Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Barnsley vs Everton (deildarbikar) - Everton.is

Barnsley vs Everton (deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Everton á leik í annarri umferð deildarbikarsins annað kvöld klukkan 18:45 en þá mæta þeir liði Barnsley sem eru í 10. sæti ensku C deildarinnar. Barnsley liðið ætti að vera okkar mönnum vel þekkt stærð því Everton hefur greinilega á undanförnum árum fylgst náið með þeim og nælt sér í tvo bráðefnilega varnarmenn frá þeim, þá Mason Holgate og John nokkurn Stones.

Hvað uppstillingu varðar hefur meiðslalistinn einna mest haft áhrif á stöðu vinstri bakvarðar og kantana, en vinstri bakverðirnir Baines, Garbutt og nú Galloway (sem var nýlega kallaður til liðs við enska U21 árs liðið) eru meiddir og Oviedo fær því að spreyta sig. Fyrir utan þá sem nefndir voru eru einnig Pienaar, Gibson og Hibbert meiddir en Mirallas og Deulofeu ættu þó að vera orðnir heilir. Engin leið er að segja til um hvernig uppstillingin verður og fer mikið eftir því hversu mikla áherslu Martinez leggur á keppnina. Ákveðin teikn hafa verið á lofti (sjá t.d. hér) um að meiri áhersla verði lögð núna en til dæmis á síðasta tímabili, en þetta verður tíminn bara að leiða í ljós. Engin teljandi meiðsli eru í herbúðum Barnsley, sem kölluðu Everton „masters of total football„, sem er erfitt að segja til um hvað þýðir nákvæmlega. Gaman að því.

Stóru fréttirnar eru þær að félagaskiptaglugginn ætlar að reynast okkur taugatrekkjandi í ár en beðið er eftir niðurstöðu í tveimur kauptilboðum og dramatíska leikritið um John Stones tók nýja stefnu þegar fréttamiðlar greindu frá því að hann hefði lagt inn beiðni um að vera seldur, þrátt fyrir að greint hefði verið frá því fyrr um daginn að hann hefði alls ekki í hyggju að fara frá félaginu. Chelsea eru sagðir hafa boðið 20M, 26M og svo 30M en verið hafnað í hvert skipti og má gera ráð fyrir því að ef hann verði seldur þá komi hann til með að setja met í söluverði á varnarmanni (enda ekki bara Chelsea á eftir honum) — og jafnvel verði farið í saumana á því hvort Chelsea hafi brotið reglur Úrvalsdeildarinnar þegar kom að því að reyna að fá hann yfir til sín.

Í öðrum fréttum er það helst að NSNO voru með ágætar pælingar um það hvað nýr völlur gæti þýtt fyrir framgang Everton.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 sigraði Sunderland U18 2-4 á útivelli með mörkum frá Delial Brewster, Nathan Holland og tveimur frá Nathan Broadhead. Þeir hafa þar með unnið báða sína leiki á tímabilinu. U21 árs liðið gerði 1-1 jafntefli við Leicester U21 (sjá vídeó). Mark Everton skoraði Conor Grant. Einnig framlengdi Francisco Junior lán sitt hjá Wigan fram yfir áramót.

En, Barnsley eru næstir annað kvöld. Sigurvegarinn mætir Reading á útivelli.

Leikurinn er í beinni á Ölveri. Sjáumst!

6 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    2-0 fyrir Barnsley

  2. Halldór Sig skrifar:

    Barnsley 0 : 8 Everton

  3. Finnur skrifar:

    Og þinn maður Hibbert með öll mörkin (meiddur hvað?)… 😉

  4. albert gunnlaugsson skrifar:

    Húmorinn í góðu lagi núna 🙂 🙂 🙂

  5. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=9745