Gerard Deulofeu kominn að láni

Mynd: Everton FC.

„Spænska innrásin“ heldur áfram hjá Everton en klúbburinn tilkynnti nú rétt í þessu að Gerard Deulofeu hefði skrifað undir lánssamning fyrir næsta tímabil. Deulofeu er 19 ára sóknarmaður á mála hjá Barcelona en hann er leikmaður B liðs þeirra og landsliðsmaður með U21 árs liði Spánar. Hann kemur úr frægu akademíu Barcelona, La Masia, og skoraði 18 mörk í 33 leikjum í annarri deildinni spænsku með B-liði Barcelona og þykir mjög mikið efni, „one of Spain’s most exciting young talents“ að mati Guardian.

Mörg lið voru á höttunum eftir honum en Barcelona var sagt vilja lána hann til Englands þar sem bæði Everton, Tottenham og Liverpool voru orðuð við hann.  Það mun hafa ráðið úrslitum í vali leikmannsins og því að Barcelona treysti Everton fyrir áframhaldandi þróun hans að Roberto Martinez er við stjórnvölinn hjá Everton.

Martinez hafði eftirfarandi um leikmanninn að segja: „Gerard is a real diamond of Spanish football and a boy with incredible footballing talent and I am delighted that he has chosen to take the next step of his career with Everton.“

Guardian sagði jafnframt að hann væri: „A creative forward of vision, technique and flair who can play off the front or coming in from the left hand side“.

Hægt er að sjá vídeó af honum hér og á þessu að dæma gæti vel farið að hann eigi eftir að hrella varnarmenn jafnvel meira en Mirallas! Stutt greining Executioner’s Bong á honum er hér.

Fjórir leikmenn á 48 klukkutímum… það er greinilegt að Martinez ætlar að byrja með látum!

Velkominn til Everton Gerard Deulofeu!

11 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    RM er greinilega alveg klár í að bæta hópinn.

  2. Gunnþór skrifar:

    SNILLLLLLD.

  3. Finnur skrifar:

    Það sendir sterk skilaboð að Barcelona treystir Roberto Martinez fyrir einu skærasta ungstirni Evrópu. Efast um að Moyes hefði náð að landa þessum.

  4. Georg skrifar:

    Það er flott að vera búnir að bæta við 4 leikmönnum án þess að selja neinn.

    Kone hefur verið okkur erfiður og skoraði t.d. í báðum leikjunum gegn okkur í fyrra í deildinni og hefur verið þeirra hættulegasti leikmaður í þeim leikjum sem ég hef séð með þeim.

    Alcaraz er mjög vel talaður en hefur verið óheppinn með meiðsli. Martínez þekkir hann mjög vel og sér hann greinlega fara berjast fyrir byrjunarliðisætinu. Varnarlínan hjá Wigan var meira og minna meidd í fyrra og eru það stór ástæða þess að mínu mati að þeir féllu, hann spilaði ekki nema 8 leiki í fyrra út af meiðslum en var búinn að vera lykilmaður í vörninni 2 tímabil á undan.

    Joel Robles var varamarkmaður hjá U-21 Spáni sem vann evrópukeppnina, De Gea var byrjunarliðsmarkmaður á mótinu. Svo þetta er greinlega mjög efnilegur markmaður. Gaman að sjá svona langtímasamning þar sem hann á vonandi eftir að vaxa og gæti orðið góður markmaður í framtíðinni.

    Gerard Deulofeu er gríðarlega spennandi leikmaður og það sem maður hefur lesið og séð er ekkert nema frábært. Hann er einn af efnilegustu leikmönnum spánverja í dag og verður gaman að sjá hann hann í vetur.

    Ég held að við eigum eftir að fá 2-3 í viðbót. Glæsilegt að fá leikmenninna svona snemma aldrei eins og vant. Gríðarlega mikilvægt að mínu mati að fá nýja leikmenn snemma svo þeir séu búnir að venjast okkar leikstíl og koma sér inn í hópinn.

    Áfram Everton!

  5. Finnur skrifar:

    Algjörlega sammála Georgi og sérstaklega gaman að sjá fjóra menn koma í upphafi undirbúningstímabilsins en ekki við lok gluggans eins og við höfum stundum átt að venjast.

    Tvennt við þetta að bæta: Í fyrsta lagi hefur Kone ekki bara verið okkur erfiður; það er yfirhöfuð drulluerfitt að eiga við hann. 🙂
    Og Alcaraz var óheppinn með meiðsli á síðasta tímabili en meiðslasaga hans yfir ferilinn er ekki slæm. Held að hér sé enginn Saha á ferðinni 🙂 en það verður bara að koma í ljós.

  6. Ari S skrifar:

    http://www.forvo.com/word/deulofeu/

    Byrjið að æfa ykkur strax. Þetta er drulluerfitt:)

    Það hefur verið ansi rólegt á leikmannamarkaðnum hjá Everton í dag miðað við tvo þá síðustu. Að fá þennann snilling Deulofeu eftir að hafa fengið Kone, Alcaras og Robles nánast á síðustu klukkutímum er algjör snilld. Leikmaður sem er að banka á byrjunarliðssæti í Barcelona liðinu þarf ekkert að skoða, hann hlýtur bara að vera góður. Ég sá youtube-klippu af honum leika listir sínar og það verður allsvakalegt að hafa hann og Mirallas þarna frammi. Maður getur leyft sér smá bjartsýni……..

    Og kannski er Martinez ekki hættur að versla…? Betra að vera búnir að fá fjóra leikmenn svona snemma en ekki vera að fá þá 31.ágúst….

    kær kveðja,

    Ari

    • Finnur skrifar:

      Nákvæmlega! Hlakka til að sjá nýtt skipulag Martinez-ar og hans áherslur.

  7. jonny skrifar:

    haha finnur efast um að moyes hefði fengið hann… það er ekki skrítið því hann kæmist ekki í varaliðið hjá man utd

  8. Þórarinn skrifar:

    „jonny says:
    19/07/2013 at 00:34
    haha finnur efast um að moyes hefði fengið hann… það er ekki skrítið því hann kæmist ekki í varaliðið hjá man utd“

    þetta er documentað… við minnum þig á þetta „Jonny“ þegar þetta rætist eða feilar!

  9. Finnur skrifar:

    Ég hélt það hefði verið augljóst af þátíðinni (hefði) að ég var að tala um Moyes Everton stjóra, ekki Moyes ManU stjóra.

    Fyndið samt að sjá ManU áhangendur lesa bloggin hjá öðrum liðum og kommenta undir dulnefni til að passa upp á að svara ímyndaðri gagnrýni á eigið lið.