Afsláttur Everton klúbbsins
Everton klúbburinn á Íslandi hefur náð samningum við eftirfarandi fyrirtæki um afslátt til meðlima. Eftirfarandi skilmálar gilda, nema annað sé tekið fram:
- Tilboði þessi gilda eingöngu fyrir þann meðlim sem framvísar gildu félagsskírteini á því tímabili sem tilboðin gilda.
- Sýna þarf félagsskírteini áður en kaup eiga sér stað og láta vita af því að handhafi óski þess að nýta eftirfarandi tilboð en þá kemur í ljós hvort einhverjar breytingar hafi orðið á tilboði — enda geta samningar tekið breytingum, til dæmis ef um eigendaskipti er að ræða hjá fyrirtækjunum.
- Vinsamlegast látið okkur hjá everton.is vita ef ykkur er ekki unnt að nýta afsláttinn sem útlistaður er hér að neðan.
- Ef þitt fyrirtæki vill auglýsa sig hér og bjóða upp á afsláttarkjör, þá endilega látið okkur vita líka.
Hágæðabón (Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík) bjóða 15% afslátt af bílaþvotti og bóni. | |
AB Varahlutir (sjá vefsíðu) bjóða 20% afslátt af varahlutum. | |
BK Kjúklingur (sjá vefsíðu) býður 15% afslátt af matseðli. | |
Sporthúsið – heilsurækt (sjá vefsíðu) eru með tilboð á 3ja mánaða korti, 18.000 (fullt verð 29.900). Athugið að til að nýta þetta tilboð þarf að hafa samband við Kristinn Pálsson eða Ríkarð Gunnarsson í afgreiðslu Sporthússins. Hægt er einnig að semja við þá um lengri gildistíma, ef vill. | |
Sólbaðsstofan Smart (sjá vefsíðu): Býður 12 tíma kort í ljós á verði 10 tíma korts. | |
Tunnan Prentþjónusta (sjá vefsíðu) býður 25% afslátt af auglýsingum og 10% afslátt á Canon blekhylkum. | |