Everton – Burnley 2-0

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við Burnley núna klukkan 19:00. Meistari Ari sér um leikskýrsluna í kvöld. Þökkum honum kærlega fyrir það og gefum honum orðið…

Everton byrjaði leikinn mjög vel allt frá fyrstu mínútu og Gylfi mjög frísklegur á þessum mínútum. Á 16. mínútu fær DCL boltann á hægri kantinum og hleypur með hann inn á miðjuna, gefur á Gylfa sem að stendur kyrr (gamli góði þríhyrningurinn) og leggur boltann glæsilega fyrir Richarlison sem að skorar af löngu færi með vinstri fótarskoti. Mjög glæsilegt mark svo ekki sé meira sagt.

Þulurinn var að segja að þetta hefði verið sjálfsmark hjá Ben Mee en samt sem áður var þetta glæsilegt skot frá Richarlison. En… staðan 1-0 eftir 17 mínútna leik.

Stuttu síðar átti Lucas Digne skot af löngu færi sem að markmaðurinn varði en Coleman vakandi og skallaði boltann í opið markið. Hann var greinilega EKKI rangstæður og staðan orðin 2-0 eftir 20 mínútur.

Everton átti sókn sem að endar með fyrirgjöf frá Digne á skallann á DCL en yfir. Westwood fékk gult spjald fyrir gróft brot á Schneiderlin.

Everton leikmenn orðnir frekar rólegir en samt betri en andstæðingarnir og allar sóknir Burnley enduðu hjá Everton vörninni sem er orðinn ansi örugg… frábær fyrri hálfelikur hjá okkar mönnum og vonandi verða þeir áfram frískir í þeim seinni…

2-0 í hálfleik. Ef eitthvað vantar í lýsinguna þá má endilega bæta því við í kommentakerfinu.

Á 47. mínútu er löng sending upp kantinn, Schneiderlin rennur í boltann og vinnur horn sem að endaði með skalla sem var ekki hættulegur.

Stuttu síðar þá liggur Richarlison í grasinu og greinilegt að hann finnur til í rifbeininu. Trúlega er hann kominn í sumarfrí blessaður drengurinn en hann hefur átt fínt tímabil og greinilegt að hann hefur tekið framförum, sem er gott fyrir Everton.

Skipting óumflýjanleg og inn á kemur Theo Walcott, þetta var á 48. mínútu…

Hröð sókn hjá Everton á 63. mínútu sem að endaði með skoti frá DCL en hátt yfir.  Ekkert sérstaklega gott skot.  Strax eftir þetta átti Everton hörkusókn en inn vildi boltinn ekki og markvörður þeirra (eða vörnin) varði í tvígang, stíf presa hjá Everton þessar sekúndur.

Á 72. mínútu kemur Lookman inn á fyrir Bernard sem er búinn að standa sig vel og fær standandi lófaklapp frá stuðningsmönnum, kannski voru þeir líka að klappa fyrir tímabilið þar sem þetta var hans fyrsta hjá félaginu.  Búinn að standa sig vel í heildina og kom frítt!

Everton voru heppnir að fá ekki á sig vítaspyrnu þegar Keane virtist ýta á bakið á einum leikmanni Burnley en sennilega var þetta þó utan teigs en Everton samt heppnir að sleppa við dóm þarna. Síðan átti Lookman hættulegt skot á markið en ég sá ekki hvort að markmaðurinn varði eða að boltinn fór í slána.

Á 89. mínútu kom léleg hornspyrna frá Digne sem að endaði hreinlega bara með sókn frá Burnley en Zouma eftir sem áður mjög traustur og skallaði burt.

Í uppbótartíma var Gylfa skipt útaf fyrir Philip Jagielka sem er trúlega að leika sinn síðasta leik fyrir félagið og fékk hann tilskylda virðingu frá stuðnings mönnum og standandi lófaklapp. takk fyrir allt saman Mr. Captain.

Burnley voru frískir á köflum en máttlausir við mark Everton þar sem vörnin var að standa sig afar vel og sérstaklega voru miðverðirnir tveir flottir.

2-0 niðurstaðan og við þökkum Ara kærlega fyrir að redda skýrslu með mjög litlum fyrirvara.

Einkunnir Sky Sports koma síðar.