Mynd: Everton FC.
Á fimmtudaginn byrjar Evrópudeildin með fyrsta leik Everton í riðlakeppninni gegn Wolfsburg. Það er gott að sjá liðið aftur í Evrópukeppninni þó maður vildi náttúrulega sjá þá í Champions League en átta Íslendingar verða á pöllunum á vegum klúbbsins að styðja okkar menn í tveimur leikjum í sömu ferð!
Upphitunin frá klúbbnum fyrir Wolfsburg leikinn er hér og Executioner’s Bong tóku auk þess saman yfirlit yfir alla mótherja Everton í riðlinum. Ágætis lesning þar á ferðinni.
Distin og Eto’o ku vera í lagi eftir að hafa ekki verið í hópnum í sigurleiknum gegn West Brom um síðustu helgi. Það er þó ómögulegt að spá fyrir um uppstillinguna í leiknum þar sem erfið törn fer í hönd og kemur til með að reyna vel á hópinn í næstu leikjum.
Ein möguleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Stones, Hibbert, McCarthy, Gibson, Mirallas, McGeady, Naismith, Lukaku. En eins og ég segi, það er aldrei að vita hver dettur inn í liðið og hver fær að hvíla.
Í öðrum fréttum er það helst að U18 ára liðið tapaði 1-5 fyrir Derby U18 og U21 árs liðið tapaði 0-2 fyrir Chelsea U21 en ljósu punktarnir í þeim leik voru að Arouna Kone og Bryan Oviedo héldu áfram að vinna sig í átt að aðalliði, sá fyrrnefndi spilaði 80 mínútur og sá síðarnefndi allan leikinn. Unsworth, stjóri U21 árs liðsins var kátur með þeirra framlag og hversu langt þeir hafa unnið sig eftir erfið meiðsli.
Og Steven Naismith er leikmaður ágústmánaðar en hann skoraði þrjú mörk í þremur leikjum og er vel að því kominn.
Góða ferð og góða skemmtun félagar. Þetta verður jafntefli. 1-1 ætla ég að giska á.
Vid a Irish Pub sem er nyr samstarfsadili a Islandi vid Everton.is oskum ykkur godrar ferdar til Englands og vid tippum a ad Everton vinni 2-1. Goda ferd drengir og gangi ykkur vel med Palace vid tippum 4-1. Eg hugsa ad rusinan i pylsuendanum eftir tvo goda sigra verdi ad horfa a Darby og Cardiff spila.
Goda ferd og gangi ykkur vel…
Virdingarfyllst:
Thorkell Freyr Sigurdsson
góða skemmtun í ferðinni og hafið gaman af þessu,
Ég er pínu stressaður fyrir þennan leik vonandi óþarfa áhyggur.Væri gaman að að vera á vellinum með félögunum.