Slökkt á athugasemdum við Birmingham 1-1 Everton

Birmingham 1-1 Everton

Komment ekki leyfð
Everton missti þarna af mikilvægum stigum í baráttunni um 4. sætið. Þetta var sérstaklega sorglegt þar sem við komumst yfir en Birmingham jafnaði síðan með frábærri aukaspyrnu Zarate. Ég leyfi mér að spá því að þessi Zarate komi til með...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Everton 1 – 0 Derby

Everton 1 – 0 Derby

Komment ekki leyfð
Skyldusigur á Derby í dag með marki frá Leon Osman eftir frábæra sendingu frá Manuel Fernandes. Þetta var þó ekki auðvelt og Derby spilaði bara nokkuð vel í þessum leik, lausir við pressuna þar sem þeir eru þegar fallnir. Enginn Pienaar í dag og tók Fernandes stöðu hans. Mesta athygli vakti að Jagielka var settur á bekkinn og kom Baines inn á í staðinn fyrir hann. Fyrri hálfleikur var slakur og það eina markverða var þegar Yakubu brenndi af fyrir opnu marki. Seinni hálfleikur var öllu skárri þegar Moyes af því er virtist setti Fernandes á kantinn og Osman inn á miðjuna.
Slökkt á athugasemdum við Everton 1 – 1 West Ham

Everton 1 – 1 West Ham

Komment ekki leyfð
Everton og West Ham skildu jöfn á Goodison Park. Þetta verður að teljast vonbrigði sérstaklega í ljósi þess að við hefðum átt að komast í 2-0 í fyrri hálfleik en Yakubu var ranglega dæmdur rangstæður. Mikið var um meiðsli í herbúðum Everton en í liðið vantaði Yobo, Pienaar (sem fékk víst matareitrun) og Andy Johnson. Þar að auki fór Tim Cahill meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik. Í staðinn komu Anichebe og Baines inn og Fernandes kom síðan inn á fyrir Cahill.
Slökkt á athugasemdum við Everton 2 – 0 Fiorentina

Everton 2 – 0 Fiorentina

Komment ekki leyfð
Sá bara fyrri hálfleikinn en eftir því sem ég hef lesið á netinu þá stóðu allir leikmenn Everton sig frábærlega í leiknum og fá einkunina 10 frá mér. {swfremote}http://www.dailymotion.com/swf/x4ozhz&v3=1&related=0{/swfremote} 
Slökkt á athugasemdum við Sunderland – Everton

Sunderland – Everton

Komment ekki leyfð

Everton vann góðan 1-0 sigur á liði Sunderland, sem hefur verið að standa sig vel á heimavelli upp á síðkastið. Everton heldur því pressunni áfram á Liverpool í baráttunni um 4. sætið og færast upp í 56 stig, aðeins 2 stigum frá Chelsea í 3. sæti.

Tim Howard - 8 - Hafði ekki mikið að gera en varði frábærlega eftir aukaspyrnu Andy Reid

Tony Hibbert - 7 -  Sterkur varnarlega og átti meira að segja eina glæsilega gabbhreyfingu í sókninni. Gaman að þessu.

Joseph Yobo - 8 - Mæddi mikið á honum. Kenwyne Jones er mjög erfiður að eiga við

Phil Jagielka - 8 - Sama og hjá Yobo. Maður er farinn að búast við því að hann eigi tæklingar sem bjarga marki í hverjum leik. Hann brást ekki.

Joleon Lescott - 9 - Frábær

Mikel Arteta - 8 - Gott að fá hann aftur í liðið

Phil Neville - 8 - Góður leikur í fjarveru Carsley. Hann heldur samherjum sínum sífellt á tánum. Hann er alltaf mættur til að leysa menn af sem hafa farið í sóknina (held að hann hafi koverað fyrir alla varnarlínuna einhvern tímann í leiknum). Menn benda á slæma sendingagetu hans en hann er bara ekkert verri en aðrir varnarmenn Everton.

Tim Cahill - 6 - Átti ágætis leik

Steven Pienaar - 6 - Sendingar ekki í sama gæðaflokki og venjulega. Meiddist rétt áður en hann fór út af. Vona að það sé ekkert alvarlegt

Andrew Johnson - 7 - Skoraði markið og hljóp mikið

Yakubu - 6 - Týpískur leikur fyrir Yakubu fyrir utan mörk

 Baines - 6 - Sást ekki mikið

Anichebe - 6 - Lét finna fyrir sér á þessum stutta tíma sem hann var inn á

Rodwell - 6 - Gaman að sjá hann. Snerti boltann þó ekki nema tvisvar 

Slökkt á athugasemdum við Everton – Portsmouth mörkin

Everton – Portsmouth mörkin

Komment ekki leyfð

Everton vann góðan 3-1 sigur á Portsmouth í gær, einum af þeim liðum sem eru í baráttu um Evrópusæti í vor.  Leikmenn stóðu sig allir með prýði. Mörkin má síðan sjá með því að smella á Lesa meira.

Howard - 6 - Hafði ekki mikið að gera. Erfitt fyrir markmenn að eiga við svona fyrirgjafir eins og þá sem markið kom úr.

Hibbert - 6 - Stóð sig nokkuð vel en átti þó stundum í erfiðleikum með Hemma og Niko Krancjar.

Yobo - 7 - Góður leikur

Jagielka - 7 - Átti góðan leik en ekki eins frábær og í síðustu leikjum. Maður er bara orðinn svo góðu vanur. 

Lescott - 7 - Góður leikur

Osman - 8 - Mjög góður. Sérstaklega eftir að Moyes setti hann inn á miðjuna og Neville út á kantinn

Neville - 7 - Spilaði 3 stöður í leiknum og komst vel frá þeim öllum. Hann er góður varnarmiðjumaður og kemur líklega til með að taka við af Carsley þegar hann verður í banni á móti Sunderland

Carsley - 7 - Góður leikur a'la Carsley

Pienaar - 8 -  Mjög góður og ég býst við að hann hefði verið enn betri hefði hann ekki verið veikur

Cahill - 8 - Skoraði mark og átti líka mjög góðan leik þegar hann færði sig aftur á miðjuna þegar skipt var yfir í 442 þegar Johnson kom inn á

Yakubu - 9 - Feed the Yak and he will score. Enough said.

 Andrew Johnson - 8 - Átti frábæra innkomu. Gjörsamlega breytti leiknum

Anichebe og Baines - 6 - Báðir of stutt inn á til að dæma

Slökkt á athugasemdum við Mörkin gegn Man City

Mörkin gegn Man City

Komment ekki leyfð

Everton fóru hreinlega á kostum gegn Manchester City á City of Manchester Stadium. Fyrra markið skoraði Yakubu eftir fínan undirbúning Tim Cahill og það síðara skoraði Joleon Lescott eftir góða fyrirgjöf frá Lee Carsley. Ýtið á lesa meira til að sjá mörkin.

Slökkt á athugasemdum við Everton – Brann

Everton – Brann

Komment ekki leyfð

Hérna koma síða mörkin úr Brann leiknum, smelltu á lesa meira tilað sjá öll mörkin í réttri röð!

Hérna verða eingöngu mörk sem Everton skora! 

{flvremote}http://vid213.photobucket.com/albums/cc276/saraefc1878/022108-10yakubu.flv{/flvremote}