Mirallas á leiðinni til Everton?

Fréttamiðlar keppast nú við að greina frá því að Everton sé að semja við belgíska framherjann, Kevin Mirallas. Það er reyndar alltaf svo mikið af slúðursögum sem ekki reynist svo fótur fyrir að það getur verið erfitt að segja til um hvaða fréttir eru lítið annað hugarórar, en þegar bæði Sky Sports og kannski sérstaklega BBC Sports flytja sömu fréttina er erfitt að hunsa það. Kevin Mirallas er sagður mæta á morgun í læknisskoðun en hann leikur í dag með gríska landsliðinu. Hann er leikmaður Olympiakos (Grikklandi) og skoraði 20 mörk í 25 leikjum með þeim á síðasta tímabili. Hann hefur jafnframt skorað 7 sinnum fyrir belgíska landsliðið. Miralas getur víst bæði leikið frammi og á kantinum en það eru einmitt þær tvær stöður sem líklega flestir stuðningsmenn myndu vilja sjá meiri samkeppni í. Kaupverð er sagt e-s staðar á milli 5 og 6 milljónir punda.

Einnig var tilkynnt í dag hverjir mótherjar Everton verða í deildarbikarnum enska, en dregið hefur verið í 2. umferð og fékk Everton heimaleik gegn C-deildarliði Leyton Orient. Leikið verður annaðhvort 28. eða 29. ágúst. Everton hefur aðeins mætt Leyton Orient átta sinnum (þar af 6 sinnum í bikarnum) frá upphafi enda hafa Leyton aðeins spilað í efstu deild einu sinni (1962/63). Af þessum 8 leikjum hefur Everton unnið fjóra, tveir endað með jafntefli og tveir með tapi.

Í lokin má svo geta þess að Landon Donovan segir það koma til greina að hætta að spila fótbolta en núverandi samningur hans við LA Galaxy rennur út eftir 2012/13 tímabilið. Margt af Everton stuðningsfólkinu hefði eflaust viljað sjá hann aftur í Everton treyjunni, en það er þó ekki útséð með það.

Tíu af leikmönnum aðalliðs Everton eru nú með landsliðum sínum þessa vikuna í vináttuleikjum. Baines og Jagielka eru vongóðir um að fá að spila með enska landsliðinu gegn Ítölum en auk þeirra eru eftirfarandi landliðsmenn frá: Heitinga (Hollandi), Howard (Bandaríkjunum), Jelavic (Króatíu), Naismith (Skotlandi), Mucha (Slóvakíu), Coleman og Duffy (Írlandi báðir, Duffy þó U21) og Vellios (Grikklandi U21). Jafnframt er Mateusz Taudul nýbúinn að spila fyrir pólska U19 ára liðið og Johan Hammar er að fara að leika með U21 árs liði Svía.

Það eru ekki nema þrír dagar í að tímabilið hefjist en fyrsti leikur Everton er eftir 5 daga (á mánudaginn) við Manchester United. Þetta verður spennandi. 🙂

12 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Við sjáum hvað setur. Þessi síða birti líka frétt um að Mirallas væri á leiðinni.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Kevin Mirallas yrði kaup sumarsins hjá okkur ef af verður. Hann er alveg hrikalega teknískur og er stundum kallaður hinn Belgíski Ronaldo, held ég hafi lesið einhvers staðar. Sjáið t.d. þessa klippu hér
    http://www.youtube.com/watch?v=_NmMJI2MDY4
    Þessi væri fljótur að vera fans favorite og fengi aðdáendur á sitt band, jafnvel enn fyrr en t.d. Drenthe gerði í fyrra.
    Svo er bara að fá Adam Johnson að láni og við værum í góðum málum. Spurning hvernig þessi Niang er sem er að koma á 3ja daga trial sé? Hann er samt bara 17 held ég og samt kostar hann um 6 mill punda, ég sé ekki að Moyse sé að nota hann á þessum aldri miðað við aðra unga góða spilara í okkar herbúðum.

  3. Finnur skrifar:

    Skemmtilegar pælingar. Takk fyrir vídeóið, Elvar.

  4. Finnur skrifar:

    Jagielka búinn að skora með skalla f. Englendinga gegn Ítölum…

  5. Finnur skrifar:

    Lescott svo inn á fyrir Jagielka og klúðraði brátt góðu færi. Tsk tsk tsk.

    Í öðrum fréttum þá var Mirallas (sem um var rætt hér að ofan) með stoðsendingu í einu marki Belgana gegn Hollendingum (eftir að Heitinga var skipt út af). Athyglisvert. Sjáum hvað setur.

  6. Elvar Örn skrifar:

    John Ruddy í markinu hjá Englendingum að spila vel, hmmm, hefðum kannski átt að halda kappanum.

  7. Finnur skrifar:

    Hann er góður — en hefði hann náð Howard úr liðinu? Held að hann hafi vitað að hann sé nógu góður til að spila með úrvalsdeildarliði og ekki viljað vera á bekknum…

  8. Elvar Örn skrifar:

    Svo virðist sem Mirallas fari í medical á morgun. Magnað ef satt reynist. Krossum fingur.

  9. Haraldur Anton skrifar:

    Það er verið að tala um að við séum líka að skoða Charlie Adam og Matt Phillips frá Blackpool hann er ungur og efnilegur leikmaður, Adam þekkja flestir hann er heldur ekki eldgamall sama aldri og ég.

    En Mirallas verður að skrifa undir, svakalegt að fá hann og Pienaar í sumar. Annars vantar okkur breiddina það er alveg klárt. Ef þessi kaup ganga eftir þá erum við búnir að selja 2 og kaupa 2 sem eru líklegir í byrjunarlið.

    Endilega lítið á myndböndin með Mirallas, hann er sprækur.

  10. Finnur skrifar:

    Ég held að hér séu fréttamiðlarnir bara að endurvinna gamlar fréttir. Við erum lengi búnir að vera orðaðir við Charlie Adams og Matt Phillips. Adams er ofmetinn. Kannski passaði hann inn í leikskipulagið þegar við vorum orðaðir við hann síðast en ég sé ekki að hann sé réttu kaupin fyrir okkur í dag. Phillips er góður en mér sýnist áhugi Moyesar sé frekar á Mirallas eða Niang — varla báðum, en hvað veit maður.

  11. Haraldur skrifar:

    Þurfum 3 í viðbót.