Tilboð frá Irish Pub í Hafnarfirði
Öllum þeim er styðja Everton að málum stendur nú til boða að nýta sér Irish Pub í Hafnarfirði sem varavöll til að horfa á Everton leiki í beinni útsendingu. Bjórúrvalið er: Egils Gull, Tuborg Classic og Tuborg Grön en Irish Pub eru einnig með fjóra HD skjái og hljóð í tveimur sölum. Eftirfarandi tilboð standa ykkur til boða:
Tilboð 1:
Ostborgari með frönskum ásamt stórum bjór af krana: 1790 kr.
Tilboð 2:
Beikonborgari með frönskum ásamt stórum bjór af krana: 1990 kr.
Tilboð 3:
10 kjúklingavængir med BBQ sósu ásamt stórum bjór af krana: 1500 kr.
Tilboð 4:
Fyrir leik, meðan á leik stendur og eftir leik (eftir samkomulagi hversu lengi): 2 stórir bjórar af krana: 1500 kr.
Og rúsínan í pylsuendanum: Aðeins á Irish Pub býðst liðsmönnum Everton á Íslandi lagskipt skot, svokallað Everton skot á aðeins 500 kr.
Endilega nýtið ykkur það!