Joel Robles skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Maður má ekki líta af fréttunum í eitt augnablik og þá er Everton búið að kaupa annan leikmann, eins og staðfest var af klúbbnum nú rétt í þessu.

Ég vitna bara í meistara Elvar: „[Nýi leikmaðurinn] heitir Joel Robles og er 23 ára Spánverji og lék með sigurliði Spánar í U-21 á Evrópumótinu í sumar. Hann kemur frá Atletico Madrid og gerður var við hann 5 ára samningur“.

Kaupverðið var ekki gefið upp. Joel Robles lék á síðasta tímabili sem lánsmaður með Wigan og náði með frammistöðu sinni að slá markvörð þeirra Ali Al Habsi úr aðalliðinu og verða fastamaður í hans stað. Hann spilaði úrslitaleikinn gegn City í FA bikarnum og hélt hreinu, eins og kunnugt er. Ég verð annars að viðurkenna að ég veit ekki mikið meira um hann annað en það að hann hefur spilað með öllum yngri flokkum spænska landsliðsins og kemur úr sömu akademíu og David De Gea, markvörður United. Joel er ætlað að veita Howard harða samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar.

Velkominn til liðs við Everton, Joel.

13 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    3 leikmenn komnir og enginn farinn. Er þetta Everton?
    Gott mál og vona bara að við höldum okkar sterkustu mönnum.
    Það hefur alltaf vantað uppá breiddina hjá Everton og vonandi er þetta bara það sem koma skal.

    Svo er Everton að spila við mjög sterk lið á undirbúningstímabilinu sem ætti að gera liðið betur undirbúið undir komandi leiktíð.
    Fyrsti leikur liðsins er næsta sunnudag (14 júlí) gegn Austria Vienna.

    Jæja, best að fara að finna einhvern leik til að fara á í haust, er einhver memm?

  2. Finnur skrifar:

    Takk fyrir þetta, Elvar. Athyglisverð lesning.

  3. Baddi skrifar:

    Bara að ákveða leik sem fyrst Elvar, kv Baddi

  4. Gunnþór skrifar:

    Alltaf gaman að fá nýja leikmenn mögnuð kaup og ekki skemmir að það er stutt í að moses komi líka hef alltaf verið hrifinn af honum,maður á ekki að venjast þessu sem Everton maður og ég hef ekki verið hrifinn af því að versla marga menn í einu en maður vonar það besta klárlega.l

  5. Halli skrifar:

    Það er bara líf og fjör hjá okkar mönnum. Þetta er að verða mjög spennandi

  6. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ég er hrikalega ánægður með þessa menn og vona að við þurfum ekki að selja menn til að fjármagna þessi kaup eins og sumir slúðurdálkar hafa verið að tala um. Það er talað um að klúbburinn sé búinn að segja Baines að ef hann vilji fara þá þurfi hann að óska eftir því. Ég óttast það.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Ætli það sé eitthvað til í því að Everton sé að fá Gerard Deulofeu að láni frá Barcelona?

    http://www.barcelonafcblog.com/2013/07/10/gerard-deulofeu-close-to-loan-deal-with-everton/?

  8. Elvar Örn skrifar:

    Hér neðst í þessari frétt má sjá áhugavert Youtube myndband af Deulofeu
    http://www.101greatgoals.com/blog/everton-set-to-sign-barcelona-starlet-gerard-deulofeu-on-loan-el-mundo-deportivo/?

  9. Einar G skrifar:

    Ja hvur fjandinn, allt að gerast. Sem mikill Barcelona aðdáandi yrði ég mjög sáttur við þennan gutta, einu áhyggjurnar eru að Spánverjar margir hverjir sem efnilegir hafa talist, koðna niður við að koma til Englands, en þessi drengur er greinilega mjög snöggur og les leikinn gríðarvel, ef marka má myndbandið. Í sambandi við hina sem komnir eru lýst mér vel á þá alla, vonandi smellur allt 🙂

  10. Halli skrifar:

    Grandoldteam.com er búið að staðfesta að hann sé kominn á eins árs lánssamningi.

  11. Finnur skrifar:

    Staðfest!
    http://everton.is/?p=4873