinho að hann sé að leita á önnur mið og vilji kaupa einhvern heimsklassa sóknarmann. Fyrir mína parta þá hefur Lukaku allt til að komast þangað en Mourinho er kannski ekki tilbúinn að bíða eftir því, enda hafa hans framherjar ekki gert mikið fyrir hann í vetur. Svo líkar Mourinho ekki þegar hans leikmenn tala um hann í fjölmiðlum sem Lukaku var aðeins að gera framan af tímabili.

 33. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Nú sá ég ekki leikinn vegna vinnu (helvítis vinnan 🙂 ) en hef séð highlights, lesið leikskýrslur auk þess að hafa séð umfjöllun Gumma Ben. og félaga í messunni tvisvar.
  Er það bara ég eða fannst fleirum þeirra umfjöllun ganga meira út á hvað Arsenal voru lélegir en nánast ekkert talað um hvað Everton voru góðir?? Það var alla vega mín upplifun.
  Og já!!! Frábær sigur!!! Menn mættu greinilega vel stemmdir og klárir í slaginn í þennann leik og fyrir leikinn sagði ég að ef það gerðist þá væru Arsenal í vondum málum. Og það var nákvæmlega það sem gerðist.

 34. Ásgeir Þorvaldsson skrifar:

  Naismith sagði í einhverju viðtali að Martínes hafi kennt sér eitthvað nýtt um fótbolta á hverjum degi síðan hann kom til liðsins. Þetta segir okkur bara hversu frábær þessi þjálfari er. Naismith hefur vaxið gríðarlega sem leikmaður sem og Stones. Kannski er Coleman að verða einn besti hægri bakvörður í ensku deildinni.

%d bloggers like this: