Síðasta tækifæri, skráningu lýkur á morgun

Mynd: FBÞ

Það er rétt tæpur mánuður í Íslendingaferðina þar sem ætlunin er að sjá Everton taka hressilega á móti Man City á Goodison Park! Þrettán ferðalangar hafa skráð sig til ferðar, þar af tveir sem ætla að gera þetta að rómantískri helgarferð með maka.

Þrennt sem vert er að vekja athygli á:

1) Það er enn laust pláss fyrir allt að 5 í viðbót.

2) Það er laust pláss fyrir einn stakan til að deila herbergi með öðrum og spara sér 30 þúsund krónur!

3) LOKAfrestur til að skrá sig í ferðina rennur út í lok dags á morgun.

Og það sem skiptir ekki síður minna máli er að þetta hafa verið bráðskemmtilegar ferðir hingað til — og ekki skemmir fyrir að þessi leikur gæti skipt sköpum varðandi það hvort Everton leiki í Meistaradeildinni að ári. Ekki láta ykkur vanta!

Allar upplýsingar um ferðina og hvernig skal panta er að finna hér. Skráningu lýkur á morgun, föstudag, eins og áður sagði.

7 Athugasemdir

 1. Gunnþór skrifar:

  Sól, bjór og fótbolti.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Grautfúlt að komast ekki með. Kannski næst.

 3. Finnur skrifar:

  Það eru ekki mörg tækifæri eftir að sjá Everton spila á Goodison Park á tímabilinu. Það er uppselt á Arsenal leikin og uppselt á United leikinn. Það er ekki langt í að það seljist upp á Crystal Palace leikinn og þar með er bara Man City leikurinn eftir og þar með eru heimaleikirnir upptaldir!

 4. Elvar Örn skrifar:

  Mun þá einhver mæta á Ölver þennan dag? Ég og Georg verðum á árshátíð í Reykjavík og komum til með að fara á Ölver. Mæli eindregið með þessari ferð á Goodison en þær ferðir sem ég hef farið hafa amk verið hreint út sagt magnaðar og ég kem pottþétt með næst.

 5. Finnur skrifar:

  Ég á nú frekar von á því að það verði mæting á Ölver því það eru ekki nema 2-3 (af Ölversliðinu sem mæta alltaf) sem eru að fara í þessa ferð. Halli mun örugglega mæta, að ég tel, og ég — nema ég verði erlendis. 🙂 Svo verður einhver samsetning af Everton mönnum sem mæta oft en ekki alltaf.

%d bloggers like this: