Félagaskiptin á Pienaar og Yobo að ganga í gegn?

Mynd: Everton FC.

Sögusagnir um að sala á Yobo sé yfirvofandi gerast sífellt háværari en salan er sögð myndi greiða fyrir því að kaupin á Pienaar geti gengið í gegn. Í þetta sinn eru það fréttir frá Tyrklandi sem halda þessu fram en óljóst er með kaupverðið.  Everton mat Yobo á 3-4M evra en Fenerbache var aðeins tilbúið að greiða 2,5M evra fyrir hinn þrjátíu og eins árs fyrirliða landsliðs Nígeríu, sem hefur leikið með Fenerbache síðastliðin tvö ár á láni frá Everton. Yobo var, eins og kunnugt er, fyrsti leikmaðurinn sem Moyes keypti þegar hann tók við stjórnvölnum hjá Everton fyrir um 10 árum.

Samkvæmt fréttum frá Suður-Afríku er búið að semja um launakjör við Pienaar, þannig að vonandi er þess ekki langt að bíða að hann gerist formlega leikmaður Everton aftur.

Í öðrum fréttum er það helst að Everton hefur staðfest sögusagnir (sem everton.is greindi frá um daginn) um samning til þriggja ára við bandaríska fyrirtækið StubHub um sölu á miðum en StubHub ku vera stærsti vettvangur miðasölu í heiminum. Upphæð samningsins var ekki gefin upp en þó sagt að þetta væri stærsti viðskiptasamningur í sögu félagsins, þegar auglýsingar á búningum og sala varnings væru undanskildar. Með samningnum geta handhafar ársmiða á leiki með Everton, sem ekki geta sótt heimaleiki, selt miðana til annarra. Engar kvaðir á verði fylgja sölunni en þetta verður hér með eini opinberi vettvangurinn fyrir stuðningsmenn til að selja miða sína til annarra stuðningsmanna. Sérstakur StubHub bás verður opnaður við Goodison Park þar sem hægt verður að sækja miðana á leikdegi.

Í lokin má geta þess að varalið Everton tók þátt í ARR Craib bikarkeppni í Skotlandi og léku til úrslita við Patrick Thistle í leik sem endaði 3-1, Patrick Thistle í vil.

8 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Pienaar fór ekki með Tottenham í æfingaferð til Ameríku svo það bendir allt til þess að hann sé á leiðinni heim.

  2. Finnur skrifar:

    Music to my ears… 🙂

  3. Gunnþór skrifar:

    algjör snilld.næst er að kaupa sterkann hægri bakvörð þá er hægt að byrja mótið.

  4. Finnur skrifar:

    Ummm, ég skil ekki… Það slær enginn Hibbert við…? 🙂

  5. Elvar Örn skrifar:

    Vil nú sjá meira af Coleman í hægri bakverði og svo var Hibbert mjög góður á seinustu leiktíð þar og það er einnig staðan hans Neville, líklega þétt setnasta staðan í klúbbnum (Gunnþór, ertu bara í ruglinu?).
    En nú eru uppi háværar raddir að Tim Cahill sé að fara fyrir 1 mill punda til New York Red Bulls skv. áreiðanlegum heimildum BlueKipper
    http://www.bluekipper.com/players/something_fishy/4914-tim_cahill_on_the_move.html?
    Hann var ekki að standa sig á seinustu leiktíð en ég vil halda honum amk þessa leiktíð.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Finnur, af hverju kemur upp mynd af þér hér á spjallinu? Hvað þarf að gera til að virkja það hjá okkur hinum (almúganum)?

  7. Finnur skrifar:

    Það staðfestist hér með, Cahill er seldur (sjá forsíðu http://everton.is).

    Elvar: Takk fyrir að spyrja, var einmitt að spá í að láta fólk vita af þessum möguleika. Það er ekkert mál að fá mynd til að birtast — þarft bara að fara á http://en.gravatar.com/ og gefa þeim mynd af þér (smella á Get Your Gravatar). Hvet alla til að gera slíkt hið sama. 🙂

  8. Elvar Örn skrifar:

    Yobo virðist vera seldur (loksins).
    http://www.bluekipper.com/news/players_news/4918-joey_leaves_for_turkey.html?
    Geri ráð fyrir að það verði tilkynnt í dag eða á morgun á Everton FC.