Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Arsenal - Everton.is

Everton vs. Arsenal

Mynd: Everton FC.

Everton mætir Arsenal á Goodison Park á sunnudaginn kl. 12:30. En áður en við fjöllum um þann leik er rétt að minna lesendur á að lokafrestur til að skrá sig í Íslendingaferðina á Goodison Park — á síðasta heimaleik Everton á tímabilinu — er á morgun. Sjá nánar hér. Rétt er að vekja athygli á því að laust er fyrir bæði staka (sem vilja deila herbergi með öðrum – en hafa ekki fundið ferðafélaga) – sem og fyrir tvo og tvo ferðafélaga.

En þá að Arsenal leiknum… Þetta er líklega mikilvægasti leikur tímabilsins hingað til, því með sigri myndi Everton setja baráttuna um síðasta sætið í Meistaradeildinni í uppnám þar sem Everton væri þar með aðeins einu stigi á eftir Arsenal. Þar sem Everton á leik til góða á Arsenal (gegn Crystal Palace á heimavelli — fyrir framan Goodison virkið) gæti verið hægt að halda fram að Everton væri með pálmann í höndunum. Eftir óverðskuldað tap á útivelli gegn Chelsea sagði maður við sjálfan sig að hver leikur hér eftir væri eins og bikarúrslitaleikur hvað það varðar að halda möguleikanum á Meistaradeildarsætinu á lífi. Og síðan þá hefur liðið okkar unnið fimm deildarleiki í röð. En það er of snemmt að hugsa svona… 🙂 Minni á að síðasti tapleikur var einmitt gegn Arsenal í FA bikarnum (á útivelli) en Arsenal hefur verið okkar grýla í gegnum tíðina. Kominn tími á að breyta því.

Barkley var metinn tæpur (50/50) í gær að sögn Martinez og Jagielka hefur ekki látið sjá sig á velli enn þó hann sé sagður heill heilsu. Kannski er Stones bara að halda landsliðsmiðverðinum enska úr byrjunarliðinu með frábærri frammistöðu sinni í síðustu leikjum? Pienaar og Gibson eru báðir frá en Martinez sagðist vongóður að sjá þá fyrir lok tímabils. Ekkert nýtt að frétta enn af Kone, Oviedo eða Alcaraz, en sá síðastnefndi verður líklega á bekknum. Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Stones, Coleman, Mirallas, Barry, McCarthy, Deulofeu, Barkley (eða Naismith ef Barkley er ekki heill) og Lukaku.

Barry má ekki fá gult í leiknum því þá fer hann í tveggja leikja bann og við megum alls ekki við því. Á einhverjum tímapunkti núllast spjaldasagan þó út og við getum hætt að hafa áhyggjur af því. Veit einhver hvenær það gerist?

Klúbburinn rifjaði í tilefni leiksins upp nokkra skemmtilega leiki gegn Arsenal í gegnum tíðina, til dæmis 2-0 sigur (sjá vídeó) árið 2000, 2-1 sigur (sjá vídeó) í fjörugum og frægum leik („remember the name!“) árið 2002, 1-0 sigur (sjá vídeó) árið 2007 og 2-2 jafntefli (sjá vídeó) á útivelli árið 2010.

Í öðrum fréttum er það helst að hægt er að velja leikmann tímabilsins, mark tímabilsins og ungliða ársins hér.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 unnu West Ham U18 2-1 á heimavelli með mörkum frá Delial Brewster og Harry Charsley. Everton U21 unnu svo Southampton U21 3-1 (sjá vídeó) með mörkum frá Chris Long og tveimur mörkum úr vítum frá Luke Garbutt. Magaye Gueye kom jafnframt sterkur inn með Everton U21 þegar þeir unnu Arsenal U21 2-1 (sjá vídeó). Hallam Hope, sem hefur verið á láni hjá Bury, hefur nú skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum með þeim (skýrslur hér og hér).

Og það voru fleiri góðar fréttir frá ungliðunum en Ryan Ledson var fyrirliði og Everton varnarmaðurinn Callum Connolly tók einnig þátt í 1-2 sigri enska U17 landsliðsins gegn Ítalíu U17 sem tryggði þeim sæti í úrslitakeppni EM U17 ára liða. Þeir fóru taplausir í gegnum undanriðil fjögur.

Arsenal á sunnudaginn og síðustu forvöð að panta far til að sjá Everton á Goodison í maí (skráningu lýkur á morgun)!

7 Athugasemdir

  1. Magnús skrifar:

    Það núllast víst út eftir annann sunnudaginn í apríl. Minn maður Gerrard er í nákvæmlega sömu stöðu og Barry, þess vegna var ég búinn að sjá þetta.

  2. Halli skrifar:

    Það er best að maður hendi í spá fyrir morgundaginn. Ég hef gríðarlega góða tilfinningu fyrir þessum leik og tel að við vinnum 2-0. Það verður flaggað Belgískum fánum í Liverpoolborg eftir leik á morgun þar sem Lukaku skorar annað markið en Vermalanen skorar hitt með sjálfsmarki eftir stoðsendingu frá Mirallas. Góðar stundir. Ef menn vilja nota þetta á Betson þá er það í lagi mín vegna.

  3. Finnur skrifar:

    Þetta verður gríðarlega erfiður leikur en gott að hugsa til þess að eina liðið sem hefur náð sigri á Goodison Park á tímabilinu er Sunderland þegar markvörður okkar var rekinn út af á upphafsmínútunum. Samt voru Everton mun betri aðilinn í leiknum, settu gríðarlega pressu — manni færri — á Sunderland og aðeins stórleikur Mannone (eða hvað hann nú heitir, markvörður þeirra) kom í veg fyrir nokkur mörk Everton.

    Það er samt eiginlega sama hvernig þessi leikur fer á morgun — tap gerir ekki alveg út um drauminn um Champions League (en gerir hann afskaplega fjarlægan) en sigur tryggir heldur ekkert hvað það varðar því það eru 6 leikir eftir (eftir morgundaginn) og því getur ennþá ýmislegt gerst.

    1-0 væru frábær úrslit. Spái marki hjá Baines.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Vona bara að menn mæti tilbúnir í leikinn í dag en ekki með hálfum hug eins og hefur oft gerst þegar mest hefur á reynt. Ef menn gera það þá er Arsenal í vondum málum.

  5. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=7105