Örfá orð um leikmannaskipti

Mynd: Everton FC.

Everton síðan virðist liggja á hliðinni núna enda bíða óþolinmóðir stuðningsmenn í röðum eftir að fá fréttir af því hvort Pienaar sé loksins kominn aftur. Það ætti vonandi að gerast hvað úr hverju en Liverpool Echo vildi meina að hann væri í læknisskoðun í dag og myndi væntanlega skrifa undir í kjölfarið og að það yrði tilkynnt á morgun.

En það er ekki ástæðan fyrir þessari færslu heldur ætlaði ég að tala um annan farsa, þann er varðar Leighton Baines. Fréttamiðlar eru mjög mikið búnir að velta sér upp úr því að hann sé mögulega að fara til Manchester United, til að leysa af fyrir Patrice Evra. Það virðist vera ný tala nefnd á hverjum degi og fer bæði hækkandi og lækkandi eftir því sem líður á. Einn daginn á að vera búið að bjóða 12 milljónir punda, annan dag er það 8 milljónir. Svo velta menn því mikið fyrir sér hvert lágmarksverð á honum væri.

Þessar vangaveltur eru þó aðeins hugarórar blaðamanna, að því er virðist, því ESPN greindi frá því að United hefur ekki einu sinni haft samband við Everton, hvað þá heldur boðið í Baines. Við ættum því að geta andað léttar og hætt að hafa áhyggjur af þessu, enda finnst mér nóg komið af þessu tali. Ég vil alls ekki missa Baines og finnst tölurnar sem nefndar hafa verið verið frekar lágar fyrir jafn góðan leikmann og Baines óneitanlega er, enda besti vinstri bakvörður Englands.

Orðið er annars laust í kommentakerfinu um hvað sem ykkur Everton mönnum og konum brennur á hjarta.

9 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Ég ætla að hefja umræðurnar með tilvísun í danska fréttamiðla þar sem fram kemur að við höfum boðið í hægri kantmanninn, Christian Bolaños, en hann mun leika með FC Kaupmannahöfn og hefur mikið verið orðaður við Everton undanfarið. Við flokkum þetta undir slúður… 🙂
    http://www.toffeeweb.com/season/12-13/rumour-mill/21970.html

  2. Gunnþór skrifar:

    mér finnst lágmark 18 til 20 mill punda fyrir hann,ekki hlusta á annað fyrir besta bakvörð ensku deildarinnar.

  3. Albert skrifar:

    Sammála,ef svo illa vill til að hann verður seldur skal það vera a.m.k 18 mills punda,en þetta er maður sem má ekki fara !!!

  4. Elvar Örn skrifar:

    Já mér finnst ekkert hafa gerst í sumar hjá okkur. Neismith kemur í stað Cahill (á nú alveg eftir að sjá að það sé að styrkja liðið). Pienaar dæmið búið að vera lengi í gangi en mér hefur alltaf fundist það vera formsatriði að klára það dæmi enda hefði dreng staulinn aldrei átt að fara frá klúbbnum. Ég vil sjá eitt nýtt andlit að auki og helst ekki frá Bretlandseyjum (einhverra hluta vegna),,já hvernig væri bara að fá Drenthe, hehe.
    Barkley verður þó ljósið á næstu leiktíð er ég viss um.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Já og Baines fer hvergi, punktur.

  6. Finnur skrifar:

    NSNO síðan segir að Pienaar sé mættur á Finch Farm í læknisskoðun hjá teyminu okkar.
    http://www.nsno.co.uk/everton-news/2012/07/pienaar-at-finch-farm/

  7. Finnur skrifar:

    Og nú er Sky Sports með sömu frétt…
    http://www1.skysports.com/football/news/11671/7952747/

  8. Andri skrifar:

    Ég hef haldið mikið upp á Tim Cahill í gegnum árin, enda er nafn hans á mínum treyjum. Verð ég samt að segja að hans tími var kominn hjá liðinu. Það sást vel á síðustu leiktíð að þegar Everton fór að spila betri fótbolta þá hefur Cahill ekki það sem staða hans krefst til betri spilamennsku fyrir liðið sem er betri leikskilningur og aukin sendingargeta. Cahill hefur verið andlit Everton í nokkur ár, þekkt fyrir hörku og dugnað, ég sem stuðningsmaður Everton segi að Fellaini og Jelavic munu bera liðið hærra í ár en í fyrra, púslið sem vantaði er komið heim og munu fleiri mörk líta dagsins ljós í ár en nokkurn tíman hjá Everton í sögu úrvalsdeildarinnar.

  9. Finnur skrifar:

    Já, það er kominn tími á næsta Dixie Dean. 🙂